- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Stað- og tímasetning: Þjórsárskóli, fimmtudaginn 28. apríl 2016, kl. 16:30
Dagskrá:
1.Leikskóladagatal 2016-2017
Leikskólastjóri leggur fram og kynnir skóladagatalið. Í ár er gert ráð fyrir meira samstarfi milli leik- og grunnskóla, tveir dagar eru helgaðir því, 1 í ágúst og 1 í maí. Opnað var fyrir umræðu um sumarfrí leikskólans. Leikskólastjórinn leggur til að tímabil sumarfrísins verði frá og með 1. júlí og vari í 5 vikur. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framkomna tillögu. Skóladagatalið var lagt fram og kynnt og skólanefnd samþykkir samhljóða framlagt dagatal fyrir skólaárið 2016 – 17.
2. Breytingar á heimasíðu sveitarfélagsins
Breyting hefur verið gerð á heimasíðu Sveitarfélagsins Skeiða- og gnúpverjahrepps í samræmi við fundargerð síðasta fundar. Sjá nánar linkinn á heimasíðu www.skeidgnup.is undir þjónusta -> skólar -> leikskólinn Leikholt og undirsíður undir henni. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með þessa breytingu.
3. Umhverfisdagur
Umhverfisdagur var haldinn í Árnesi þann 9. apríl síðastliðinn. Þar var sýnt myndband frá leikskólanum sem sýndi brot af starfi leikskólans í umhverfismennt. Myndbandið má sjá á facebooksíðu leikskólans. Hugmynd er að setja myndbandið einnig inná heimasíðu sveitarfélagsins.
4. ART vottun
Leikskólinn Leikholt hefur sótt um ART vottun og fær hana afhenta í maí. Til að verða ART skóli þarf skólinn að uppfylla ákveðin skilyrði;
- Ákv. margir kennarar séu með ART réttindi til ART kennslu
- Allir nemendur í 2 elstu árgöngunum hafi fengið 12 vikna ART þjálfun
- Allir starfsmenn skólans hafi fengið ítarlega kynningu á ART
- ART sé sýnilegt í skólanámskrá og sé hluti af menningu skólans
Afhending mun fara fram á vorhátíð leikskólans þann 26. maí 2016. Skólanefnd lýsir ánægju yfir því hve öflugt starfsfólk leikskólinn hefur verið í þessu verkefni, að sækja sér art vottun. ART er SMART J
5. Niðurstöður úr stuttri foreldrakönnun
Stutt foreldrakönnun fór fram í Leikskólanum Leikholti. Leikskólastjóri útbjó sjálfur könnunina, ákvað var að sniðganga Skólapúlsinn. Könnunin fólst m.a. í því að afla upplýsinga um álit foreldra á:
- móttöku barnanna á morgnana og hvernig það er kvatt í enda dags.
- hinu faglega starfi sem fyrirfinnst í leikskólanum.
- verkefninu ART
- Grænfána verkefninu
- Umhverfismennt
- Útivist
- Samstarfi leik- og grunnskólans
- Upplýsingaflæðinu
Almennt eru foreldrar ánægðir með þessi atriði.
6. Niðurstöður úr starfsmannaviðtölum
Elín Anna segir stuttlega frá helstu niðurstöðum úr starfsmannaviðtölum. Heilt yfir þá líður fólki almennt vel í vinnunni.
7. Námsferð Leikholts
Elín Anna segir frá fyrirhugaðri námsferð starfsmanna Leikholts til Brighton í júní n.k. og hvaða námskeið þau hyggjast fara á. Farið verður á 3 námskeið; í bókargerð, núvitund (Mindfulness)og NúmiCon. Einnig verður farið í eina leikskólaheimsókn.
8. Stefna Leikholts
Námskrá leikskólans er í uppfærslu og endurskoðun, upp úr henni (þeirri vinnu) kom hugmynd um að hafa þar (sér) stutta útskýringu um stefnu Leikholts. Elín Anna kynnir skýringarmynd. Leikskólastjóri vill fullmóta stefnu skólans, eitthvað hnitmiðað sem allir skilja.Einkunnarorð leikskólans er gleði, vinsemd og virðing. Þessi atriði hanga við áhersluþætti starfsins í leikskólanum sem er leikur, ART, umhverfismennt, mál og alls kyns læsi.
Útfrá umræðu um skólastefnu sveitarfélagsins sem unnin var fyrir fáeinum árum, samþykkt að fela formanni skólanefndar og sveitarstjóra að rifja upp aðalatriði skólastefnunnar og meta hvar skólastarfið er statt í dag með tilliti til þessa.
9. Bréf vegna leikskólagarðs og tilvonandi ferðamennsku á tjaldsvæðinu sumarið 2016
Leikskólastjóri bendir á, í bréfi sínu til skólanefndar, að útileiksvæði leikskólans sé auglýst víða sem hluti af tjaldsvæði Brautarholts. Vangaveltur eru um hverjir beri ábyrgð á svæðinu í sumarfríi leikskólans og að leikskólinn komi örugglega að svæðinu eins og þegar hann skildi við það þegar skólanum var lokað þann 1. júlí.
Leikskólastjóri spyr hvort eðlilegt sé að leikskólinn beri kostnað af viðhaldi leiktækja í leikskólagarðinum af völdum annarra en leikskólabarna?
Hann spyr einnig um það hver muni bera ábyrgð ef gestir af tjaldsvæði verði fyrir meiðslum í leikskólagarðinum, t.d. vegna skorts/bið á viðhaldi. Er sveitarfélagið tilbúið til að bera þá ábyrgð? Ætti umsjónarmaður tjaldsvæðisins sjálfur að útbúa leiksvæði þar? Skólanefnd hefur samþykkt að fela sveitarstjóra það verkefni að ræða við umsjónarmann tjaldsvæðisins.
Fundi slitið kl. 18:26
Næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 2. júní 2016, í Leikskólanum Leikholti, kl. 16:30