Skólanefnd

8. fundur 25. október 2023 kl. 16:00 Brautarholt
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna María Flygenring
  • Sigríður Björk Marinósdóttir
  • Auk kjörinna fulltrúa mættu á fundinn eftirfarandi áheyrnarfulltrúar:
  • Bolette Hoeg Koch - skólastjóri Þjórsárskóla
  • Anna Greta Ólafsdóttir - leikskólastjóri
  • Ingibjörg M. Guðmundsóttir f.h. kennara Þjórsárskóla
  • Helga Guðlaugsdóttir f.h. leikskólakennara
  • Halla Rún Erlingsdóttir f.h. starfsfólks Leikholts
  • Matthildur M. Guðmundsdóttir - f.h. foreldrafélagsins Leiksteins
  • Elvar Már Svansson f.h. foreldrafélags Þjórsárskóla
Fundargerð ritaði: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson

Skólanefnd og áheyrnarfulltrúar gengu um húsnæði leikskólans og skoðuðu nýlegar breytingar á húsinu undir leiðsögn leikskólastjóra.

Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 16:30 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki. Formaður óskaði eftir því að bæta við dagskrárlið um breytingu á fundartíma næsta fundar. Það var samþykkt. Síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Málefni Leikholts

  1. Starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2023-2024.
  2. Áherslur, áætlanir og áskoranir varðandi komandi fjárhagsáætlanagerð.
  3. Almenn kynning á þeim matstækjum/könnunum sem skólinn notar.
  4. Skýrsla skólastjóra Leikholts.

Sameiginleg málefni:

  1. Innleiðing skólastefnu.
  2. Erindi frá áheyrnarfulltrúum í skólanefnd.

Málefni Þjórsárskóla:

  1. Starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2023-2024.
  2. Áherslur, áætlanir og áskoranir varðandi komandi fjárhagsáætlanagerð.
  3. Vinnustytting Þjórsárskóli.
  4. Almenn kynning á þeim matstækjum/könnunum sem skólinn notar.
  5. Skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla.
  6. Starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2023-2024.

Starfsáætlun leikskólans Leikholts fyrir skólaárið 2023 – 2024 lá fyrir með fundarboði. Starfsáætlunin var lögð fram og skýrði leikskólastjóri frá viðbót við viðbragðsáætlun. Foreldraráð lagði fram eftirfarandi bókun.
„Í starfsáætlun Leikholts er misræmi milli efnisyfirlits og kaflaheita í skjali. Það eru staðreyndavillur í skjalinu sem þarf að laga áður en það er samþykkt. Í aðalnámskrá kemur fram að það eigi að vera hagnýtar upplýsingar um leikskólastarfið og að okkar mati vantar upplýsingar um börn á deildum, stoðþjónustu, skólaþjónustu, opnunartíma leikskólans og símanúmer sem dæmi. Hingað til hafa viðbragðsáætlanir verið kynntar sem hluti af starfsáætlun leikskólans. Nú virðist vera að vegna ítrekaðra athugasemda þá séu viðbragðsáætlanirnar teknar út úr starfsáætlun svo komist verði hjá því að taka tillit til athugasemda“.

Matthildur María lagði fram bókun um starfsáætlunina.

Ég hef ítrekað gert athugasemd við viðbragðsáætlun varðandi EKKO málaflokkinn (einelti, kynferðisleg áreitni, kynferðislegt ofbeldi og annað ofbeldi) á skólanefndarfundum og á fundi með leikskólastjóra. Ég tel það vera hag allra að slíkar viðbragðsáætlanir séu til staðar og hægt sé að vinna eftir ákveðnum ferlum þegar svona mál koma upp. Enn vantar í viðbragðsáætlanir leikskólans verklag við ofbeldi barns gegn barni. Og legg ég til að starfsáætlun verði ekki samþykkt fyrr en úr þessu hefur verið bætt.

Til máls tóku: Anna Greta, Vilborg, Ingibjörg María, Matthildur María, Ingvar.

Skólanefnd leggur áherslu á að það verði forgangsmál að bæta úr þessum atriðum sem bent er á.

Skólanefnd staðfestir Starfsáætlun Leikholts með framkomnum athugasemdum með 5 atkvæðum.

 

  1. Áherslur, áætlanir og áskoranir varðandi komandi fjárhagsáætlanagerð.

