- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skólanefndarfundur númer 25 um grunnskólamál hjá skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Haldinn 23. ágúst 2016 í Þjórsárskóla kl 15:00
Dagskrá
1) Starfsmannamál
Bolette kynnti hvernig starfsmálum er háttað við skólann.
2) Eftirfylgni með úttekt á Þjórsárskóla.
Bolette fór yfir stöðuna á úttektinni og hvað við eigum eftir að framkvæma í úrbótum. Eftir er að halda opinn fund um skólamál til að leita eftir hugmyndum og tillögum foreldra um það sem má betur fara í skólanum.
3) Skýrsla um samstarf leik og grunnskóla.
Bolette kynnti skýrsluna og er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Skólanefnd tekur undir með skólastjóra. Einnig kynnti skólastjóri skýrslu um heimsóknir sjöundu bekkinga í Flúðaskóla síðasta vetur. Skólastjóri vill auka enn frekar þessar heimsóknir til þess að styrkja samskiptin meira. Skólanefnd tekur undir það.
4) Skólaakstur.
Skólastjóri skýrði frá hvernig skólaakstri yrði háttað í vetur.
5) Önnur mál
Rætt var um skólavistun við Þjórsárskóla. Ræddar voru ýmsar leiðir. Skólastjóri og sveitarstjóri munu skoða málið frekar.
Næsti fundur mánudaginn 24. október kl 15:00 í Leikholti.
Fundi slitið kl 16:00.