- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
08. skólanefndarfundur.
Grunnskólamál
Þriðjudaginn 24. mars 2015
Mættir voru: Anna Þórný Sigfúsdóttir, Ásmundur Lárusson,Bjarni Másson, Bolette Höeg Koch, Ingvar Hjálmarsson, Kjartan Ágústsson,Kristófer Tómasson, Meike Witt, Unnur Lísa Schram
Skólaakstur-útboð
Gögnin lögð fram og kynnt, þónokkrar umræður fóru fram. Ákveðið er að taka málið til umræðu öðru sinni á næsta fundi.
Skóladagatal – Bolette kynnir drög að skóladagatali. Skólanefnd samþykkir undirbúning fyrir næsta skólaár með tilliti til tveggja tvöfalda daga.
Boðun varamanna
Meike kynnti málið. Nefndarmenn samþykkja að þeir skuli tilkynna forföll til Kristjönu ritara. Hún mun svo í framhaldinu boða varamann á fund og senda tilheyrandi gögn.
Önnur mál
Bréf frá Ungmennafélagi Gnúpverja.
Meike les upp bréfið sem er um tómstundastarf í Þjórsárskóla. Umræður áttu sér stað. Skólanefnd telur að það þurfi að finna einstakling sem hefur yfirumsjón með þessu samstarfsverkefni. Formanni skólanefndar er falið að leggja drög að skipulagningu verkefnisins fyrir næsta skólaár í samvinnu við Kristófer, Bolette og ungmennafélögin í sveitarfélaginu.
Næsti fundur áætlaður þann 21. apríl