Skólanefnd

7. fundur 25. september 2023 kl. 16:15 - 18:05 Árnes
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Sigríður Björk Marinósdóttir
  • Anna María Flygenring
  • Áheyrnarfulltrúar:
  • Bolette Höeg Koch - skólastjóri Þjórsárskóla
  • Anna Gréta Ólafsdóttir - leikskólastjóri
  • Ingibjörg M. Guðmundsóttir f.h. kennara Þjórsárskóla
  • Helga Guðlaugsdóttir f.h. leikskólakennara
  • Halla Rún Erlingsdóttir f.h. starfsfólks Leikholts
  • Matthildur M. Guðmundsdóttir - f.h. foreldrafélagsins Leiksteins
Fundargerð ritaði: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson

Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 16:18 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki. Hún bauð Sigríði Björk Marínósdóttur velkomna til starfa í skólanefnd.

Dagskrá:

Sameiginleg málefni

  1. Drög að starfsáætlun skólanefndar 2023-2024. 

    Formaður lagði fram drög að starfsáætlun skólanefndar fram á vorið 2024. Umræður urðu um áætlunina og hún lagfærð eftir ábendingar. Gert er ráð fyrir að starfsáætlun skólanefndar fyrir skólaárið 2024-25 verði tilbúin vorið 2024. Til máls tóku: Vilborg, Ingibjörg María, Bolette, Anna Gréta og Matthildur María.

    Starfsáætlun skólanefndar samþykkt í samræmi við athugasemdir sem komu fram.

  2. Fundartímar skólanefndar 2023-2024. 

    Formaður lagði fram tillögu að fundartímum skólanefndar fram á vorið 2024. Þrír fundir á haustönn og 4 fundir á vorönn.

    25.09.23

    23.10.23

    27.11.23

    22.01.24

    26.02.24

    8.04.24

    13.05.24

  3. Reglur um myndbirtingar úr skólastarfi til samþykktar. 

    Formaður lagði fram reglur um myndbirtingar úr skólastarfi á vefsíðum og samfélagsmiðlum. Umræður fóru fram á skólanefndarfundum síðasta vetur, reglurnar eru nú til samþykktar.

    Reglurnar voru samþykktar af skólanefnd og er þeim vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

    Skólanefnd bendir á að fjarlægja þarf og eyðileggja allar gamlar facebook síður sem geyma myndefni úr skólastarfi skólanna sem stofnaðar hafa verið af starfsmönnum eða skólastjórnendum. Skólastjórar bera ábyrgð á að það verði framkvæmt.

  4. Drög að reglum um vísinda- og endurmenntunarsjóð fyrir skólasamfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

    Formaður lagði fram drög að reglum um vísinda- og endurmenntunarsjóð fyrir skólasamfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skólanefnd var ánægð með þessi drög. Umræður urðu um reglurnar. Lagt var til að sjóðurinn verði kallaður Þróunarsjóður skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að leggja til kr. 2.000.000,- sem framlag til þróunarsjóðs og verði sett inn í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Til máls tóku: Vilborg, Ingibjörg, Matthildur, Anna Gréta, Bjarni og Ingvar.

    Skólanefnd samþykkir reglur um Þróunarsjóð fyrir skólasamfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps og vísar þeim til sveitastjórnar til samþykktar.

  5. Kynning á MetuGetu. Meta+Geta er hugbúnaður sem heldur utan um innra mats gæðakerfi fyrir skólastofnanir. Meta+Geta hugbúnaðurinn er í eigu Getu gæðastarfs í skólum. Geta er íslenskt sérfræðiþjónustu- og hugbúnaðarfyrirtæki á sviði skólamála.  

    Formaður bauð framkvæmdastjóra Getu, sem einnig er leikskólastjóri Leikholts, að kynna fyrir skólanefnd hugbúnað sem er gæðakerfi fyrir innra mat skólakerfis. Umræður urðu um kynninguna. Til máls tóku: Matthildur, Bjarni og Vilborg.

    Skólanefnd þakkaði Önnu Grétu fyrir kynninguna.

Málefni Þjórsárskóla:

      6. Drög að starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2023-2024. 

        Skólastjóri kynnti drög að starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2023 - 2024. Umræður urðu um drögin. Til máls tóku:Bolette, Ingibjörg, Bjarni, Matthildur og Anna Gréta.

