- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Dagskrá:
1. Skóladagatal 2016 - 17.
Skóladagatalið lagt fram og kynnt. Í ár mun Þjórsárskóli taka þátt í tilraunaverkefni varðandi samræmd próf, þ.e. að kanna hvort tækjabúnaður skólans standist kröfur vegna þessa. Til stendur að samþykkja skóladagatalið á næsta fundi því óvissa er ennþá um tímasetningu vetrarfrís. Skóladagatal 2016-2017
2. Erasmus styrkur
Fyrr á skólaárinu var sótt um styrk vegna Erasmus verkefnisins fyrir skólaárið 2016 – 17 fyrir 10 manns, þar sem þema verkefnisins er jafnrétti og lýðræði. Styrkur var aftur á móti einungis veittur fyrir 5 manns. Finna þarf lausn á því hverjir það verða sem fara fyrir hönd skólans. Skólanefnd gleðjumst yfir þessum 5 plássum.
3.Skipulag vetrarins.
Bolette segir frá kennsluskipulagi komandi vetrar. Samkennsla verður í 1. og 2. bekk, 3. og 4. bekk og svo verður 5. – 7. bekkur saman, að hluta til, eins og verið hefur. Kristín Gísladóttir verður með umsjón í yngsta hópnum, ráðinn verður nýr kennari í umsjón miðhópsins og Hafdís Hafsteinsdóttir verður áfram með elsta hópinn.
Skólanum hefur verið boðið að taka þátt í þróunarverkefni innan Árnessþings sem Ingvar Sigurgeirsson mun stýra. Fengist verður við þróunarverkefni sem munu tengjast teymiskennslu, samvinnunámi, upplýsingatækni og leiðsagnarmati. Helstu nágrannaskólar okkar munu einnig taka þátt í þessu verkefni. Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með að Þjórsárskóli muni taka þátt í þessu verkefni.
4. Önnur mál.
a) Þjórsárskóli á Facebook?
Nefndarmaður bar það upp fyrir fulltrúa skólans hvort aldrei hafi komið upp sú hugmynd að koma Þjórsárskóla á fésbókina. Gott og skemmtilegt fordæmi höfum við í nágrannaskólum okkar, á Flúðum, í Brautarholti og í Flóanum. Málið var rætt.
Fundi slitið kl. 16:38
Næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 2. júní 2016, í Leikskólanum Leikholti, kl. 15:30