06. Fundur í Skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Grunnskólamál.
9. febrúar 2015. Í Leikskólanum Leikholti.
Mætt til fundar. Meike Witt, Ásmundur Lárusson, Bjarni Másson, Ingvar Hjálmarsson, Ólafur Hafliðason, Kjartan Ágústsson, Bolette Koch og Kristófer Tómasson
Formaður skólanefndar setti fund kl 15:40 og spurðist fyrir um hvort athugsemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.
-
Ytramat, fylgigögn: Mat á umbótaáætlun Lagt fyrir og kynnt.
Bolette Koch skólastjóri fór yfir helstu atriði Ytra mats. Skýrsla um matið var gefin út í Desember 2014. Var hún unnin úr ytra mati sem framkvæmt var af Námsmatsstofnun haustið 2013. Helstu atriði sem til mats komu eru :Stjórnun, nám og kennsla,innra mat og samkennsla árganga.Undir hverjum lið var fjallað um helstu tækifæri til umbóta.
Innan stjórnunar var horft til faglegrar forystu, stefnumótunar og skipulags og samskipta heimila og skólans. Innan náms og kennslu var fjallað um nám og námsaðstæður og þátttöku og ábyrgð nemenda, ásamt námsaðlögun. Undir innra mati var fjallað um framkvæmd þess og umbótastarf í kjölfar innra matsins. Vísast að öðru leyti til matsins.
2. Akstur - án fylgigagna. Formaður sagði frá að til stæði að bjóða út skólaakstur á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjóri sagði frá því að útboðsgögn yrðu tilbúin á næstu vikum og niðurstaða útboðs myndi væntanlega liggja fyrir í apríl. Að hans sögn ber sveitarfélaginu skylda til að bjóða aksturinn út.
Skólastjóri sagði frá áhyggjum skólabílstjóra vegna óska foreldar um að biðja um að þungir og fyrirferðamiklir hlutir séu fluttir í skólabílum. Hún sagði æskilegt að gera sem minnst af því. Skólanefnd tekur undir með skólastjóra og mælist til þess að ekki verði aðrir hlutir fluttir með skólabílum en skólataska nemenda nema í undantekningartilfellum, megi þá helst nefna hljóðfæri.
Samþykkt að senda út orðsendingu þess efnis til foreldra skólabarna.
3. Skóladagatal 2015-2016 og „sunnlenskur skóladagur.“ Bolette sagði frá að samstaða væri innan Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um að samræma vetrarfrí í skólum á svæðinu. Horft er til að um eitt tveggja daga frí á vetri verði að ræða. Bolette sagði að 27 apríl 2016 standi til að haldinn verði,,Sunnlenskur skóladagur“ Þar er um að ræða samræmdan starfsdag allra grunn- leik og framhaldsskóla í Árnessýslu
Skólanefnd lýsir ánægju með að áform um ,, Sunnlenska skóladag, ennfremur lýsir nefndin ánægju með að til standi að samræma vetrarfrídaga á svæðinu.
4. Landnemar nútímans 7. febrúar 2015 - Formaður sagði frá fundi sem haldinn var í Þjórsárskóla 7 febrúar sl. með íbúum af erlendum uppruna með búsetu í hreppnum. Fundinn sóttu um 30 manns af mörgum þjóðernum. Þar mættu auk þess forystumenn sveitarfélagsins og sögðu frá þeirri þjónustu sem hreppurinn bíður erlendum íbúum sem innlendum. Tæp 11 % íbúa hreppsins eru af erlendum uppruna. Á ofangreindum fundi kom fram áhugi á íslenskukennslu.
5. Gaman Saman 14. febrúar 2015. Meike formaður sagði frá fyrirhuguðum viðburðardegi. Sem fengið hefur nafnið Gaman saman. Menningar- og æskulýðsnefnd stendur fyrir þessum viðburði. Um er að ræða fjölskyldudag . Þar verður kynning á starfsemi félaga í sveitarfélaginu, auk þess verður fyrirlestu r sálfræðings og bíó.
6. Önnur mál löglega framborin.
Bolette sagði frá athugasemdum frá Heilbrigðiseftirliti. Kjartan hrósaði góðri frammistöðu skólastjóra við að bregðast við slíkum athugsemdum. Skólanefnd tekur undir það.
Formaður sagði frá því að mánudaginn 23 febrúar kl 15:00 verður kynning á Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings í Árnesi.
Formaður og skólastjóri sögðu frá fyrirhuguðu skíðaferðalagi 12 febrúar nk. að þessu sinni verður verður ferðin í einn dag. Öllum nemendum stendur til boða að fara. Er það gert til að koma á móts við óskir foreldra sem fram komu í viðtölum við þá.
Næsti fundur ákveðinn 16. mars kl 15:30
Fundi slitið kl 16:50