        Starfsáætlunin verður lögð á næsta fundi til samþykktar.

             Skólanefnd beinir því til skólastjórnenda að stefna að því að starfsáætlun verði framvegis tilbúin til samþykktar í lok september ár hvert.

      7. Drög að skólanámskrá Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Formaður ræddi umskólanámskrá, muninn á henni og starfsáætlun. Skólanámskrá verði lögð fram til umræðu í skólanefnd              hvert haust en ekki til breytingar.Þar sem ný skólastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps liggur fyrir þarf að fara í endurskoðun á skólanámskrá skólanna. Til máls tóku:Bolette, Matthildur,               Anna Gréta og Vilborg.

      8. Munnleg skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla. 

          Skólastjóri sagði frá starfi skólans nú í upphafi skólaárs.

          Skemmileg námskeið voru haldin í haust, sérstaklega í Reykholti. Allar starfsstöðvar eru mannaðar og allar undanþágur samþykktar, m.a. hefur nýr leiklistarkennari verið ráðinn.                            Miðstigið tók þátt í smiðjum í Kerhólsskóla sem tókst vel. Smiðjan var meira félagsleg og minna um verkefni.Framundan er kennaraþing á Flúðum.

Málefni Leikholts

     9. Drög að starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2023-2024. 

         Leikskólastjóri kynnti drög að starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2023 - 2024. Umræður urðu um drögin. Til máls tóku: Matthildur María, Anna Gréta, Vilborg og Bolette
         Matthildur María lagði fram eftirfarandi bókunvarðandi viðbragðsáætlun.  ,,Á fundi í vor benti ég að að það vantaði viðbragðsáætlun ef barn verður fyrir einelti, kynferðislegri áreitni,                 kynbundnu ofbeldi eða ofbeldi hvort sem er af völdum annars barns eða starfsmanni. Þessa áætlun vantar ennþá inn í viðbragðsáætlanir og óska ég hér með eftir að úr því verði bætt."

         Starfsáætlunin verður lögð fyrir á næsta fundi til samþykktar.

         Skólanefnd beinir því til skólastjórnenda að hafa starfsáætlun framvegis tilbúna til samþykktar í lok september.

     10. Drög að skólanámskrá Leikholts fyrir skólaárið 2023-2024. 

          Skólanámsskrá liggur ekki fyrir sem eitt sérstakt plagg og barst ekki með fundargögnum

          Þar sem ný skólastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps liggur fyrir þarf að fara í endurskoðun á skólanámskrá skólanna. Til máls tóku: Anna Gréta, Matthildur og Vilborg.

    11. Munnleg skýrsla skólastjóra Leikholts. 

         Leikskólastjóri sagði frá starfi skólans nú í upphafi skólaárs. Skipað hefur verið teymi fyrir skólanámsskrána, skólastefnuna, gæðateymi og sjálfbærniteymi.  Skipað hefur verið í                            nemendaverndarráð.  Þar eru málefni einstakra barna rædd með samþykki foreldra.

        Ótrúlega miklar breytingar hafa verið á húsnæði leikskólans til hins betra. Mikil tiltekt hefur átt sér stað og húsnæðið hentar orðið vel fyrir starfsemina. Nokkur frágangur er eftir en                    verkefnið hefur gengið ótrúlega vel, enda starfsmenn úrræðagóðir.

        Aðeins vantar uppá að leikskólinn sé fullmannaður af starfsmönnum. Starfsmenn eru að fara á haustþingá Hvolsvelli. Ræddur var opnunartími leikskólans utan hefðbundins opnunartíma.          Umræðuna þarf að taka sérstaklega fyrir sem dagskrárlið á skólanefndarfundi.

    12. Breytingar á skóladagatal Flúðaskóla – til kynningar.

        Sveitarstjórn Hrunamannahrepps gerði breytingar á skóladagatali Flúðaskóla í þeim tilgangi að leysa vinnustyttingu. Breytingarnar hafa ekki áhrif á fjölda lögbundinna skóladaga, hafa              einungis áhrif á starfsdaga. Fyrri dagurinn var réttardagurinn og seinni dagurinn er 11. október,lagt fram til kynningar.

 

Fleira var ekki gert. Formaður sleit fundi kl. 18:05.