3. Skólanefndarfundur skólanefndar 2018-2022 dags. 12.02.2019
Formaður setti fund kl 15:00.
Dagskrá:
1. mál. Móttökuáætlun nýrra nemenda. Um nokkurt skeið hefur verið í undirbúningi að semja móttökuáætlun nýrra nemenda í sveitarfélaginu. Skólastjóra falið að leggja fram tillögur um hvernig að gerð móttökuáætlunar verði staðið.
2. mál. Skólaakstur. Sveitarstjóri greindi frá því að samningar við núverandi skólabílstjóra renni út í loks skólaárs. Á fundi sveitarstjórnar var samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að semja spurningar varðandi skólaakstur til skólanefndar. Eftirfarandi spurningar lagðar fyrir skólanefnd:
-
Er skólanefnd hlynnt því að leitað verði eftir áframhaldandi samningum við núverandi skólabílstjóra? Ef svo er hvað leggur skólanefnd til að samið verði til langs tíma. Skólanefnd samþykkir einum rómi að leggja til að samið verði við núverandi skólabílstjóra til næstu tveggja skólaára. Séu þeir fúsir til þess.
-
Er skólanefnd hlynnt því að skólaaksturinn verði boðinn út? Skólanefnd er mótfallinn því að skólaaksturinn verði boðinn út að svo stöddu.
-
Finnst skólanefnd ástæða til breytinga á fyrirkomulagi skólaaksturs
-
Með tilliti til aðbúnaðar barna? Skólanefnd telur að aðbúnaður nemenda í skólabílum sé í góðu lagi. Ekki hafa borist athugasemdir hvað það varðar. Ekki er tilefni til breytinga að svo stöddu að mati skólanefndar
-
Með tilliti til akstursskipulags? Skólanefnd telur ekki tilefni til breytinga á akstursskipulagi að svo stöddu.
-
Finnst skólanefnd tilefni til að heimild til skólaaksturs verði takmarkaður við tiltekinn aldur. Skólanefnd telur ekki tilefni til að heimild til skólaaksturs verði bundin við tiltekinn aldur.
-
Vill skólanefnd koma ábendingum til sveitarstjórnar varðandi önnur atriði í skólaakstri? Skólanefnd hvetur sveitarstjórn til að leggja aukna áhersla á að hálkuvörnum verði gerð betri skil í sveitarfélaginu.
3. mál. Öryggismál
Skólastjóri benti á að nýjar reglur væru komnar í gildi um brunavarnir í grunnskólum. Brunavarnir Árnessýslu stóðu fyrir kynningu á öryggisatriðum. Brunavarnir Árnessýslu óskuðu eftir að öryggisfulltrúi væri skipaður í Þjórsárskóla. Skólastjóri greindi frá því að Hrafnhildur Ágústsdóttir hefði verið skipuð í það. Rætt var um önnur öryggismál, svo sem aðstæður á bílastæði.
-
mál. Mál til kynningar.
-
Fagráð í eineltis í grunn- og framhaldsskólum.
-
Áform um lagabreytingu um menntun og ráðningu.
-
önnur mál, Skólastjóri greindi frá því að veikindaforföll væru meðal tveggja starfsmanna. Tveir starfsmenn eru að fara í veikindaforföll. Annar starfsmaðurinn verður í forföllum út skólaárið. Auglýsa þarf eftir starfsmanni í aðra stöðuna fram á vor. Að öðru leyti munu aðrir starfsmenn bæta við sig tímabundinni aukningu á starfshlutfalli til að mæta forföllum.
Fundi slitið kl. 16.10.
Næsti fundur verður haldinn 8 apríl kl 15.00.