Menningar-og æskulýðsnefnd
- Fjárhagsáætlun: Svo lengi sem nefndinni er frjálst að nýta fjármagn úr „báðum Hátíðum“ sveitarfélagsins (Upp í Sveit og 17. júní) í hvora sem er, óskar nefndin eftir sambærilegri upphæð og áætluð var í fyrra.
- Sveitahátíðin árið 2024 verður haldin dagana 14. – 17. júní, stefnt verður að handverksmarkaði á laugardegi eins og oft hefur verið og almennt hefðbundinni dagskrá.
- Nefndin hefur áhuga á að bæta við dagskrána íþróttakeppni, svokallaða þríþraut sem inniheldur hlaup, hjólreiðar og sund og þyrfti þá að kaupa stuðning t.d. björgunarsveitarinnar. Gróf kostnaðaráætlun fyrir slíkann viðburð væri um 250.000 kr.
- Nefndin stefnir að því að halda Vetrarnáttahátíð í október 2024. Markmið hátíðarinnar er að halda uppá myrkasta skammdegið.
- Nefndin stefnir að því að gera jóladagatal með svipuðu sniði og í fyrra.
- Nefndin stefnir á að halda uppá Nýtniviku með því að vera með opið kaffihúsakvöld. Þar verður boðið upp á skiptimarkað fyrir púsluspil, flóamarkað, kynningar verslana sem selja úr endurnýttu ofl. Í þeim dúr. Jafnvel er stefnt að því að halda fleiri slík kvöld yfir veturinn til að vekja athygli á hringrásarhagkerfinu, endurnýtingu og nýtni
Fleira ekki rætt
Fundi slitið kl.19.30