Skólanefnd

13. fundur 01. febrúar 2021 kl. 17:00
Nefndarmenn
  •  
  • Andrea Sif Snæbjörnsdóttir
  • Anna K Ásmundsd
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Einar Bjarnason
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • Ingvar Þrándarson
  • Kristófer A. Tómasson
  • Sigríður Björk Marínósdóttir
  • Kristófer Tómasson
  • Anna Maria Flygenring boðaði forföll
  • Ástráður Unnar Sigurðsson skrifaði fundargerð

* * *

1. Staða og horfur vegna myglumála, húsnæðis

Sveitastjóri sagði frá stöðu mála hvað varðar framkvæmdir vegna myglu í leikskóla og félagsheimili sveitarfélagsins í Brautarholti. Mygla fannst á mörgum stöðum og eru framkvæmdir hafnar. Vinnuferli verður langt og kostnaður mikill. Ólíklegt er að hægt verði að flytja aftur inn í leikskólann fyrr en að sumarleyfi loknu. Vegna alvarleika myglunnar varð að taka skjóta ákvörðun í málinu til að forða frekari truflun á leikskólastarfsemi. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með hversu fljótt var farið í það að finna viðunnandi húsnæði og einnig þakkar nefndin fyrir aðstoð frá foreldrafélaginu og kvenfélaginu sem komu að flutningi leikskólans. Fulltrúi foreldrafélagsins ítrekar að félagið býður fram aðstoð sína ef þörf er á.

2. Gjaldskrá

Sveitastjóri kynnti þá hugmynd að taka upp gjöld fyrir vistun barna í leikskóla. Mikil umræða skapaðist um málefnið. Skólanefnd efast mikið um að taka aftur upp gjöld en ef þarf að þá yrðu þau sett á með góðum fyrirvara og ekki að fullu. Þá frekar að væri byrjað á hálfu gjaldi og svo endurskoðað þegar líður á. Leitað verði allra leiða til hagræðingar áður en leikskólagjöld verði sett á.

 

Fundi slitið kl. 17:57   Næsti fundur ákveðinn  23. mars