Skólastjóri útskýrði þær áherslur sem leggja þarf til grundavallar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Leikholt, fjárhagsárið 2024. Hún dró upp þær áskoranir sem leikskólinn stendur frammi fyrir á næsta fjárhagsári.

Leggja þarf áherslu á að bæta innanstokksmuni í leikskólanum og klára frágang við breytingar á leikskólanum. Laga þarf og stilla hitakerfi hússins. Fyrirliggjandi er meiri mannaflaþörf vegna fjölgunar bara. Leggja þarf til fjármagn vegna útisvæðis leikskólans. Fram kom að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir við heimasmíðuð leiktæki á skólalóðinni.

Til máls tóku: Vilborg, Anna Greta, Halla Rún, Anna María, Helga

 

  1. Almenn kynning á þeim matstækjum/könnunum sem skólinn notar.

Formaður spurðist fyrir um hjá leikskólastjóra hvaða matstæki og/eða kannanir hafi verið notaðar í leikskólanum til þess að meta starf skólans.

Anna Greta kynnti matsferlið Meta+Geta sem hefur verið tekið í notkun í leikskólanum og lýsti lauslega virkni þess. Önnur hefðbundin matstæki eru notuð þar sem þörf er á. Foreldar skrifa undir upplýst samþykki ef setja þarf börn í sérhæfð próf.

Til máls tóku. Anna Greta, Vilborg, Helga, Matthildur María

 

  1. Skýrsla skólastjóra Leikholts.

Leikskólastjóri skýrði frá starfi leikskólans frá síðasta skólanefndarfundi.

Unnið er að undirbúningi fjárhagsáætlunar. Einn starfmaður er hættur störfum og búið er að ráða annan í staðin. Aðeins hreyfing er á starfsmannahaldi vegna fæðingarorlofs og veikinda. Ekki hafa komið mjög margar umsóknir þegar laus störf hafa verið auglýst.

Leikskólinn verður lokaður vegna kvennaverkfalls, þriðjudaginn 24. október. Tvær karlkyns starfsmenn leikskólans munu sinna störfum í leikskólanum þennan dag.

Starf skólans gengur að öðru leiti mjög vel.

Til máls tóku:. Anna Greta, Anna María, Ingibjörg María, Vilborg, Helga

 

  1. Breyting á fundartíma skólanefndar.

Formaður leggur til að fundardagur skólanefndar í nóvember verði færður fram til 20. nóvember næstkomandi vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun skólanna fyrir seinni umræðu í sveitarstjórn.

Það var samþykkt.

 

  1. Innleiðing skólastefnu.

Formaður ræddi leiðir og áskoranir við innleiðingu skólastefnu í skólastarfið. Dró fram þá spurningu hvernig væri best að standa að vinnunni. Fram kom að nauðsynlegt er að gefa innleiðingunni góðan tíma. Rætt var um að stofna teymi sem vinnur að innleiðingunni með starfsmönnum til þess að þekking starfsmanna á skólastarfinu verði nýtt að fullu. Móta þarf svigrúm innan skólanna til þess að vinnan geti átt sér stað. Taka þarf tillit til fjárhagsáætlunar í undirbúningi verkefnisins og gera ráð fyrir nægum mannafla til þess að vinna starfið.

Til máls tóku: Bolette, Matthildur María, Anna Greta, Ingibjörg María, Elvar

 

  1. Erindi frá áheyrnarfulltrúum í skólanefnd.

Fyrir fundinum lá erindi frá áheyrnarfulltrúum í skólanefnd, fyrir hönd foreldrafélagsins Leiksteins, leikskólakennara, starfsfólks Leikholts, kennara Þjórsárskóla og foreldra í Þjórsárskóla. Þar er óskað eftir því að fyrirkomulagi skólanefndarfunda verði breytt þannig að áheyrnarfulltrúar mæti eingöngu þegar málefni þeirra skóla eru tekin fyrir og tímasett hvenær viðkomandi áheyrnarfulltrúar eiga að mæta, eða að fundir verði haldnir í sitthvoru lagi eins og áður var.

