- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
07. Fundur í Skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Leikskólamál. 9 febrúar 2015. Í Leikskólanum Leikholti.
Mætt til fundar. Meike Witt, Ásmundur Lárusson, Bjarni Másson, Ingvar Hjálmarsson, Sigríður Björk Marinósdóttir , Helga Guðlaugsdóttir, Sigríður Birna Birgisdóttir leikskólastjór og Kristófer Tómasson
Formaður skólanefndar setti fund kl 17:00 og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.
Starfsreglur og dvalarsamningur leikskólans kynnt og lagt fram til samþykktar.
Sigríður Birna Leikskólastjóri greindi frá helstu atriðum í
Starfsreglum og dvalarsamningum leikskólabarna. Helstu atriði eru.
Innritunarreglur , Gjaldskrárreglur ,Vistunartími, Skólaárið 2014-2015,
Samstarf leikskóla og foreldra vegna veikinda og slysa, Viðmið vegna undirmönnunar, öryggisblað grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda, Upplýst samþykki foreldra/forráðamanna, Miðlun upplýsinga milli leikskóla og milli leik- og grunnskóla auk dvalarsamnings
Formaður hrósaði vel unnu verki við yfirferð og uppfærslu starfsreglna og dvalarsamnings.
Dvalarsamningur og starfsreglur lagt fram til samþykktar. Samningur og starfsreglur samþykkt samhljóða.
Að öðru leyti er vísað til starfsreglna leikskólans og dvalarsamninga hans.
Opnunartímar fyrir næsta skólaár 2015-2016. Formaður spurðist fyrir um hvort óskað hefði verið eftir breytingum á opnunartíma. Fram kom að til hafi staðið að stytta opnunartíma til kl 16:00, en þörf reyndist ver á að áfram yrði opið il kl 16:30.
Nokkur umræða varð málið. Sigríður Birna fór yfir opnunartíma skólaársins. Hún sagði æskilegt að breytingar á opnunartíma hafi fyrirvara. Skólanefnd leggur áherslu á að foreldrar greini með góðum fyrirvara frá áætluðum breytingum á vistunartíma utan kjarna vistunartíma.
Drög að leikskóladagatali 2015-2016 lögð fram og kynnt.
Helstu frídagar á næsta skólaári, utan réttarfrís annara hefðbundinna leyfa er fyrirhuguð Námsferð starfsfólks til Brighton hún er fyrirhuguð vorið 2016.
4. Uppsögn leikskólastjóra. Sigríður Birna Birgisdóttir hefur sagt upp störfum frá og með mánaðamótum janúar- febrúar sl. Hún tók til máls og lagði hún áherslu á að henni hefði líkað mjög vel að starfa sem leikskólastjóri. Ástæður fyrir uppsögn hennar væru persónulegar. Sveitarstjóri sagði að framundan væri að auglýsa eftir leikskólastjóra.
5. Einingarkubbar – Leikskólastjóri kynnti einingakubba. Kubbarnir reyna mjög á þorskaþætti nemenda. Miklir möguleikar felast í kubbunum til efla stærðfræðikunnáttu og orðaforða nemenda. Kubbarnir eru úr sjálfbæru efni.
6. Önnur mál. Sveitarstjóri ræddi um starfsmannamál.
Formaður skólanefndar minnti á kynningarfund um Skóla- og velferðarþjónustu 23 febrúar nk. Auk þess sagði hún frá viðburðardeginum ,,Gaman saman“ sem haldinn verður 14 febrúar næstkomandi.
Til Kynningar
A. N4 þáttur „Að Sunnan“ – Heimsókn í Leikholt.
B. Námskeið og fræðslufundir vor 2015
Næsti fundur ákveðin 16. mars n.k. kl 16:30.
Fundi slitið kl 18:00