- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 16:17 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Málefni Þjórsárskóla
Sameiginleg málefni:
- Yfirlit yfir umfang og aðferðir í stoðþjónustu/sérkennslu skólanna, almenn upplýsingagjöf fyrir skólanefnd,
Málefni Leikholts:
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Fjárhagsáætlun og gjaldskrár. - - Skólastjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun Þjórsárskóla, ásamt gjaldskrá fyrir selda þjónustu, fyrir árið 2024. Helstu áherslur fjárhagsáætlunarinnar varða innleiðingu skólastefnunnar, innleiðingu unglingastigs í Þjórsárskóla, húsgögn og tölvubúnað ásamt breytingum á húsnæði skólans. Fram kom að stöðugildi kennara eru 8,4, nemendafjöldi er 52 og aðrir starfsmenn eru 20. Heildarniðurstaða fjárhagsáætlunarinnar 2024 eru 234.700 þúsund krónur. Áætlun ársins 2023 nam kr. 197.100 þúsund. Hækkun áætlunar nemur 19,1% á milli ára. Skólastóri lagði fram gjaldskrá Þjórsárskóla fyrir fæði og skólavistun árið 2024.Til máls tóku Bolette, Vilborg, Anna María, Anna Greta, Sigríður Björk. Skólanefnd staðfestir fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2024 og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Matthildur María mætti kl. 16.40. |
2. Skólapúls - - Skólastjóri lagði fram skýrslu um niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem var lagður fyrir í október 2023. Skólapúlsinn er viðhorfskönnun nemenda, foreldra og starfsmanna. Hann er hluti að innra mati en það einskorðast þó ekki við skólapúlsinn. Tillögur að úrbótum um atriði sem koma fram í könnuninni eru lagðar fram í skýrslunni. Til máls tóku Bolette, Anna Greta, Bjarni, Elvar. Skólanefnd þakkar framlagða skýrslu. |
3. Skýrsla skólastjóra - - Skólastjóri sagði frá starfi Þjórsárskóla það sem af er skólaári. Starfsfólk skólans tók þátt í kvennaverkfalli 24. október. Verkefnið jól í skókassa gekk vel. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu. Hrekkjavökuhátíð var haldin og tókst vel. Miðstig Þjórsárskóla tók þátt í smiðjustarfi á Flúðum sem er samstarf grunnskólanna í uppsveitunum. Afmæli skólans var haldið 15. nóvember með pompi og prakt og tókst vel. Til máls tóku. Bolette, Anna María, Vilborg. Skólanefnd þakkar skólastjóra fyrir upplýsingar um starf skólans. |
4. Yfirferð og áætlun stoðþjónustu í Leikholti og Þjórsárskóla - - Málefninu var frestað þar sem sérkennari Þjórsárskóla og deildarstjóri stoðþjónustu höfðu ekki tök á að koma fyrir fundinn.
|
5. Staðan á samþættingu þjónustu í þágu farsælar barna. - - Formaður óskaði eftir upplýsingum um það hver staðan er varðandi innleiðingu farsældarlaganna. Í anda þeirra eiga aðilar í skólastarfi að vinna sameiginlega að þeim málefnum sem þar falla til. Til máls tóku Vilborg, Bolette, Anna Greta, Matthildur María. |
6. Málefni íbúa Grindavíkur - - Formaður reifaði málefni íbúa Grindavíkur og ræddi hugmyndir um aðkomu Þjórsárskóla og Leikholts við að aðstoða íbúa sem eru á faraldsfæti vegna náttúruhamfaranna þar. Skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps sendir Grindvíkingum og aðstandendum þeirra hlýjar kveðjur vegna þeirra erfiðu óvissutíma sem upp hafa komið vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Skólanefnd tekur undir bókun sveitarstjórnar frá síðasta fundi 22. nóvember. Til máls tóku Vilborg, Anna Greta, Matthildur María. |
7. Fjárhagsáætlun. - - Leikskólastjóri lagði fram áherslur í fjárhagsáætlun Leikholts fyrir árið 2024.Helstu áherslur eru lagfæringar á leikskólalóðinni, fjölgun barna og starfsmanna og að ljúka við endurnýjun á leikskólahúsnæðinu. Fjöldi barna verða 50 á fyrri hluta árs og væntanlega 44 seinni hluta ársins. Stöðugildi starfsmann eru 16,2 á fyrri hluta ársins og 15,1 á seinni hluta. Helstu áherslur fjárhagsáætlunarinnar eru endurbætur innanhúss og á lóð leikskólans, kaupa nýjan hugbúnað og leggja áherslu á endurmenntun starfsfólks. Til máls tóku Anna Greta, Vilborg, Matthildur María, Halla Rún, Ingvar, Sigríður Björk. Skólanefnd vísar fjárhagsáætlun Leikholts til sveitarstjórnar til afgreiðslu. |
8. Leikskólagjöld - - Rætt var um fyrirkomulag leikskólagjalda. Til máls tóku Vilborg, Anna Greta, Matthildur María, Bjarni, Bolette. Umræða varð um að gjaldskrá hafi hækkað, um það bil 25% síðustu tvö árin. Skólanefnd vísar gjaldskrá til sveitarstjórnar til afgreiðslu. |
9. Skýrsla skólastjóra - - Fram kom að foreldrafélag Leikholts hefur fengið styrk til að setja upp þrefalt bambahús við leikskólann. Bamabahús eru gróðurhús sem búin eru til úr bömbum eða plasttönkum. Þeir nýtast vel í hringrásarhagkerfi. Bambahúsið verður sett upp næsta sumar. Skólanefnd þakkar foreldrafélaginu fyrir rausnarlega gjöf til handa Leikholti. Á starfsdegi leikskólastarfsmanna sátu þeir áhugavert námskeið um geðtengsl 0 – 5 ára barna. Starfsfólk hefur farið í heimsóknir í aðra leikskóla sem nýtast til endurmenntunar. Til máls tóku Anna Greta, Matthildur María, Bjarni, Vilborg. Skólanefnd þakkar skólastjóra fyrir upplýsingar um starf leikskólans. Ingvar vék af fundi kl. 18.00 |
Fleira ekki gert og formaður sleit fundi kl. 18:35
Þeir fulltrúar sem voru á fundinum staðfesta fundargerðina með rafrænni undirritun.