Skólanefnd

18. fundur 24. maí 2022 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsd
  • Anna María Gunnþórsdóttir
  • Bolette Höeg Koch
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Þrándarson
  • Karen Kristjana Ernstsdóttir
  • Kjartan H. Ágústsson
  • Vilborg María Ástráðsdóttir
  • Fundargerð rituð af  Önnu Kr. Ásmundsdóttur
  • Formaður kallar eftir athugasemdum á fundarboði sem engar voru
  •  

1. Innra mat

Bolette fer yfir niðurstöðu á innra mati Þjórsárskóla og Skólapúlsinum(sjá fylgiskjal).

Heilt yfir eru foreldrar og nemendur að mestu ánægðir með þá þætti sem spurt var um.

2. Önnur mál

Farið yfir starfsmannamál næsta veturs. Lítur vel út og lítil hreyfing á starfsfólki.

3. Skóladagatal

Bolette fer yfir skóladagatal og bendir á að dagatalið sé unnið í samstarfi við Flúðaskóla vegna skólakeyrslu nemenda. Elín Anna, leikskólastjóri kemur inn á fundinn og sameiginlega farið yfir dagatalið.

Umræða um útfærslu á starfsdögum og hvernig og hvort hægt er að sameina þessa daga hjá báðum stofnunum sveitarfélagsins. Fram kemur að breyting á skóladagatali Þjórsárskóla sem gerð var í upphafi þessa skólaárs, hafi ekki skilað sér til stjórnenda leikskóla og því hafi starfsdagar skarast á þessu skólaári.

Skóladagatal Þjórárskóla telst samþykkt.

 

 

 

Fundi slitið kl.  16:00