- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Dagskrá:
1. Skólapúlsinn
Elín Anna, leikskólastjóri, vill óska eftir leyfi, fyrir hönd skólans, til að taka aftur þátt í svokölluðum skólapúlsi. Um starfsmanna- og foreldrakönnun er að ræða. Vegna breyttra aðstæðna í skólanum telur hún að gott væri að gera þessa könnun aftur núna og svo framvegis á 2ja ára fresti. Skólapúlsinn kannar líðan almennt, upplýsingaflæði og annað og hægt er að bera skólann saman við aðra leikskóla. Skólanefndin samþykkir fyrir sitt leyti.
2. Heimasíðumál
Elín Anna tilkynnir nefndinni að stofnaður hefur verið hópur á samskiptamiðlinum Facebook. Þar eru myndir settar inn frá starfi skólans ásamt ýmsum tilkynningum sem tengjast skólastarfinu. Með þessu berast upplýsingar örugglega til forráðamanna barnanna. Þeir sem vilja afla sér upplýsinga um skólamál sveitarfélagsins geta nálgast þær inná heimasíðu sveitarfélagsins. Mikil ánægja hefur verið meðal foreldra og starfsfólks með þessa breytingu. Elín Anna er umsjónarmaður síðunnar og fer ekkert þar inn nema með hennar samþykki. Skólanefnd er ánægð með framtakið en vill að fram komi að halda verði vel utan um upplýsingarnar um leikskólann á heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
3. Önnur mál löglega borin fram
a) Art er smart: Elín Anna kynnir fyrir nefndinni verkefnið Art. Nýir hópar eru að hefja þjálfun, 6 starfsmenn hafa farið á námskeið. Art snýst um að kenna nemendum félagsfærni, reiðistjórnum og siðfræði. Markmiðið er að skólinn verði vottaður sem Art-skóli vorið 2016.
b) Umræða kom upp um kurlið á sparkvellinum við Þjórsárskóla vegna frétta um skaðsemi dekkjakurls á sparkvöllum. Skólanefnd hvetur sveitarstjórn til að kanna málið.
c) Umhverfisdagur. Leikskólinn mun taka þátt í svokölluðum Umhverfisdegi, sem verður haldinn í Árnesi laugardaginn 9. apríl, með því að senda myndband og veggspjöld á staðinn. Leikskólastjóri hvetur börn og foreldra til að mæta og skoða og taka þátt.
Fundi slitið kl. 17:30
Næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 28, apríl 2016, í Þjórsárskóla, kl. 16:30