Skólanefnd

29. fundur 02. desember 2016 kl. 16:30
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Meike Witt formaður skólanefndar Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri

Skólanefnd fundargerð Leikskólamál

 29. fundur í skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps, leikskólamál, haldinn í  fundarherbergi  í Árnesi, mánudaginn 28. nóvember kl. 16:30.    

Dagskrá fundar:

1.     Starfsáætlun leikskólans – Leikskólastjóri kynnti og sýndi kynningarmyndband um starf leikskólans veturinn 2016 - 17. Myndbandið kemur m.a. inná kynningu á vali nemenda, ARTþjálfun skólans, Numicon stærðfræðikubbum, einingakubbum og íþróttaæfingum í sal. Stiklað er á stóru um hefðbundinn dag í lífi barnanna í leikskólanum þar sem staldrað er við á hverri deild fyrir sig. Einnig koma þar fram ýmsar praktískar upplýsingar um nemenda- og starfsmannafjölda og upplýsingar um nöfn deilda.  Foreldrar geta nálgast myndbandið á Fésbókarsíðu leikskólans og á heimasíðu sveitarfélagsins.  Skólanefnd lýsir sérstakri ánægju með framtakið.

2.     Starfsmannahald – breytingar, fjölgun og stefna. Leikskólastjóri tilkynnti ráðningu nýs starfsmanns, í 50% stöðu. Ef börnum fjölgar eftir áramót er möguleiki á að hækka stöðuhlutfall hans. Jafnframt er ráðgert að ráða enn annan starfsmann eftir áramót. Haukur Vatnar Viðarsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri í eldri deild leikskólans, Vörðufelli.

3.     Stefna um íslenskukennslu tvítyngdra barna – móttökuáætlun. Sveitarstjóri greindi frá því að hann, ásamt Ingvari varaformanni, muni eiga fund með sérfræðingi hjá Skólaþjónustu Árnesþings um málefni varðandi móttöku erlendra íbúa í samfélaginu. Auk þess sagði hann frá hugmyndum um íslenskukennslu fyrir erlenda íbúa í samfélaginu.

4.     Starfsáætlun skólanefndar. Leikskólastjóri kynnti hugmynd að starfsáætlun fyrir skólanefnd þannig að hægt sé að fletta henni upp og sjá hvaða mál eiga að liggja fyrir og hvenær. Elín Anna er nú þegar búin að leggja drög að þessari áætlun sem unnin var í samvinnu við sveitarstjóra og formann skólanefndar.

Önnur mál:

a)    Barngildi. Börn yngri en 1 árs eru með hærra barngildi en annars, Elín Anna leggur til að barngildi fyrir börn á aldrinum 9 - 12 mán. verði hækkað uppí barngildi 3,5. Skólanefndin vísar þessari tillögu áfram til Sveitarstjórnar.

b)    Sumarleyfi. Yfir sumarið hefur leikskólinn verið lokaður í 5 vikur, samfleytt. Leikskólastjóri leggur fram hugmynd um að leikskólinn verði lokaður framvegis í 6 vikur yfir sumarið. Skólanefnd leggur til að gerð verði könnun á meðal foreldra og starfsmanna leikskólans á þessari hugmynd.   

Fundi slitið kl. 18:10.

Boðað verður til næsta fundar þriðjudaginn 24. janúar 2017, Brautarholti.

Grunnskólamál kl.15:00

Leikskólamál   kl. 16:30