- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Formaður setti fund kl 15:00
Skólanefndarfundur skólanefndar 2018-2022 dags. 03.09.2019
Bolette skólastjóri fór yfir starfsáætlun skólans Skólanefnd samþykkti starfsáætlunina 2019 – 2020 samhljóða.
Skólastjóri greindi frá því að vel hefði gengið að manna í allar stöður við skólann og lýsti hún mikilli ánægju með það. Menntunarstig við skólann er mjög hátt. Skólastjóri sagði frá kennsluhópum. 1 og 2 bekk er kennt saman. 3 og 4 bekk er kennt saman. 5 bekk er kennt stökum. 6 og 7 bekk er kennt saman.
Boðið er uppá skólavistun fyrir börn í 1-4 bekk. Skólaráð er kosið til tveggja ára. Foreldrafélag og nemendavarnarráð er starfandi. Skólastjóri kynnti skólareglur starfsársins framundan. Einnig um Rýmingaráætlun, jafnréttisáætlun, símenntunaráætlun og móttöku nýrra nemenda. Að sögn skólastjóra hefur námsmat tekið miklum breytingum. Áhersla er lögð á fjölbreytni. Vikulega eru teknir kennarafundir. Skólastjóri fór yfir dagatal og viðburði starfsársins.
Fjöldi barna er óbreyttur frá síðasta vetri, 46 nemendur.
Skólastjóri greindi frá því að einn nýr bílstjóri hefði verið ráðinn í skólaakstur. Það er Gunnar Örn Marteinsson, hann kemur í stað Bjarna Ófeigs Valdimarssonar og ekur þá leið sem hann ók. Aðrir bílstjórar halda áfram akstursþjónustu.
Fundi slitið kl. 15:35. Næsti fundur verður haldinn 18: nóvember nk. kl 15.00.