Skólanefnd

19. fundur 24. maí 2022 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsd
  • Anna María Gunnþórsdóttir
  • Einar Bjarnason
  •   Elín Anna Lárusdóttir
  • Ingvar Þrándarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  •   Vilborg María Ástráðsdóttir
  • Sigríður Björk Marinósdóttir
Starfsmenn
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir ritaði fundargerð

1. Skóladagatal 2022 -2023

Umræða um útfærslu á starfsdögum og hvernig og hvort hægt er að sameina þessa daga hjá báðum stofnunum sveitarfélagsins. Fram kemur að breyting á skóladagatali Þjórsárskóla sem gerð var í upphafi skólaársins 2021-2022, hafi ekki skilað sér til stjórnenda leikskóla og því hafi starfsdagar skarast á þessu skólaári.

Skóladagatal Leikholts 2022-2023, telst samþykkt.

2. Staða á barngildum og stöðugildum

Elín Anna fer yfir stöðu mála. Trúnaðarmál.

3. Óskir um breytingar, greinargerð

Elín Anna fer fram á að breyta barngildum eftir reynslu síðasta vetrar á þeim breytingum sem voru gerðar 2021-2022. Ekki er verið að fara fram á að breyta barngildum eins og þau voru fyrir breytingar en færa þau til, að ákveðnu marki. EA færir ýmis rök fyrir breytingum á barngildum. Skólanefnd leikskóla tekur undir orð leikskólastjóra um þörf á fjölgun starfsmanna og vísar málinu áfram til annarrar umræðu í þeirri skólanefnd sem tekur til starfa á nýju kjörtímabili. Leikskólastjóri óskar eftir fundi með nýrri skólanefnd leikskóla sem fyrst og áður en sumarfrí hefjast.

4. Aukastuðningur fyrir barn

Trúnaðarmál.

5. Beiðni um námsleyfi

Beiðni um námsleyfi án launa til eins árs frá leikskólanum Leikholti skólaárið 2022-2023. Beiðni samþykkt.

6. Erindi frá foreldrafélagi Leikholts

Rætt um gjöld fyrir þá daga sem foreldrar eru beðnir um að hafa börnin heima vegna manneklu eða annars sem kemur upp á, á leikskólanum. Spurningunni velt upp hvort hægt sé að hafa skýrari reglur eða viðmið sem tengjast lokunum vegna manneklu eða óveðurs. Ábendingunni komið á framfæri til næstu skólanefndar.

 

Umræða um niðurfellingu á matarkostnaði. Ábending frá foreldrafélagi um að hafa skýr viðmið og að allir geri sér grein fyrir þeim viðmiðum.

Spurt er um snjómokstur og hálkuvarnir við leikskóla. Ábending frá foreldrafélagi að nýta betur þær hálkuvarnir sem eru í boði hvort heldur er á plani eða við bygginguna. Leikskóli fái snjómokstur og hálkuvarnir sem fyrst þá daga sem þess er þörf.

7. Önnur mál

 

Fundi slitið kl.17.00