- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Rekstur Þjórsárskóla
Einar Bjarnason fór yfir rekstur skólans veturinn 2019-2020. Samanborið við fyrri ár eru engar stórar breytingar á rekstri skólans. Athugavert er að misræmi er milli þeirra upplýsinga um kostnað við skólann frá sambandi íslenskra sveitarfélaga samanborið við tölur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
2. Skóladagatal
Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2021-2022. Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við dagatalið í þeirri mynd sem það er nú.
3. Starfsfólk mönnun
Skólastjóri sagði frá breytingum á skipulagi starfsfólks. Einhverjar breytingar eru á mönnun skólans en þó ekkert til að hafa áhyggjur af. Bent var á mikinn kostnað við að auglýsa stöðu, leitað verður hagræðingar eins og hægt er.
4. Íslensku menntaverðlaunin
Einar kynnti umsókn til íslensku menntaverðlaunin 2021. Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní 2021.
5. Önnur mál
Skólastjóri fór yfir skipulag skólaakstur og breytingar á honum næsta vetur. Skólanefnd mælir með að núverandi samningar verði framlengdir um eitt ár en að því liðnu muni skólaakstur verða boðinn út.
Anna Kristjana Ásmundsdóttir spurðist fyrir hvort að árshátíð skólans sé opin öðrum í sveitarfélaginu heldur en foreldrum öðrum nátengdum. Bolette svaraði að svo hefur verið þó ekki þetta ár eða síðasta vegna covid heimsfaraldurs.
Fundi slitið kl. 16:49 Næsti fundur ákveðinn 27. apríl . . kl 16.00.