Skólanefnd

16. fundur 01. október 2015 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Nefndarmenn:  Meike Witt
  • formaður
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Georg Kjartansson í stað  Bjarni Mássonar
  • Ásmundur Lárusson boðaði forföllmeð stuttum fyrirvara
  • Starfsmenn:    Kristófer Tómasson
  • fulltrúi sveitarstjóra
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • fulltrúi leikskólastjóra
  • Sigríður Björk Marínósdóttir
  • fulltrúi foreldra
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • fulltrúi starfsfólks

Skólanefndarfundur - Leikskólamál

Númer fundar: 16                   

Tími fundar: 16:30

Staðsetning og dagsetning fundar: Leikskólinn Leikholt, mánudagur 28. september 2015

Formaður setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera.

1. Ársskýrsla Leikskólans Leikholts fyrir skólaárið 2014 - 15.

            Ársskýrslan lögð fram og kynnt af leikskólastjóra. Ársskýrslan samþykkt af skólanefnd.

2. Starfsáætlun Leikskólans Leikholts fyrir skólaárið 2015 - 2016.

Starfsáætlunin lögð fram og kynnt. Skýrsla þessi hefur að geyma starfsáætlun leikskólans Leikholts skólaári 2015-2016 og er hugsuð sem skýr leiðarvísir á því starfi sem fer fram í leikskólanum. Fagleg og vel unnin starfsáætlun samþykkt af skólanefnd.

3. Símenntunaráætlun Leikskólans Leikholts fyrir skólaárið 2015 - 2016

Áætlunin lögð fram og kynnt af leikskólastjóra. Áherslur þetta árið eru áframhaldandi vinna með verkefnin Skóli á grænni grein – Grænfáni, Að skrifa til læsis, Numicon stærðfræðikubbar,

einingakubbar, samstarf við Þjórsárskóla, almenn málörvun og TMT ásamt því sem lögð verður áhersla á að innleiða ART inn í starf leikskólans. Áætlunin samþykkt af hálfu nefndarinnar sem lýsir yfir ánægju með flotta áætlun.

4. Undanþágubeiðni fyrir barn yngra en 12 mánaða

Borist hefur umsókn um undanþágu um skólavistun barns yngri en eins árs. Skólanefnd hafnar undanþágunni. Leikskólastjóri bendir á innritunarreglur Leikskólans Leikholts. Umsóknin uppfyllir ekki skilyrði fyrir forgang í leikskóla. Einnig er ekki nægur starfsmannafjöldi í skólanum.

5. Samþykki af uppfærðum skjölum

a.            Dvalarsamningur

b.            Endurgreiðsla fæðis vegna veikinda

c.            Niðurfelling fæðis vegna leyfis

d.            Niðurfelling á umframvistunargjaldi

e.            Gjaldskrárreglur

Skjölin lögð fram og kynnt af leikskólastjóra. Skólanefnd samþykkir uppfærð skjöl.

6. Önnur mál

Leikskólastjóri segir frá stöðu starfsmannamála og þörf á fjölgun starfsmanna. Leitað var álits Hrafnhildar Karlsdóttur hjá Skólaþjónustu Árnesþings. Tók hún undir afstöðu leikskólastjóra. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að óskað verði eftir starfsmanni í 100% stöðu við leikskólann.

Fundi slitið kl. 17:50

Næsti fundur fyrirhugaður þann 24. nóvember í Árnesi kl. 16:30.