Skólanefnd

18. fundur 25. janúar 2022 kl. 16:30
Starfsmenn
  • Anna Maria Flygenring Einar Bjarnason

Anna María Flygenring og Sylvía Karen Heimisdóttir sátu fundinn í gegnum Teams fjarfundarbúnað. Aðrir fundarmenn voru staðsettir í fundarherbergi í Árnesi

1. Útfærsla á aðgerðaráætlun vegna stöðugilda

Leikskólastjóri lagði fram tillögu kynnti útfærslu að aðgerðaráætlun í tengslum við fáliðunaráætlun fyrir leikskólann Leikholt. Aðgerðaráætlunin er ætluð til að setja fáliðunaráætlunina í mælanlegra form í stað huglægs mats og gerir þannig stöðuna á fjarveru og utanumhald á stöðugildum í starfi Leikskólans hverju sinni sýnilegri og mælanlegri. Leikskólastjóri sýndi skýra samantekt síðustu þriggja mánaða út frá þessari aðgerðaráætlun. Þetta sýnir starfsfólkið skýra mynd á stöðunni innanhús hverju sinni og opnar á möguleika og tækifæri til að hliðra til á milli deilda.

Lagt fram til kynningar.

 

2. Breyting á reglum um gjaldskrá

Leikskólastjóri lagði fram gjaldskrárreglur og benti á nauðsyn þess að endurskoða þær með tilliti til þess að gjaldskrá leikskólans hefur breyst frá síðustu endurskoðun á reglunum.

Leikskólastjóra og sveitarstjóra falið að uppfæra gjaldskrárreglur og leggja fyrir sveitarstjórn.  

 

3. Sumarlokun 2022, tillaga

Í síðustu kjarasamningum fengu allir starfsmenn 30 daga sumarorlofsdaga á hverju ári. Út frá því lagði leikskólastjóri fram tillögu um sumarlokun sumarið 2022 verði í allt að 28 daga í stað 25 daga. Miklar umræður sköpuðust við þennan lið og komu m.a. ábendingar um það að skóladagatalið fyrir þetta skólaár hefði verið samþykkt á síðasta ári. Ábendingar komu frá fulltrúa foreldra um að orlof á almennum markaði er 24 dagar og að leikskólanum sé ætlað að þjónusta m.a. fólk á vinnumarkaði. Leikskólastjóri bendir á að það sé nú ekki algilt, þar sem 24 dagar eru lágmarksorlofsdagar í lögum. Ef ekki er hægt að fjölga lokunardögum lagði leikskólastjóri til að ráðinn verði inn starfsmaður til að leysa af þá orlofsdaga sem starfsfólk á eftir. Einnig kom tillaga um að reyna að nýta t.d. unglinga eða starfskrafta vinnuskólans til að koma inn í starfið vikuna fyrir sumarlokun og vikuna eftir sumarlokun leikskólans til að leysa af sumarfrísdaga starfsmanna. Leikskólastjóri tekur vel í þá hugmynd sérstaklega fyrir sumarlokun en eftir sumarlokun er nauðsynlegt að starfsmenn mæti til að skipuleggja deildir og starf fyrir næsta skólavetur, til þess að börnin fái öryggi og stöðugleika þegar þau mæta eftir sumarfrí.

Skólanefnd leggur til að lokun leikskóla verði áfram 25 dagar og að reynt verði að finna aðrar leiðir til leysa af þá sumarorlofsdaga starfsmanna sem eftir eru. Einar Bjarnason sat hjá. Leikskólastjóra er falið að móta reglur um nýtingu orlofsdaga utan hefðbundins sumarfrísdaga. Skólanefnd vísar þessu til sveitarstjórnar til að taka afstöðu um fyrirkomulag lokunarinnar og/eða hvernig leysa á með eftirstöðvar sumarorlofdaga starfsmanna. Foreldrafélagið Leiksteinn í Leikholti mun senda sér ályktun til sveitarstjórnar.

 

4. Undirbúningstími fyrir leiðbeinendur, Innleiðing

Leikskólastjóri lagði fram beiðni um að innleiddir verði aftur undirbúningstímar fyrir ófagmenntaða starfsmenn sem sinna hópastarfi með leikskólakennurum. Um er að ræða 8 klst. á viku m.v. allra þá ófagmenntaða starfsmenn sem eru með hópastarf eða ákveðin verkefni í hjá Leikholti í dag, auk deildarfunda. Gerir það 20% stöðugildi í afleysingar. Vilborg tók til máls og sagði það sorglegt að undirbúningstímar ófaglærðra hefðu verið teknir af, þetta hefði verið styrkur í leikskólastarfi sveitarfélagsins, það styrki starfsmenn í starfi sem og eykur metnað og starfsánægju hjá starfsfólki.

Skólanefnd vísar þessu til sveitarstjórnar til ákvarðanatöku.

 

5. Aukin þörf á hækkun stöðugildi um forfallaafleysingu

Leikskólastjóri óskaði eftir hækkun á stöðugildi v. forfallaafleysingar úr 50% í 100%. Með aðgerðaráætlun sbr. lið 1 hér að ofan er hægt að sýna fram á hvernig síðustu mánuðir litu út hvað varðar þörf á stöðugildum.

Skoða þarf hvernig forfallaafleysingu í öðrum sveitarfélögum er háttað til samanburðar. Ekki er gott að vera að keyra veikindaafleysingu á yfirvinnu. Setja þarf upp sviðsmyndir varðandi kostnað. Sveitarstjóri og leikskólastjóri vinna að útreikningum og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

6. Starfsáætlun

Leikskólastjóri kynnti og lagði fram starfsáætlun Leikholts skólaárið 2021-2022 til samþykktar.

