- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundanúmer í WorkPoint : F202404-0016
Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 15:35 og bauð fólk velkomið. Hún
spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var
gengið til dagskrár.
Matthildur María Guðmundsdóttir lagði til að dagskrá fundarins yrði breytt þannig að fjallað yrði
sameiginlega um skóladagatöl Þjórsárskóla og Leikholts. Formaður ákvað að dagskrá yrði ekki
breytt.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Þjórsárskóli - Skóladagatal Þjórsárskóla
- -
Formaður lagði fram drög að skóladagatali Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025, ásamt staðfestu
skóladagatali Flúðaskóla. Skólastjóri fór yfir skóladagatalið. Þjórsárskóli verður settur 21. ágúst,
vetrarfrí 17. og 18. febrúar og skólaslit þann 30. maí 2025. Dagatalið hefur verði unnið í samstarfi við
Flúðaskóla. Skólaráð og kennarafundur hafa staðfest skóladagatalið.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd samþykkir skóladagatal Þjórsárskóla.
2. Þjórsárskóli - skýrsla skólastjóra
- -
Skólastjóri lýsti starfi skólans frá síðasta skólanefndarfundi. Ljósmyndari kom í skólann og tók
myndir af skólastarfinu. Tónlistarskóli Árnesinga var með kynningu á sínu starfi. Breytingar á
skólahúsnæðinu hafa verið kynntar starfsmönnum og nemendum. Skíðaferð tókst með ágætum.
Kennarar eru duglegir að sækja sér endurmenntun og hafa setið námskeið BOFS (Barna- og
fjölskyldustofu) um kynferðislegt ofbeldi. Árshátíð skólans tókst vel með nýjum leikstjóra og 6. og 7
bekkur fóru á generalprufu árshátíðar Flúðaskóla. Skólapúlsinn tilheyrir innra mati skólans. Gerð var
foreldrakönnun í febrúar. Svarhlutfall var 87,1%. Könnunin er í sex köflum.
Niðurstöður hennar má finna í fylgiskjali með fundinum.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd þakkar skólastjóra fyrir skýrsluna.
3. Þjórsárskóli - Framvinda á breytingum á skólaumhverfi í samræmi við rekstur heildstæðs
grunnskóla
- -
Formaður lagði fram yfirlit yfir breytingar á innra skipulagi Þjórsárskóla sem verða framkvæmdar í
vor og sumar og eru þær niðurstöður úr samtölum og í samráði við kennara og skólastjóra
Þjórsárskóla. Á vormánuðum verða gerðar minniháttar breytingar á kjallara Þjórsárskóla og
nemendum ætlað að koma fram með tillögur að uppröðun húsgagna, litavali á veggi kjallarans ásamt
staðsetningu leiktækja. Hljóðvist verður könnuð sérstaklega og gripið til aðgerða til að bæta hana ef
þarf. Í sumar verður m.a. ráðist i að taka niður veggi, opna útvegg og setja glugga og rennihurð þar,
til þess að auka birtumagn í kjallaranum. Breytingarnar á skólahúnsæðinu verða framkvæmdar í
skrefum á forsendum skólastefnunnar, nemendalýðræðis og hagkvæmissjónarmiða. Kennarar og
skólastjóri Þjórsárskóla hafa að undanförnu verið að velja ný húsgögn fyrir nemendur sem og að
vinna að breytingatillögum á rýmum vegna fjölgunar á yngsta stigi grunnskólans og áætlunum um
aukna teymiskennslu. Lagðar voru fram teikningar að breytingum á Þjórsárskóla, eins og þær liggja
fyrir nú. Þetta er sú áætlun sem unnið verður eftir. Teikningar af breytingum á innra skipulagi
skólans fara á næstu vikum til þar til bærra yfirvalda – til rýningar og samþykkta.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar framkvæmdir og þær breytingar sem eru að
verða á skólahúsnæðinu.
Anna Greta, Helga og Halla mættu á fund kl. 16:25.
