Skólanefnd

19. fundur 23. febrúar 2016 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Skólanefnd 19. fundur grunnskólamála Stað-
  • tímasetning: Brautarholt
  • þriðjudaginn 23. febrúar 2016
  • kl. 15:30 Mættir voru: Nefndarmenn Starfsmenn Anna María Flygenring Skafti Bjarnason
  • oddviti Ingvar Hjálmarsson Bolette Høeg Koch
  • fulltrúi skólastjóra Anna Þórný Sigfúsdóttir Kjartan H. Ágústsson
  • fulltrúi kennara Ásmundur Lárusson Unnur Lísa Schram
  • fulltrúi foreldra

Dagskrá: 1. Skóladagatal 2016 - 17 Bolette óskar eftir leyfi til að breyta skóladagatalinu vegna fyrirhugaðs námskeiðs í Strassburg vegna Erasmus verkefnis. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði áfram að þessum undirbúningi. 2. Umhverfisdagur Bolette sagði frá svokölluðum umhverfisdegi sem haldinn verður í Árnesi þann 9. apríl. Nemendur skólans eru að vinna að ýmsum verkefnum þessu tengt. Ýmsir fyrirlestrar verða í boði og ýmis verkefni sýnd. Sveitarfélagið stendur að þessu verkefni. 3. Erasmus styrkur Bolette sagði frá því að sótt hefur verið um styrk til Erasmus verkefnisins fyrir skólaárið 2016 - 17. Þema verkefnisins verður jafnrétti og lýðræði. 4. Önnur mál löglega borin fram. a) Bolette kynnti fyrir nefndinni nýtt fyrirkomulag á samræmdum prófum á komandi skólaári. Prófin munu verða rafræn og mun þá 4. og 7. bekkur taka prófið á sitthvorum tíma. b) Kjartan sagði nefndinni frá Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Flóaskóla þann 3. mars. Tveir keppendur keppa fyrir hönd Þjórsárskóla og 1 varamaður. Nemendur munu lesa upp 2 ljóð og brot úr skáldsögu. Fundi slitið kl. 16:10 Næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 28. apríl 2016, í Þjórsárskóla, kl. 15:30