Skólanefnd

18. fundur 24. nóvember 2015 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Nefndarmenn
  • Starfsmenn
  • Meike Witt
  • formaður
  • Kristófer Tómasson
  • fulltrúi sveitarstjóra
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • fulltrúi leikskólastjóra
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • fulltrúi starfsfólks
  • Anna Flygenring
  • varamaður
  • Elín Moquist
  • fulltrúi foreldra
  • Georg Kjartansson
  • varamaður
  •  
  •  

Dagskrá:

Leikskólamál

1.      Fjárhagsáætlun/fjárhagsmál

Kristófer lagði fram og fór yfir fjárhagsáætlun komandi árs Fræðslu- og uppeldismála, leikskólahlutann.  Rætt var um ýmislegt sem tengist áætluninni. Skólanefndin gerir engar athugasemdir við fjárhagsáætlunina.

2.      Önnur mál löglega borin fram

a)      Leikskólastjóri sýnir hugmynd að ítarlegri fjárhagsáætlun fyrir leikskólahlutann, þannig að hver mánuður verði skilmerkilegri.

b)      Leikskólastjóri ræddi um heimasíðu leikskólans. Áhugi er fyrir breyttu fyrirkomulagi á henni og nota í staðinn samskiptavefinn Facebook. Nú þegar hefur verið opnaður lokaður hópur fyrir foreldra á fésbókinni þar sem þeir geta m.a. skoðað myndir.

c)      Leikskólastjóri opnaði  umræðu um túlkaþjónustu leikskólans. Um helmingur nemenda eru tvítyngd, tvö þeirra þurfa á túlkaþjónustu að halda.

Fundi slitið kl. 17:30

Næsti fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn 9. febrúar 2016, í Brautarholti, kl. 16:30