4. Sameiginlegt - Skólastefnan, útgáfa til dreifingar og prentunar
- -
Formaður lagði fram prentútgáfu af skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2023 - 2028. Stefnan er
þar dregin fram á skýran hátt og er auðlæsileg þar sem hinar 7 vörður skólastefnunnar eru skýrðar,
ásamt markmiðum sem sett hafa verið undir hverri vörðu fyrir sig. Bent var á að bæta mætti útlit
prentútgáfunnar þar sem gætt væri meira samræmis á framsetningu á markmiðum hverrar vörðu, sem
og leturgerð og jöfnun texta. Ábendingum verður komið til hönnuðar prentútgáfunnar.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd þakkar Mannlind fyrir útgáfuna og samþykkir að skólastefnan verði lagfærð, prentuð
og sett í dreifingu. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
5. Sameiginlegt - Fundargerðir framkvæmdanefndar
- -
Formaður lagði fram fundargerðir Framkvæmdanefndar nr. 1, 2 og 3 til kynningar.
6. Sameiginlegt - Starfsáætlun skólanefndar veturinn 2024-2025
- -
Formaður lagði fram starfsáætlun skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir skólaárið 2024 -
2025.
Stefnt er að því fundir verði haldnir síðasta fimmtudag í mánuði. Fundir verði aðgreindir fyrir
skólastigin. Með þessu er ætlast til þess að áheyrnarfulltrúar sitji aðeins þann fund sem fjallar um
málefni sem tilheyra þeirra skólastigi.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd samþykktir starfsáætlun skólanefndar 2024 - 2025.
7. Sameiginlegt - Umsóknir til Þróunarsjóðs skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps
- -
Umræður urðu um hæfi áheyrnarfulltrúa við yfirferð á fram lögðum umsóknum. Áheyrnarfulltrúar
komu með tillögu um að skólanefnd færi yfir umsóknirnar í lok fundarins.
Samþykkt var að þessi dagskrárliður yrði færður aftast í fundardagskrá.
8. Sameiginlegt - erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- -
Formaður lagði fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þess efnis að opið væri
fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna, en þær þurfa að berast fyrir 1. júní næstkomandi.
Bolette og Ingibjörg véku af fundi kl. 17:15.
9. Leikholt - Drög að niðurstöðum vinnuhóps leikskólalóðar
- -
Leikskólastjóri kynnti drög að niðurstöðum vinnuhóps um breytingar á lóð Leikholts og svaraði
spurningum sem komu fram. Formaður þakkaði fyrir gott starf í vinnuhópnum.
Skólanefnd samþykkir drögin og beinir því til sveitarstjórnar að hefja framkvæmdir í sumar.
10. Leikholt - Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins
- -
Leikskólastjóri kynnti niðurstöður foreldrakönnunar leikskóla sem framkvæmd var í febrúar 2024.
Fjöldi þátttakenda voru 37. 32 svöruðu könnuninni sem gerir 86,5% svarhlutfall.
Leikskólastjórinn svaraði spurningum sem fram komu.
11. Leikholt - skóladagatal Leikholts
- -
Formaður lagði fram drög að skóladagatali Leikholts fyrir skólaárið 2024 - 2025. Skóladagatalið á
eftir að fá formlega umsögn foreldraráðs.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals Leikholts til næsta fundar.
12. Leikholt - skýrsla leikskólastjóra
- -
Leikskólastjóri lýsti starfi skólans frá lokum febrúar til apríl byrjunar. Ljósmyndarar tóku myndir af
skólastarfinu sem voru afhentar leikskólanum til eignar, einnig voru teknar ljósmyndir af börnunum,
bæði einstaklings- og hópmyndir. Sú myndataka var á vegum foreldrafélagsins og fer fram annað
hvert ár. Frá síðasta skólanefndarfundi fjölgar í hópi barna, tvö eru þegar komin í leikskólann og það
þriðja kemur í byrjun maí. Auk niðurstöðu úr foreldrakönnun er beðið eftir niðurstöðum úr
starfsmannakönnun skólapúlsins. Matarmálin og hollustuhættir hafa verið til endurskoðunar og er
markmiðið að bæta hollustuhætti í morgunverði og kaffitímum. Vinnustytting gekk betur upp á
síðasta skólaári en nú, en skólinn er vel mannaður svo það kemur ekki að sök. Skjalavistunaráætlun
var unnin í samvinnu við Héraðsskjalasafn Árnesinga og var hún samþykkt af leikskólastjóra í mars.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd þakkar leikskólastjóra fyrir skýrsluna.
Anna Greta, Halla, Helga og Matthildur fóru af fundi kl. 19:00.
