Skólanefnd

26. fundur 23. ágúst 2016 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:  Ingvar Hjálmarsson
  • Ásmundur Lárusson
  • Bjarni Másson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Ingvar Þrándarson. Kristófer Tómasson sveitarstjóri
  • Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
  • Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Rósa Birna Þorvaldsdóttir fulltrúi foreldra
  • Ingvar Hjámarsson setti fund
  • bauð alla velkomna . Spurði  hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð
  • svo reyndist ekki vera
  • Ingvar Þrándarson situr fundinn í forföllum Meike Witt

Skólanefndarfundur númer 26 um leikskólamál hjá skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Haldinn í Þjórsárskóla 23. ágúst  2016 kl 16:30

Dagskrá

1)      Ársskýrsla 2015-16

Leikskólastjóri kynnti skýrsluna.

2)      Samstarfsskýrsla leik og grunnskóla 2016-17

Leikskólastjóri kynnti skýrsluna og lýsti yfir mikilli ánægju með samstarfið. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með samstarfið.

3)      Sérkennsluskýrsla 2015-16.

Leikskólastjóri kynnti skýrsluna fyrir skólanefnd.

4)      Undanþágubeiðni.

Skólanefnd samþykkir beiðnina með fyrirvara um að nægur starfsmannafjöldi sé til staðar.

5)      Nokkrar breytingar á leikskóladagatali til samþykktar.          

Skólanefnd samþykkir breytingarnar og bendir á að dagatalið liggur fyrir á heimasíðu hreppsins og á facebook síðu leikskólans.

Skóladagatal 2016-2017

6)      Starfsmannamál og barnafjöldi.

Breytingar á barnafjölda eru miklar núna þessa dagana. Það liggur því fyrir að það þarf að ráða starfsmann í 100 prósent stöðu. Skólanefnd fagnar fjölguninni og hvetur leikskólastjóra til að auglýsa. Skólanefnd vill samt ítreka við foreldra að sækja þarf um leikskólavist með góðum fyrirvara svo hægt sé að skipuleggja starf skólans með sem bestum hætti.

7)      Önnur mál

Undanþágubeiðni barst leikskólastjóra um rúmlega 9 mánaða barn í vistun.  Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti svo fremi sem starfsmenn fáist.

Framkvæmdir eru við leikskólann. Skipta á um gólfefni í matsal nú í lok september og í janúar byrjun mun gólf í stóra sal verða lagfært.

Ingvar Hjálmarsson ritaði fundargerð.

Næsti fundur 24. október í Leikholti kl 16:30.

Fundi slitið kl 17:30.