Skólanefnd

3. fundur 20. október 2014 kl. 15:30

Skólanefndarfundur nr. 03

Grunnskólamál

Mánudagurinn 20. nóvember 2014  Kl. 15:30 í Þjórsárskóla

Mættir eru: Meike Witt, Bjarni Másson, Anna Þórný Sigfúsdóttir, Ásmundur Lárusson, Kjartan H. Ágústsson fulltrúi starfsfólks, Unnur Lísa Schram fulltrúi foreldra, Bolette Höeg Koch, skólastjóri og Kristófer Tómasson, sveitarstjóri.

Ingvar Hjálmarsson tilkynnti forföll með mjög stuttum fyrirvara.

        

1. Skólanámskrá Þjórsárskóla – almennur hluti.

Bolette leggur skólanámskrána fram. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti námskrána, almenna hlutann. 

 

2. Starfsáætlun Þjórsárskóla 2014-2015

Bolette leggur starfsáætlun skólans fram. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti starfsáætlunina.

 

3. Kynning á fyrirhuguðum fjölskyldudegi eða „ Gaman saman“ dag í febrúar nk.

Meike Witt kynnti hugmyndina sem kom upp á fundi foreldrafélagi Þjórsárskóla; Laugardagsdagskrá, fyrirlestrar fyrir foreldra og listasmiðjur fyrir börnin, tónlistaratriði. Hugmynd kom upp að bjóða Flúðaskóla til að vera með. Hugmynd kom einnig upp að þeir sem koma að æskulýðsmálum gætu komið með kynningu á sinni starfsemi. Ábending kom upp um að það þyrfti að búa til viðburðadagatal hér í sveit. Menningar- og æskulýðsnefnd þyrfti að koma að skipulagningu viðburðarins. Sameiginlegt kaffi í lokin og jafnvel fjöldasöngur. Hugmyndir um áhugaverða fyrirlestra má senda á Menningar- og æskulýðsnefnd.

 

4. Önnur mál – löglega fram borin

  • Óskað er eftir að haldið sé sérstaklega upp á þann dag ef/þegar skólinn fær grænfánann afhendan í 6. sinn. Skólinn verður tekinn út þann 31. október.

Fundi slitið kl. 16:44