- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Mygla, flutningur og Covid.
Leikskólastjóri kynnti fundargerð frá starfsmannafundi haldinn á Blesastöðum með Kristóferi, Skafta og Einari. Fundurinn var vel heppnaður og mikil ánægja er meðal starfsmanna leikskólans.
Leikskólastjóri sagði frá hvernig andinn er í leikskólanum og ræddi um hversu góður starfskraftur er í leikskólanum. Skólanefnd tekur undir þau ummæli og þakkar starfsfólki fyrir vel unnin störf á erfiðum tímum.
Sveitastjóri fór yfir stöðu framkvæmda í leikskólahúsi í Brautarholti. Viðgerðir og breytingar ganga vel og tímasetningar standast.
2. Mönnun leikskóla
Leikskólastjóri kynnti skýrslu um starfshlutföll og stöðugildi í leikskólanum í febrúar 2021. Margir orlofsdagar eru ónýttir á þessu ári og er ályktun skólanefndar að leita þarf lausna með hliðsjón af kjarasamningum. Málinu vísað til sveitarstjórnar til frekari umfjöllunar.
Leikskólastjóri vísaði í 7. grein reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla nr.655/2009 þar sem fjallað er um fjölda starfsfólks, sjá fylgiskjal um fáliðunaráætlun Leikholts.
3. Drög að skóladagatali
Leikskólastjóri kynnti drög að skóladagatali veturinn 2021-2022.
Vegna breytinga á kjarasamningum þarf að skipuleggja aukið sumarfrí leikskólastarfsmanna til að ekki skorti þjónustu. Ýmsar hugmyndir ræddar án þess að tilkomi meiri lokun á starfsemi leikskólans. Leitast verður eftir góðu samstarfi við foreldra leikskólabarna.
4. Önnur mál
Einar Bjarnason kynnti skýrslu frá sambandi íslenskra sveitarfélaga hvað varðar rekstur leikskólans. Einnig kynnti hann skjal frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi um rekstur skólans. Einhver hækkun hefir verið á ýmsum gjöldum en þó ekki mikill.
Leikskólastjóri kynnti könnun á þörf fyrir sérfræðiaðstoð í leikskólum nágrannasveitarfélaga fyrir starfsmenn leikskóla. Um er að ræða óformlega könnun á vegum leikskólastjóra. Vel var tekið í könnunina og leiðir hún í ljós að margir starfsmenn myndu nýta sér aðstoð sjúkraþjálfara ásamt öðru.
Fundi slitið kl. 18.04 Næsti fundur ákveðinn 27. apríl . . kl 17.00.