Skólanefnd

15. fundur 28. september 2015 kl. 15:30
Nefndarmenn
  • Nefndarmenn:
  • Meike Witt
  • formaður
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna Þórný Sigfúsdóttir
  • Georg Kjartansson í stað Bjarna Mássonar
  •  Ásmundur Lárusson boðaði forföll með stuttum fyrirvara
  • Starfsmenn:
  • Kristófer Tómasson
  • fulltrúi sveitarstjóra
  • Bolette Høeg
  • fulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Kjartan Ágústsson
  • fulltrúi grunnskólakennara
  • Ólafur Hafliðason
  • fulltrúi foreldra
  •  Formaður setti fund
  • spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera

Númer fundar: 15  -   Grunnskólamál.

Staðsetning og dagsetning fundar: Leikskólinn Leikholt, mánudagur, 28. september 2015

Tími fundar: 15:30

1. Starfsáætlun Þjórsárskóla 2015 - 16.

Lögð fram og kynnt. Bólette fór yfir helstu breytingar frá í fyrra. Helsta breyting felst í viðurlögum við brotum á skólareglum, þar sem mál nemanda getur verið sent til nemendaverndarráðs ef ásættanleg breyting á hegðun á sér ekki stað. Áætlunin samþykkt af skólanefnd. Ákveðið var að skólinn geri könnun til foreldra, samanber áætlun um innra mat.

2. Almennur hluti 2015 - 2016

Lögð fram og kynnt. Lítil breyting hefur orðið á almenna hlutanum en breyting hefur þó orðið á þróunarstarfi skólans þar sem skák er komin inn sem þróunarverkefni. Skólanefndin samþykkir almenna hlutann.

3. Bókun í skólavistun.

Bókun frá sveitarstjórnarfundi frá 2. september varðandi skólavistun lögð fram og kynnt.

4. Önnur mál

Bólette kynnti bækling frá Skólaþjónustu Árnesþings. Um er að ræða könnun á framgöngu sameiginlegra markmiða skóla- og skólaþjónustu 2014 – 2017

Kristófer sagði frá því að skólabílstjórar hafa lýst yfir óánægju með ástand vega í sveitarfélaginu.

Petrína í Laxárdal er ráðin sem umsjónarmaður tómstundarstarfs sveitarfélagsins. Almenn ánægja er með hennar störf.

Bólette segir frá því að barn bætist í hópinn í Þjórsárskóla frá 1. október. Þar með eru 43 börn í skólanum.

Fundi slitið kl 16:30.

Næsti fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn 24. nóvember kl 15:30 í  Árnesi.