Skólanefnd samþykkir starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2021-2022.

 

7. Endurmat haustönn 2021, umbótaáætlun vorönn 2022

Leikskólastjóri kynnti endurmat á haustönn 2021 og umbótaáætlun fyrir vorönn 2022.

 

8. My Kid app, kynning

Leikskólastjóri kynnti My Kid app sem hægt er að nota í starfi leikskólans. Hægt er að nota þetta forrit sem samskiptaforrit milli foreldra og leikskóla, sem myndasíða, sem skipulagsforrit og fréttaforrit sem dæmi. Kostnaður við þetta forrit er ca 175.000 á ári, m.v. fjölda þeirra barna sem eru í leikskólanum í dag.

Vilborg tók til máls og sagðist vera á faglegum forsendum á móti birtingu mynda af börnum á netinu með slíkum forritum, þar á meðal á facebook. Slík netforrit auki einnig við verkefnalista starfsmanna. Helga Úlfarsdóttir og Anna María tóku undir með Vilborgu.

Matthildur sagði foreldra almennt vilja fá að sjá myndir af börnunum sínum í leik og starfi. Mikilvægt er þó að slíkt app auki ekki við vinnu starfsmanna.

 

9. Breyting á eyðublöðum

Ljóst er að með breytingu á gjaldskrá leikskólans og öðrum breytingum þarf að breyta samningum og eyðublöðum við Leikholt. Um er að ræða eftirfarandi blöð.

a.    Umsókn um leikskólavist
b.    Dvalarsamningur
c.    Upplýst samþykki foreldra/forráðamanna
d.    Samþykki vegna ljósmynda og myndbandsupptaka
e.    Upplýst samþykki foreldra fyrir myndbirtingu og öðrum upplýsingum á lokaðri  Facebook síðu Leikholt
f.     Öryggisblað grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda

 

Skólanefnd samþykkir tillögur leikskólastjóra að breytingum á ofangreindum eyðublöðum og munu leikskólastjóri og sveitarstjóri vinna þær tillögur saman.

 

10. Framtíð Leikholts hugleiðingar stjórnenda

Lagðar voru fram hugleiðingar stjórnenda Leikholts til sveitarstjórnar varðandi framtíð leikskólans. Fjölgun hefur orðið á fjölda barna í Leikholti síðustu ár og mun sú fjölgun mjög líklega halda áfram næstu árin. Huga þarf því að því hvernig húsnæðið mun nýtast sem best í framtíðarstarfi Leikskólans, m.a. með tilliti til salernisaðstöðu og hljóðvist.  Auk þess voru hugleiðingar varðandi kaffiaðstöðu starfsfólks í uppgerðu félagsrými.

Frá sveitarstjóra: Það hefur ekki staðið á því að starfsfólk leikskólans muni hafa aðstöðu í félagsrýminu þegar það er tilbúið eftir framkvæmdir.

Vilborg tók til máls og sagði þetta pólitískt mál. Hún vill að sveitarstjórn marki framtíðarsýn leikskólans, hvert er skilgreint rými leikskólans, hvað er áætlað að leikskólinn geti tekið við mörgum börnum m.v. skilgreint rými leikskólans í dag. Það er tilhlökkunarefni að sjá að gert er ráð fyrir að börnum muni fjölga til framtíðar. Hins vegar þarf að skoða hvort þörf sé á að hafa þriggja deilda leikskóla og hvort þörf sá á að færa yngstu deild yfir í stærsta rýmið sem er við hlið salernanna. Matthildur tekur undir með Vilborgu.

Leikskólastjóri tók það fram að færa yngstu börnin í stærsta rýmið breyti ekki vandamálinu með salerni, það færir bara vandamálið yfir á eldri börnin.

Helga Úlfarsdóttur leggur til að stofnuð verði nefnd um framtíð leikskólans og leikskólahúsnæðið.  Leikskólastjóri tók það fram að hún hefur nú tvisvar í skólanefnd óskað eftir að stofnuð verði nefnd sem skoði framtíð leikskólans og starfsumhverfi þess.

Skólanefnd vísar þessum hugleiðingum áfram til sveitarstjórnar.

 

11. Ályktun frá foreldrafélagi Leikholts

Eftirfarandi ályktun barst frá foreldrafélaginu Leiksteini í Leikholti varðandi skóladagatal grunn- og leikskóla sveitarfélagsins:

Stjórn foreldrafélagsins Leiksteins í Leikholti fundaði í kvöld [22. nóv] og vilja senda frá sér eftirfarandi ályktun.

"Á næsta vori þegar vinna við skóladagatal grunn- og leikskóla sveitarfélagsins hefst skorum við á aðila að samræma starfsdagana með það að markmiði að foreldrar þurfi síður að taka sér frí frá vinnu fleiri daga en nauðsynlegt er."

Með von um jákvæð viðbrögð við þessu. Svona fyrirkomulag er nýtt á milli Flúðaskóla og Þjórsárskóla ásamt því að skólar margra sveitarfélaga samræma starfsdagana.

Elín Anna bókar að leikskólinn hefur alltaf fylgt starfsdagatali skólans en í fyrra hafi foreldrafélagið óskað eftir því að dagar yrðu nær helgum. Elín Anna tók það fram að samþykkja dagatölin á sama fundi væri besta ráðið til að samræma sem mest.

Skólanefnd tekur jákvætt í ályktun foreldrafélagsins og finnst vert að skoða með stjórnendum skóla- og leikskóla sveitarfélagsins að skóladagatölin séu sem næst því að vera samræmd og þau samþykkt saman.

Fundi slitið kl. 19:15. Næsti fundur ákveðinn síð