Formaður skýrði frá því að í upphafi kjörtímabilsins hafi verið lagt upp með það að auka samtal milli skólastiganna með því að hafa einn sameiginlegan fund. Formaður lagði til að fundir yrðu haldnir til skiptis í leikskóla og í grunnskóla. Þá myndu málefni hvors skóla um sig vera rædd í upphafi funda, sameiginleg mál um miðbik fundarins og málefni hins skólans í lokin. Þannig gætu áheyrnarfundir komið á fund þegar málefni þeirra eru rædd og farið að lokum þess. Til greina kemur að setja upp fundargátt þar sem gögn birtast og allir hafa aðgang að. Jafnframt að lesin yrði upp hver liður í fundargerðinni þegar þeim lið lýkur. Kanna þarf lögmæti þess að taka fyrir málefni leik- eða grunnskóla ef ekki eru til staðar áheyrnarfulltrúar viðkomandi skólastigs.

Til máls tóku: Matthildur María, Anna Greta, Sigríður Björk, Bolette, Helga, Elvar, Anna María, Bjarni, Ingibjörg María

Ingvar vék af fundi kl.17:45.

Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar og kanna að fullu með lögmæti fundarins án áheyrnarfulltrúa.

 

  1. Starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2023-2024.

Lögð var fram starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024.

Skólastjóri fór yfir starfáætlunina og sagði frá þeim leiðréttingum sem hafa verið gerðar eftir ábendingar. Þakkað var fyrir að í starfsáætlun komi fram áætlun um móttöku nemenda af erlendum uppruna.

Skólastjóri upplýsti að persónuverndarverndarfulltrúi telur að það sé ekki á ábyrgð skólastjóra að láta loka fyrir facebook hópa sem stofnaðir hafa verið af foreldrum barnanna vegna myndbirtinga úr skólastarfi.

Til máls tóku: Boelette, Bjarni, Ingibjörg María.

Skólanefnd staðfestir Starfsáætlun Þjórsárskóla með 4 atkvæðum.

Mathildur María vék af fundi kl. 17:55.

 

  1. Áherslur, áætlanir og áskoranir varðandi komandi fjárhagsáætlanagerð.

Skólastjóri útskýrði þær áherslur sem leggja þarf til grundavallar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Þjórsárskóla, fjárhagsárið 2024.

 

Leggja þarf til fé í húsbúnað skólans. Gera þarf ráð fyrir að grafa upp dren í kringum skólann þar sem lak verulega mikið inn í kjallarann. Laga þarf ofnakerfi í skólanum. Auka þarf við mannafla til að vinna að innleiðingu skólastefnunnar.

Ganga þarf í það að uppfylla þau verkefni sem samþykkt voru á fundi sveitarstjórnar sem börnin sóttu og lögðu fram lista yfir lagfæringar og óskir.

Til máls tóku: Bolette, Halla Rún, Elvar, Ingibjörg María, Anna Greta.

 

  1. Vinnustytting Þjórsárskóli

Fyrir fundinum lá bréf, dagsett 5. október 2023, frá trúnaðarmanni kennara við Þjórsárskóla, þar sem tilkynnt er um útfærslu á vinnustyttingu í Þjórsárskóla skólaárið 2023 - 2024. Þar er tilgreint að kennarar taki út vinnustyttinguna í heilum dögum eftir því sem hægt er, en kennarar í fullu starfi eiga rétt á 5,53 dögum í vinnustyttingu fyrir skólaárið. Allir kennarar taka út vinnustyttingu tvo daga þar sem nemendur eru ekki í húsi, réttardaginn og frágangsdaginn að vori. Aðra daga ákveður kennari í samráði við skólastjóra, sem útvegar forfallakennslu fyrir þá tíma. Þessir tímar eru nú komnir inn í vinnuskýrslur. Kennarar og skólastjóri hafa samþykkt þessa tillögu.

Rætt var um fyrirkomulag vinnutíma í grunnskólanum og leikskólanum sem ekki er hægt að bera það saman.

Skólanefnd samþykkir að senda málið til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Ingibjörg María, Vilborg, Bolette, Anna Greta, Bjarni.

  1. Almenn kynning á þeim matstækjum/könnunum sem skólinn notar.

Þessum lið var frestað til næsta fundar.

 

  1. Skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla.

Skólastjóri skýrði frá starfi grunnskólans frá síðasta skólanefndarfundi. Haldið var kennaraþing sem var vel sótt af kennurum. Skólastarfið fer vel af stað og fjölbreyttar kynningar hafa verið sóttar.

Þann 15. nóvember næstkomandi verður haldið upp á 100 ára afmæli Ásaskóla og 90 ára afmæli Brautarholtskóla.

Til máls tóku: Bolette, Vilborg, Halla Rún, Anna María

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.