Skólanefnd

11. fundur 26. febrúar 2024 kl. 15:30 - 17:30 Brautarholt
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Sigríður Björk Marinósdóttir
  • Anna María Flygenring
  • Gunnhildur F. Valgeirsdóttir í fjarveru Ingvars Hjálmarssonar.
  • Áheyrnarfulltrúar:
  • Bolette Höeg Koch
  • Anna Greta Ólafsdóttir
  • Ingibjörg María Guðmundsdóttir
  • Elvar Már Svansson
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • Halla Rún Erlingsdóttir
  • Matthildur María Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson

Árnesi, 26.2.2024
Fundanúmer í WorkPoint : F202402-0008
11. fundur skólanefndar

 

Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 15:37 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var gengið til dagskár.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Leikholt - upplýsingar um framvindu vinnu um útileiksvæði leikskólans

Formaður opnaði málið og gaf leikskólastjóra orðið. Stofnaður hefur verið vinnuhópur til þess að vinna að endurskipulagningu leiksvæðisins við leikskólann. Í hópnum eru Halla Rún Erlingsdóttir, Haukur Vatnar Viðarsson, Sára Herczeg, Anna Greta Ólafsdóttir, Vilborg Ástráðsdóttir, Kristín Eva Einarsdóttir, Hrönn Jónsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Búið er að halda tvo vinnufundi og einnig hafa komið fram hugmyndir frá börnum leikskólans. Opinn fundur var haldinn 22. febrúar með foreldrum og íbúum þar sem fram komu fjölmargar góðar ábendingar og hugmyndir. Fram undan er áframhaldandi vinna í mars við að endurskipuleggja svæðið. Henni verður lokið fyrir næsta fund skólanefndar þann 8. apríl.

Umræður urðu um málið.

 

2. Leikholt - skýrsla leikskólastjóra

Anna Greta sagði frá starfinu í leikskólanum. Allmikið er búið að vinna við endurskipulagningu leikskólalóðarinnar. Búið er að opna nýjustu deild leikskólans fyrir yngstu börnin og skapar hún nýja möguleika í starfinu. Lítið hefur verið um veikindi starfsmanna undanfarið, en nokkuð hefur borið á veikindum barna.

Brátt líður að því að tímabundin ráðning leikskólastjóra renni út og verði auglýst. Leikskólastjóri hefur áhuga á áframhaldandi starfi.

Búið er að skoða nokkuð, lausnir við að nota smáforrit við upplýsingaveitu frá leikskólanum til foreldra og starfsmanna. Ein erlend lausn er áhugaverð auk þeirrar íslensku sem er í boði. Möguleiki er á því að athuga með þýðingu þess erlenda yfir á íslensku. Unnið verður að því að taka nýtt kerfi í notkun í haust.

Foreldraviðtöl eru í gangi og fer þeim brátt að ljúka.

Halla Rún sagði frá starfsdeginum þar sem starfsfólk fór í heimsókn í leikskólann á Hellu og fékk kynningu á starfseminni þar.

Umræður urðu um málin.

Ingibjörg María kom á fundinn kl. 16:10.

 

3. Sameiginlegt - móttökuáætlun

Formaður nefndi að skylt er grunnskóla að móta móttökuáætlun fyrir nemendur sem eru að hefja skólagöngu, en það er ekki skilyrði fyrir leikskólana.

Formaður leggur til að farið verði í greiningarvinnu til meta hvað þarf, til þess að fá alþjóðlega vottun í þessum málaflokki í sveitarfélaginu.

Skólanefnd er sammála um það að leggja til við sveitarstjórn að sett verði af stað greiningarvinna til þess að fá vitneskju um það hvað felst í stofnun slíkrar námsbrautar innan skólans.

Umræður urðu um málið.

 

4. Sameiginlegt - umræður um skóladagatöl

Formaður reifaði málið og gaf skólastjóra orðið. Skólastjóri hefur verið í samtölum við leikskólastjóra og skólastjóra Flúðaskóla varðandi samræmingu skóladagatalanna. Nokkuð flókið er að samræma starfsdaga og kom ósk frá foreldafélögunum að þeir verði samræmdir sem kostur er. Stefnt er að því að skóladagatölin verði tilbúin 8. apríl.

Hugmynd kom fram um að skólanefnd sæi til þess að haldin yrði sameiginleg endurmenntun skólanna á sameiginlegum starfsdegi þeirra.

Skólanefnd óskar eftir því, að skólastjórnendur rói að því öllum árum að samræma starfsdagana sem kostur er.

Sumarfrí leikskólans eru 25 dagar og er lokar þá daga. Sumarfrí á almennum vinnumarkaði eru 24 dagar. Þetta veldur foreldrum vanda.

Umræður urðu um málin.

 

5. Sameiginlegt - sumarfrístund fyrir komandi 1. bekk

Þegar elstu börn leikskólans útskrifast að vori hefur oft þurft að taka við börnunum aftur í leikskólann áður en grunnskólinn hefst. Gott væri ef börnin kæmust í frístund að hausti áður en skólastarf hefst.

Vinna þarf að lausn á þeim vanda sem skapast hjá komandi 1. bekk grunnskólans á haustin, áður en skólinn hefst. Sú lausn gæti nýst tveimur yngstu bekkjum grunnskólans.

Umræður urðu um málið.

 

6. Þjórsárskóli - skýrsla skólastjóra

Skólastjóri sagði frá því að Magnús Jóel Magnússon hefur verið ráðinn leikstjóri til þess að stýra árshátíð skólans. Lýsti hún starfi skólans frá síðasta fundi sem er fjölbreytt og öflugt. Sótt hefur verið um styrk í sprotasjóð sem miðar að því að auka starfið í tengslum við ART og aðra styrkjandi starfsemi út frá hugrænni atferlismeðferð í skólastarfi.

Umræður urðu um málin.

 

7. Þjórsárskóli - framvinda í breytingum á skólaumhverfi í samræmi við rekstur heildstæðs grunnskóla

Matthildur María vék af fundi kl. 17:25.

Formaður sagði frá stöðu mála varðandi breytingar á skólaumhverfinu sem miðar að heildstæðum grunnskóla. Komnar eru fram hugmyndir að breytingum á skólahúsnæðinu til þess að takast á við þessar breytingar. Mikil ánægja er með starfið meðal starfsmanna grunnskólans sem hafa gott tækifæri til að koma sínum hugmyndum í framkvæmd.

Umræður urðu um málið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.

Þeir fulltrúar sem voru á fundinum staðfesta fundargerðina með rafrænni undirritun.