Dagskrá
-
Sveitahátíðin
-
Átak til að laða innlenda ferðamenn að okkur
-
Önnur mál
Sveitahátíðin
-
Ákveðið hefur verið að sveitahátíðin "Upp í sveit" verður ekki haldin í þeirri mynd sem áætlað var. Haldin verði hátíð sem kölluð verður "Heima upp í sveit".
-
Nefndin stefnir að því að vera með dagskrá sem miðar við að ekki fleiri en 50 hittist og hægt sé að halda 2 m. fjarlægð. Mögulega verði dagskráin í gangi í allt sumar og vonandi verði hægt að halda uppskeruhátíð í haust. Ræddar hugmyndir um verkefni / uppákomur og dagskrá. Gönguferðir með leiðsögn um áhugaverða staði í sveitarfélaginu og ýmislegt fleira
-
Verklag nefndar vegna vinnu við sveitahátíði - Kristófer / oddviti
-
Ákveðið í samstarfi við sveitarstjóra og oddvita að ráðinn verði verkefnisstjóri
Átak til að laða að innlenda ferðamenn að okkur
-
Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu
-
http://www.ferdamalastofa.is/is/troun-og-samstarf/island-hvatningaratak - SASS búður fram styrki, umsóknarfrestur rennur út 12. maí. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.
-
Menningar og æskulýðsnefnd hvegur fyrirtæki og ferðaþjónustuaðila til að taka þátt í verkefninu og sækja um styrki.
Önnur mál
-
Finna þarf verkefnisstjóra til að halda utanum verkefnið
-
Nefndin hitti verkefnisstjóra sem fyrst og hefa vinnu við undirbúning verkefnisins.
-
Þjóðhátíðardagurinn verði ekki haldinn hátíðlegur með hefðbundnum hætti. Nefndin stefnir að því að komam eð tillögur að því hvernig geti haldið daginn hátíðlegan.
Fundi slitið kl. 18:00