Menningar-og æskulýðsnefnd

18. fundur 30. janúar 2025 kl. 20:30 - 21:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sára Herczeg
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Hrönn Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Hrönn Jónsdóttir

18. Fundur Menningar- og æskulýðsnefndar

Haldinn á teams 30. janúar 2025 kl. 20.30

 

1. Síðasta hátíð: Heilt yfir vel lukkuð. Fram kom gagnrýni á dagskrá hátíðarhaldanna þann 17. júní. Mögulega mikilvægt að auglýsa þá dagskrá nákvæmar og jafnvel brjóta upp. Lagt til að hafa handverksmarkaðinn styttri: í fyrra var hann 10-16, spurning að stytta hann. Myndlistarsýning og ljósmyndasýning gengu vel og fólk ánægt. Hoppukastalar voru vinsælir, kassabílarallý vinsælt, kökuskreytingar vinsælar, froðurennibrautin sívinsæl.

2. Auglýsa eftir hugmyndum frá íbúum. Útbúa form á heimasíðu sveitarfélagsins sem fólki er vísað á. Lagt til að hafa spurningarnar eins opnar og hægt er. Hrönn falið að gera drög að spurningum og bera undir nefndina.

3. Hátíðin verður haldin dagana 14. – 15 júní nk.

4. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 20. Febrúar kl. 20

 

Fundi slitið kl. 21.30