Skólanefnd

14. fundur 25. september 2024 kl. 15:30 - 17:48 Árnes
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Sigríður Björk Marinósdóttir
  • Anna María Flygenring
  • Gunnhildur F. Valgeirsdóttir í fjarveru Ingvars Hjálmarssonar
Fundargerð ritaði: Bjarni Hlynur Ásbjörnsson

Fundarsetning

Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 15:34 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var gengið til dagskrár. Gunnhildur Valgeirsdóttir situr fundinn í forföllum Ingvars Hjálmarssonar. Elvar Már Svansson boðaði forföll.

Á fundinn voru mætt: Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigríður Björk Marinósdóttir, Anna María Flygenring, Gunnhildur Valgeirsdóttir, Bolette Höeg Koch og Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

Formaður óskaði eftir því að bæta við nýjum dagskrárlið, Friðar veggspjaldakeppni.

 

1. Þjórsárskóli - Drög að starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2024-2025

Skólastjóri Þjórsárskóla leggur fram drög að starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025. Í áætluninni má finna allar upplýsingar um skipulag skólastarfsins. Nemendur skólans eru 52, frá 1. bekk og upp í 8. bekk. Bolette benti á að helsta breytingin í starfsáætlunnini væri að 8. bekkur er kominn inn í áætlunina. Ekki liggja fyrir teikningar að nýjum flóttaleiðum vegna breytinga á skólahúsnæðinu​, en þær verða settar inn þegar breytingar hafa verið kláraðar.

Umræður urðu um málið.

Starfsáætlun bíður staðfestingar á næsta fundi skólanefndar

 

2. Þjórsárskóli - skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla

Skólastjóri lagði fram skýrslu um upphaf skólastarfs, skólaárið 2024-2025. Þar segir að starfsmenn skólans hafi setið námskeið sem lög gera ráð fyrir. Kennarar geta nú sett upp læsisstefnu fyrir skólann. Fram kom að mikil vinna hafi átt sér stað á skipulagsdögum til þess að hafa allt tilbúið í breyttum skóla fyrir skólasetningu. Enn á eftir að laga hljóðvist í nokkrum stofum og fá inn ný húsgögn og innréttingar. Í upphafi skólastarfs fór áttundi bekkur í tengslaferð með öllum áttundu bekkjum á svæðinu, þar sem gist var saman eina nótt. Miðstig gisti í Kletti og yngsta stigið fór í skógarkennslu og gisti í skólanum. Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi var tekin 18. september. Um hana sáu nemendur í 8. bekk og fulltrúar ungmennafélaganna. Smiðjur á mið- og unglingastigi allra skólanna í Uppsveitum eru komnar í gang. Smiðjudagur verður í Þjórsárkóla í vor. Starfsmenn skólans fóru nýverið á UTÍS ráðstefnu sem var haldin á netinu og fylgdust þeir með í skólanum.

Umræður urðu um málin.

Formaður skólanefndar hrósaði kennurum og starfsfólki skólans fyrir að hafa staðið vel að breytingum við innleiðingu skólastefnunnar og breytinga í skólanum.

 

3. Þjórsárskóli - Merkingar á skólabifreiðum, öryggismál

​Formaður skólanefndar lagði fram erindi sem barst þann 5. september varðandi merkingar á skólabifreiðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar er óskað eftir því að bætt verði úr merkingum á skólabifreiðum í samræmi við lög og reglugerðir þar um. Formaður hefur óskað eftir því við sveitarstjóra að bætt verði úr hið fyrsta. Sveitarfélagið hefur keypt merkingar á skólabílana og hafa bílstjórar tekið ágætlega í málið og munu væntanlega bæta merkingar. Rætt var um að vegir í sveitarfélaginu eru margir hverjir mjög lélegir og íbúum ekki bjóðandi að aka þá á hverjum degi, hvað þá börnum í skólabílum.

Umræður urðu um málin.

