Skólanefndarfundur 4. sept. ´18 Grunnskólamál.
-
fundur
Dagskrá:
-
Hlutverk skólanefndar: Einar Bjarnason lagði fram erindisbréf skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps varðandi hlutverk skólanefndar. Ákveðið var að vísa því til endurskoðunar og mun formaður skólanefndar, skólastjóri og sveitarstjóri fara yfir það. Það verður lagt fram á næsta skólanefndarfundi.
-
Starfsmannamál: Bolette fór yfir starfsmannahóp vetrarins sem er í góðum málum.
-
Akstursskipulag: Bolette fór yfir heilmikið plagg sem sýnir akstursskipulag skólans. Umræða myndaðist um keyrslu barna v. skólavistunar. Því skipulagi og ákvörðun um áframhaldandi skipulag er vísað til sveitarstjórnar.
-
Skýrsla um samstarf leikskólans og Þjórsárskóla: Skýrslan var kynnt fyrir nefndarmönnum. Almenn ánægja er með samstarf skólanna.
-
Grænfánaskýrsla: Skýrslan var kynnt fyrir nefndarmönnum. Sækja þarf um þátttöku í grænfánaverkefninu annað hvert ár.
-
Persónuvernd: Bolette ræddi um persónuverndarmál. Stórar og breyttar áherslur eru vegna persónuverndarlaga. Handbók fyrir starfsmenn grunnskóla almennt er í vinnslu. Vinna við innleiðingu persónuverndarstefnu miðar vel.
Önnur mál:
Bolette vakti máls á mögulegum breytingum á skipuriti skólans. Málinu vísað til skólastjóra og formanns skólanefndar.
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 29. október n.k. kl. 15:00