Skólanefnd

4. fundur 15. apríl 2019 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Anna Maria Flygenring
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Bolette Hoeg Koch
  • Einar Bjarnason
  • Elín Sólveig Grímsdóttir
  • Ingvar Þrándarson
  • Kjartan H Ágústsson. Anna Þórný boðaði forföll
  • Jafnframt sat Kristófer Tómasson fundinn
  •  

Fundargerð:

* * *

1. Skóladagatal 2019-2020A

Bolette skólastjóri kynnti og fór yfir skóladagatalið 2019 - 2020.

Unnið í samstarfi við Flúðaskóla. 180 lögbundnir skóladagar.

Samþykkt með fyrirvara um tvöfalda skóladaga

2. Drög af móttökuáætlun

Bolette skólastjóri kynnti drög að móttökuáætlun fyrir nemendur. Vegna mistaka láðist að láta annað en efnisyfirlitið fylgja með í fundarboði en gögnum var dreift á fundinum.

Farið vel yfir alla helstu efnisliði og var full þörf á að taka þetta saman. Mun fara inná heimasíðu skólans þegar þetta er fullgert

3. Yfirferð Gátlista

Fara yfir og ákveða hvaða liði við viljum og þurfum að skoða. Ákveða efni fyrir næsta fund.

Nefndin fór yfir og valdi eftirfarandi liði til að fara yfir og kynna á næsta fundi.

Ákveðið að taka fyrir liði sem eru merktir með nr. 18. Skólastjóra og formanni skólanefndar falið að fara yfir listann og merkja inn það sem liggur fyrir.

4. Bréf frá sambandinu Skólasókn: Niðurstöður könnunar

Niðurstöður frá velferðarvaktinni um könnun sem var gerð á skólasókn og skólaforðun

Kynnt

5. Annað

Skólabílstjórar

Kristófer upplýsti að búið sé að ræða við alla bílstjóra og eru þeir allir tilbúnir til að sjá um aksturinn næstu tvö árin að öllu óbreyttu.

 

Fundi slitið kl. 16:00