Skólanefnd skorar á sveitarstjórn að beita sér fyrir bættri þjónustu í vegamálum með ákveðni og festu til þess að bæta úr.

 

4. Þjórsárskóli - Friðar veggspjaldakeppni

Á fundinn mætti kl 16:20, Gestur Einarsson í forföllum Matthildar Maríu Guðmundsdóttur.

Gunnhildur Valgeirsdóttir kynnti verkefni Lionshreyfingarinnar á Íslandi varðandi friðarveggspjaldakeppni í grunnskólum landsins fyrir börn á aldrnum 11 til 13 ára. Þema keppninnar í ár er Friður án takmarka. Skólastjóri tók við verkefninu og kemur því í framkvæmd.

 

5. Sameiginlegt - Starfsáætlun skólanefndar 2024-2025, lögð fram til upprifjunar

Á fundinn mættu kl. 16:25, Sigríður Björk Gylfadóttir og Helga Guðlaugsdóttir.

Formaður lagði fram starfsáætlun skólanefndar fyrir næsta skólaár. Starfsáætlunin var samþykkt í vor, en er hér lögð fram til upprifjunar. Farið var yfir fundadagskrá eins og hún liggur fyrir í starfsáætluninni og óskað efitr upplýsingum um breytingar ef þurfa þykir. Unnið er að breytingum á skólanámsskrá í tengslum við innleiðingu á nýrri skólastefnu. Námsskráin verður lögð fram í skólanefnd þegar hún liggur fyrir.​

Umræður urðu um málin.

 

6. Sameiginlegt - Fundartímar skólanefndar 2024-2025

Formaður lagði fram áætlun um fundartíma skólanefndar 2024-2025. Hún spurðist fyrir um það hvort síðasti fimmtudagur í mánuði hentaði til skólanefndarfunda. Ekki þótti það henta mjög vel og voru eftirfarandi dagsetningar á fimmtudögum ákveðnar:

24. október 2024.

28. nóvember​ 2024.

30. janúar 2025.

6. mars 2025.

10. apríl 2025.

22. maí 2025.

 

Umræður urðu um málið.

 

7. Sameiginlegt - Skýrsla formanns skólanefndar

Formaður lagði fram munnlega skýrslu um verkefnin sem lúta að breytingum á Þjórsárskóla, í kjölfar nýrrar skólastefnu í sveitarfélaginu, ásamt öðrum verkum tengdum skólastarfinu. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Þjórsárskóla í sumar. Skólastofum hefur verið breytt, þær stækkaðar og veggir teknir niður. Anddyrið hefur verið stækkað og ný fatahengi hafa verið smíðuð eftir þörfum rýmisins. Kennarar hafa fengið nýja starfsaðstöðu á efri hæð skólans. Skólastofa nýja unglingastigsins er í vesturenda hússins sem áður hýsti myndlist/textíl. Kjallarinn hefur tekið stakkaskiptum með nemendarými og aðstöðu fyrir fablab. Gert er ráð fyrir að í Þjórsárskóla verði opið hús í október, eða þegar skólahúsnæðið er tilbúið, þar sem foreldrum nemenda og sveitungum gefst kostur á að skoða breytingarnar sem gerðar hafa verið í skólanum. Fyrirhugað er að í nemendarými í kjallaranum verði starfrækt félagsmiðstöð. Það verður gert um leið og formlegum málum sem því tengjast verður lokið. Ráða þarf umsjónaraðila félagsmiðstöðvarinnar og fablab aðstöðunnar. Formaður hefur áhuga á því að erindisbréfi skólanefndar verði breytt á þann veg að frístund og tómstundir falli undir málefni nefndarinnar. Gert er ráð fyrir miklu samstarfi við samfélagið í heild sinni, nágrannaskólana og aðrar félagsmiðstöðvar, eins og kostur verður á. Fyrsta skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin þann 18. september síðastliðinn. Nemendur í nýja 8. bekk Þjórsárskóla tóku skóflustunguna ásamt fulltrúum frá ungmennafélögunum. Í haust vaknaði mikill áhugi á því að koma upp skólahreystibraut í Árnesi. Andrés Guðmundsson, forkólfur skólahreysti, hefur kannað aðstæður og veitt upplýsingar um umfang og kostnað. Stefnt er að því að stofna áhugafélag um skólahreysti og eru allir áhugasamir velkomnir í það. Félag þetta myndi drífa verkefnið áfram og sjá til þess að koma þessari framkvæmd í gagnið. Stefnt er að því að halda ungmennaþing sem fyrst í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Tilgangurinn með þinginu verður að veita ungmennum aðstöðu og tækifæri til að koma sínum málefnum á framfæri.​

