Skólanefnd

5. fundur 20. maí 2019 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Anna Maria Flygenring
  • Einar Bjarnason
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • Ingvar Þrándarson
  • Kristófer A. Tómasson
Starfsmenn
  • Einar Bjarnason ritaði fundargerð

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201905-0016

Skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Leikholt.

1. Skóladagatal 2019-2020

Elín Anna kynnti skóladagatal næsta vetrar.

Starfsdagar í Maí eru settir inn með fyrirvara um breytingar vegna námsferðar.

Fylgjum Þjórsárskóla í Janúar og förum þessvegna farið einum degi seinna í sumarfrí.

Föstudagur eftir jól og mánudagurinn þar eftir verður lokað að öllu óbreyttu.

 

Samþykkt af skólanefnd

2. Jafnréttisáætlun Leikholts

Elín Anna kynnti uppfærða ítarlega jafnréttisáætlun fyrir Leikholt sem byggir á eldri útgáfu frá 2014.

 

3. Börn og starfsmenn

31 barn verða hér í lok starfsársins

Stefnir í 33 börn í haust sem er met í byrjun starfsársins.

Stefnir í 38 börn um áramót og verða þá orðin 41 í vor.

8,4 stöðugildi í dag, mun því líklega vanta um 2,3 stöðugildi næsta vetur. Stór hluti hópsins er í yngri kantinum og kallar því á fleira starfsfólk.

Æskilegt að hafa 3 deildir vegna samsetningar hópsins, verður skoðað áfram.

 

4. Undanþágubeiðni v. vistunar

Trúnaðarmál

Samþykkt að veita undanþágu fyrir viðkomandi.

 

5. Bréf til nýrra foreldra endurskoðun

Á 4. fundi var þetta lagt fram til staðfestingar hjá Sveitarstjórn. Sveitarstjórn bókaði um að ekki væri nógur skýrt að orði komið að þetta ætti við umsóknir nýrra barna í leikskóla.

Eldra orðalag var svona

"Mikilvægt að foreldrar láti vita með góðum fyrirvara um vistun barna sinna.

Mælt með að þetta verði 3 mánuðir hið minnsta og mælt með því að sveitarstjórn staðfesti reglur þar um."

Vegna misskilnings þá lá ekki viðkomandi bréf fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar og er það lagt hér fram með sem fylgiskjal.

Skólanefnd samþykkir að þetta bréf verði sent til foreldra allra barna sem nálgast leikskólaaldur.

6. Gátlisti. Yfirferð liðir 11 úr gátlista

Farið yfir liði 11 sem að mestu snúa að sérfræðiþjónustu, aðeins vantar uppá að það sé með fullnægjandi hætti og snýr það meðal annars að yfirstjórn sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra falið að vinna að úrbótum á þeim atriðum.

Fundi slitið kl. 17:00    Næsti fundur ákveðinn  seinna