- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Vísað er í fundargerð frá 22. sept síðastliðin þar sem skólanefnd leggur upp með að alla jafna verði fundað um grunnskóla- og leikskólamál samhliða, nema málefni gefi tilefni til annars. Fyrirkomulagið verður óbreytt.
Starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fyrir og samþykkt.
Þann 31.10´22 bárust tvenn skjöl frá Persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem farið var yfir myndbirtingar í skólastarfi og birtingu þeirra á samfélagsmiðlum.
Af gefnu tilefni er því lögð áhersla á að engar persónugreinanlegar myndir eða myndskeið séu birtar á samfélagsmiðlum. Skólastjórnendur bera ábyrgð þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga. Formanni skólanefndar falið að gefa út leiðbeinandi reglur um birtingu ljósmynda að höfðu samráði við skólastjórnendur og foreldrafélög.
Sendar voru fyrirspurnir á skólastjóra beggja skólanna til að fá upplýsingar um stöðu öryggismála í skólunum. Tilgangurinn með því var að fá góða yfirsýn fyrir skólanefnd á stöðu þeirra í skólunum. Almennt séð eru þau í góðum málum. Sveitarstjóra falið að taka saman yfirlit yfir allar viðbragðsáætlanir og yfirfara hvort þær séu í lagi.
Lagfærð fundargerð frá 22.09´22 lögð fram. - (ekki var um efnislega breytingu að ræða)
Formaður skólanefndar minnir á næsta fund sem verður 12.janúar 2023 í Árnesi kl. 17:00.