13. Umsóknir til Þróunarsjóðs skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps
- -
Formaður lagði fram fjórar umsóknir sem bárust í Þróunarsjóð skólasamfélags Skeiða- og
Gnúpverjahrepps.
Umsókn um styrk úr þróunarsjóði vegna námsferðar starfsmanna Þjórsárskóla í júní 2024.
Umsókn um Innigarð í Leikholti, uppsetningu á lóðréttum garði í Leikholti.
Umsókn um þróunarverkefni, Sjá, snerta, skynja og skapa, fyrir börn í Leikholti á aldrinum
1-2 ára með áherslu á skynjun og sköpun.
Umsókn um eflingu útivistarkennslu barna í Leikholti, Á skíðum skemmti ég mér.
Skólanefnd fór yfir umsóknirnar.
Umsókn um styrk úr þróunarsjóði vegna námsferðar starfsmanna Þjórsárskóla í júní 2024.
Skólanefnd metur umsóknina svo, að hún falli að einhverju leyti að gildandi skólastefnu
Skeiða- og Gnúpverjahrepps og telur mjög jákvætt að leitað sé leiða til að auka víðsýni með
heimsóknum í aðra skóla og að efla starfsmannahópinn í heild og þá sérstaklega í ljósi þess
að framundan eru krefjandi tímar í breytingum á skólahúsnæði.
Það er þó ljóst að upplýsingar skortir um faglega stefnumörkun þeirra skóla sem áætlað er að
heimsækja og hvernig megi líta á það sem ávinning fyrir skólasamfélagið. Einnig skortir
sundurliðaða kostnaðaráætlun.
Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar, til afgreiðslu.
Umsókn um þróunarsjóð skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahreppi vorönn 2024.
,,Innigarður“
Skólanefnd metur umsóknina þannig að hún fellur að gildandi skólastefnu og ávinning fyrir
skólasamfélagið, á þann hátt að hún eflir fjölbreytileika í starfi leikskólans og að börn geti
skapað, hannað og upplifað afrakstur eigin vinnu. Verkefninu er m.a. áætlað að auka
samvinnu við nærsamfélagið og auka fjölbreytileika í kennsluháttum leikskólans.
Verkefnið er vel kynnt, markmið skilgreind og skipulag gott. Kostnaðaráætlun er skilgreind.
Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja að veita verkefninu fjármagn og
gera samhliða kröfu um skriflegan samning við styrkþega í samræmi við reglur sjóðsins.
Að verkefni loknu skal styrkþegi skila greinagerð um verkið í samræmi við 6.gr. sjóðsins.
Umsókn um styrk úr Þróunarsjóði skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Sjá, snerta, skynja og skapa.
Skólanefnd metur umsóknina þannig að hún telst falla að gildandi skólastefnu og ávinning
fyrir skólasamfélagið á þann hátt að verkefnið eflir tækifæri til skynjunar og sköpunar hjá
yngsta aldurshópi leikskólans. Verkefninu er ætlað að efla leikskólann í að vinna með
vitsmuna-, tilfinninga- og félagslegan þroska barnanna.
Verkefnið er vel kynnt, markmið skilgreind og skipulag gott. Kostnaðaráætlun er skilgreind.
Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að veita verkefninu fjármagn og gera samhliða
kröfu um skriflegan samning við styrkþega í samræmi við reglur sjóðsins. Að verkefni
loknu skulu styrkþegar skila greinagerð um verkið í samræmi við 6.gr. sjóðsins.
Umsókn í þróunarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps vorönn 2024.
,,Á skíðum skemmti ég mér“
Skólanefnd metur umsóknina þannig að hún telst falla að gildandi skólastefnu og ávinning
fyrir skólasamfélagið á þann hátt að verkefnið eflir útivist og er ætlað að örva líkamsfærni og
jafnvægi barnanna og efla markvissa útivistarkennslu í leikskólanum.
Verkefnið er vel kynnt, markmið skilgreind og skipulag gott. Ávinningur fyrir
skólasamfélagið og nemendur eru vel ígrunduð. Kostnaðaráætlun er skilgreind.
Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að veita verkefninu fjármagn og gera kröfu um
skriflegan samning við styrkþega í samræmi við reglur sjóðsins. Að verkefni loknu skulu
styrkþegar skila greinagerð um verkið í samræmi við 6.gr. sjóðsins.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:25
Þeir fulltrúar sem voru á fundinum staðfesta fundargerðina með rafrænni undirritun.