Umræður urðu um málin.

 

8. Sameiginlegt - Þróunarsjóður skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Formaður lagði fram reglur um Þróunarsjóð skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þessar reglur tóku dálitlum breytingum við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 19. júní síðastliðinn. Formaður hvetur skólasamfélagið til þess að sækja um styrki í Þróunarsjóð til verkefna sem ætlað er að efla nýsköpun í kennsluháttum og faglegt skólastarf í takt við nýja skólastefnu sveitarfélagsins.​ Formaður kallaði einnig eftir áfangaskýrslum frá þeim verkefnum sem fengu styrk í vor eða lokaskýrslum ef verkefnum er lokið.

Umræður urðu um málið.

 

9. Leikholt - Drög að starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2024-2025

Bolette Höeg Koch og Ingibjörg María Guðmundsdóttir fóru af fundi kl. 17:18.

Sigríður Björk Gylfadóttir, staðgengill leikskólastjóra, kynnti drög að starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2024 -2025. Í starfsáætlun Leikholts kemur m.a. fram að skráð eru 44 börn í leikskólann þetta skólaár. Börn fá skólavist frá og með þeim degi sem þau verða eins árs gömul. Þrjár barnadeildir eru starfræktar í skólanum og ein stoðdeild. Spurt var hvort reglur um að börn væru tekin inn eftir eins árs afmælið væri skerðing á þjónustu. Útskýrt var að börn væru almennt tekin inn eftir að afmælisdegi væri náð en nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli. Nefnt var að starfsáætlun leikskólans væri greinargóð og auðveld aflestrar sem er til fyrirmyndar. Samskipti foreldra við leikskólann í gegnum appið Kinderpedia hefur verið auðvelt og skilvirkt.

Umræður urðu um málin.

Starfsáætlun bíður staðfestingar á næsta fundi skólanefndar

 

 

10. Leikholt - skýrsla skólastjóra Leikholts

Sigríður Björk, staðgengill leikskólastjóra, fór yfir starfið í leikskólanum við upphaf skólaársins 2024-2025. Skyndihjálparnámskeið var haldið í upphafi skólaárs. 43 börn eru skráð í leikskólann sem dreifast á þrjár deildir. Sex þróunarverkefni eru í gangi í leikskólanum, þar af eru þrjú þeirra styrkt af nýja Þróunarsjóði sveitarfélagsins. Með þeim gefst tækifæri til að þróa nýjar aðferðir í kennslu og uppeldi. Innleiðing á MetaGeta gæðakerfinu er í fullum gangi, sem eflir gæði skólastarfsins. Tekið hefur verið í notkun appið Kinderpedia sem notað verður til samskipta við foreldra barnanna. Nýtt þróunarverkefni fór af stað, rétt fyrir sumarfrí, í samstarfi við alla leikskóla í Árnesþingi ásamt Menntamálastofnun. Það ber heitið Snemmtæk íhlutun. Vinna við lóðamál og breytingar á anddyri leikskólans frestast fram á næsta vor. Innleiðing farsældar barna gengur vel og er Matthildur Elísa tengiliður farsældar.

Umræður urðu um málin.

 

Fundarslit

​Formaður skólanefndar sleit fundi kl. 17:48.

Næsti fundur verður haldinn 24. október 2024.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:48.