Skólanefnd

40. fundur 30. janúar 2018 kl. 15:00
Nefndarmenn
  •  
  • Mætt eru Einar Bjarnason
  • Ásmundur Lárusson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson. Georg Kjartansson sem tekur sæti Bjarna Mássonar . Bolette Höeg Koch skólastjóri
  • Kjartan Ágústsson fulltrúi kennara. Elín Sólveig Grímsdóttir fulltrúi foreldra. Kristófer Tómasson sveitarstjóri
  •  

40. fundur í skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps um grunnskólamál. 30 janúar 2018. Haldinn í Brautaholti. Fundargerð ritar Ingvar Hjálmarsson.

1. mál. Skólaakstur.

Skólastjóri fór yfir samning bílstjóra sem ekki eru undirritaðir enn. Lýsti hún því sem strandar á að bílstjórar skrifi undir.  Sveitarstjóri og skólastjóri munu á næstu dögum og vikum funda með þeim og vonandi ganga frá samningnum.

2. má. Móttaka erlendra nemenda.

Skólanefnd samþykkir að koma af stað vinnu við áætlun í samstarfi við Skóla og velferðaþjónustu Árnesþings. Skólastjóra falið að senda beiðni þar um.

3. mál. Samstarf við Flúðaskóla.

Rætt um hvernig hægt sé að auka upplýsingar milli skóla og skólanefnda.

4. mál. Önnur mál

Rætt um hvernig eigi að haga akstri barna á skólatíma á viðburði sem eru í raun ekki á vegum skólans. Skólanefnd er sammála um að ef viðburður er ekki beint á vegum skóla er aksturinn á ábyrgð foreldra.

Þjórsárskóli tekur boði Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um vinnu við innleiðingu persónuverndarlaga.

Bréf lesið upp frá Elínu Önnu Lárusdóttur og Elvari Má Svansyni þar sem skólastjóra og starfsfólki skólans eru þökkuð góð störf .

Fundi slitið kl 16:00