- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Meike setti fund og kallaði eftir athugsemdum við fundarboðið. Ekki gerðar athugsemdir
Dagskrá:
1. Mál. Skóladagatal 2016 - 17.
Skóladagatalið lagt fram og samþykkt.
2. Mál. Innri matsskýrsla
Lögð fram. Fram kemur að efla þarf félagsleg tengsl milli Flúðaskóla og Þjórsárskóla þegar kemur að því að börnin fara úr 7 bekk í 8 bekk. Ýmsar leiðir ræddar í því sambandi.
3.Mál. Skólakeyrsla
Kristófer fór yfir umferðaróhapp sem einn skólabílstjóri lenti í og fór yfir ferilinn og hvar málið er statt. Fyrirhugað er að fara fund með forvarnarfulltrúa VÍS. 6 júní næstkomandi. Og þar mæta skólabílstjórar og skólastjórnendur Þjórsárskóla og Flúðaskóla. Einnig er fyrirhugað að halda fund með forvarnarfulltrúa í byrjun næsta skólaárs með nemendum.
4. Mál. Aðalskipulag. Meike fór yfir aðalskipulags sveitarfélagsins. Skólarnir taka þátt í þeirri vinnu.
5. Mál. Önnur mál. Ábending kom frá kennara að það þyrfti að fjölga fartölvum í skólanum.
Fundi slitið kl. 17:00