- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 24.10.2024
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Fundarsetning
Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 15:39 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var gengið til dagskrár. Matthildur Vilhjálmsdóttir situr fundinn í forföllum Helgu Guðlaugsdóttur. Ingvar Hjálmarsson og Gunnhildur Valgeirsdóttir boðuðu forföll. Fjarverandi voru Elvar Már Svansson og Halla Rún Erlingsdóttir.
Á fundinn voru mætt Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigríður Björk Marinósdóttir, Anna María Flygenring, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Bolette Höeg Koch og Sylvía Karen Heimisdóttir, sveitarstjóri
2. Þjórsárskóli - Starfsáætlun Þjórsárskóla 2024-2025
Skólastjóri Þjórsárskóla leggur fram starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2024 - 2025 og dró fram þær breytingar sem gerðar voru á áætluninni frá síðasta fundi. Nýtt þróunarverkefni á vegum Menntamálaráðuneytis sem heitir stækkaðu framtíðina var bætt við í kaflann um skólaþróunarverkefni.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
3.Þjórsárskóli - Áherslur skólastjórnenda hvað fjárhagsáætlun varðar
Skólastjóri fór yfir áherslur skólastjórnenda Þjórsárskóla fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og lagði fram yfirlit yfir búnað og verkefni sem þarf að fjármagna við gerð fjárhagsáætlunar. Einnig var farið yfir búnað og verkefni sem óskað var eftir í fundargerð skólaráðs frá 15. október. Skólastjóri og sveitarstjóri munu fara yfir kostnaðarliði fyrir fjárhagsáætlunargerð.
Umræður urðu um málið.
4.Þjórsárskóli - Áætlun skólastjóra um innleiðingu skólastefnunnar
Anna Greta Ólafsdóttir og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir mættu á fundinn kl. 15:55.
Skólastjóri lagði fram skýrslu um stöðu innleiðingar skólastefnunnar eins og hún er núna. Vinna við innleiðingu er hafin og staðan er dregin fram í skýrslunni.
Umræður urðu um málið.
5.Þjórsárskóli - Læsisstefna Þjórsárskóla
Gunnlaug Hartmansdóttir kom á fundinn kl. 16:00.
Skólastjóri fór yfir stöðuna varðandi læssistefnu Þjórsárskóla. Kennarar stunda nám í leiðtoganámi í læsi og mótun nýrrar læsisstefnu. Gömul læsisstefna er í gildi, en hún er barn síns tíma og löngu úrelt. Mikil aukning hefur verið á lestri í skólanum eftir að bókasafnið var fært upp úr kjallara skólans og inn í skólastofurnar. Jafnframt hefur lestur aukist á rafbókum í tölvum og spjaldtölvum.
Umræður urðu um málið.
6. Þjórsárskóli - Skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla
Skólastjóri fór yfir starfið í skólanum síðasta mánuðinn. Kennarar sóttu fræðslu á kennaraþingi á dögunum og nokkrir þeirra fóru að skoða úrræði í hljóðvist fyrir skólahúsnæðið. Þjórsárskóli fékk ART vottun í byrjun október sem gildir í þrjú ár. Árleg heimsókn elsta árgangs Leikholts er hafin. Starfsfólk skólans tók þátt í árshátíð sveitarfélagsins sem styrkir samstarf í starfsmannahópnum.
Umræður urðu um málið.
7. Sameiginlegt - Kynning frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ) um samþættingu í þágu farsældar barna.
Ingibjörg María fór af fundi kl. 16:18. Matthildur María Guðmundsdóttir kom á fund kl. 16:25.Formaður bauð Gunnlaugu Hartmannsdóttur, deildarstjóra skólaþjónustu Árnesþings, velkomna á fundinn. Hún sagði frá stöðu mála í innleiðingarferli í þágu farsældar barna. Gunnlaug og Anný Ingimarsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu Árnesþings, eru innleiðingarstjórar á farsæld í samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu. Unnið er að því að samræma starfsemina á hverjum stað fyrir sig þannig að grunnþjónusta verði til staðar í nærumhverfi barnanna. Snemmtæk íhlutun er markmiðið til að draga úr vanda eftir því sem kostur er. Eftir því sem innleiðingunni vindur fram skýrast verkferlar og málefni verða unnin og leyst á samræmdari hátt en áður á þjónustusvæðinu. Til stendur að kynna farsældina betur fyrir foreldrum og starfsmönnum grunn- og leikskólanna.
Umræður urðu um málið.
8.Sameiginlegt - Þróunarsjóður skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Kynnt var áfangaskýrsla um námsferð til Spánar, sem starfsfólk Þjórsárskóla fór í júní 2024, til að kynna sér nýsköpun í skólastarfi. Lögð var fram áfangaskýrsla verkefnisins, Á skíðum skemmti ég mér, frá Leikholti. Kynnt var áfangaskýrsla fyrir þróunarverkefnið, Innigarður, í Leikholti. Lögð var fram áfangaskýrsla um verkefnið, Sjá, snerta skynja og skapa, einnig úr Leikholti.
Ein styrkumsókn hefur borist í Þróunarsjóðinn. Styrkumsóknin fjallar um kaup á gönguskíðum fyrir nemendur í Þjórsárskóla.
Formaður hvatti skólasamfélagið til þess að leggja inn fleiri umsóknir í Þróunarsjóð svo hægt yrði að taka tillit til þeirra við fjárhagsáætlunargerð 2025. Umsóknarfrestur rennur út 30. október næstkomandi.
Umræður urðu um málin.
9.Sameiginlegt - Skýrsla formanns skólanefndar
Formaður skýrði frá fundi sem hún sat í skólanefnd Hrunamannahrepps. Formaður ræddi hugmyndir um almenna notkun á símum í skólum og leiðum til þess að draga úr notkun þeirra á skólatíma. Unnið er að því að leysa vandann við hljóðvist í Þjórsárskóla og finna leiðir til lausnar á honum.
Umræður urðu um skýrslu formanns.
10. Leikholt - Starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2024 - 2025
Bolette fór af fundi kl. 17:36.
Skólastjóri Leikholts lagði fram starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2024 - 2025. Áætlunin hefur verið lögð fyrir foreldraráð og foreldrafélagið sem eru skipaðar sömu aðilum.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd staðfestir starfsáætlun Leikholts fyrir skólaárið 2024-2025.
11. Leikholt - Áherslur skólastjórnenda hvað fjárhagsáætlun varðar
Leikskólastjóri fór yfir áherslur skólastjórnenda í fjárhagsáætlun 2025. Fyrir utan rekstrarþætti eru helstu áherslur tengdar húsnæði leikskólans og frágangi þess.
Umræður urðu um málið.
12. Leikholt - Áætlun skólastjóra um innleiðingu skólastefnunnar
Skólastjóri Leikholts sagði frá stöðu innleiðingar skólastefnunnar í leikskólanum eins og hún stendur núna.
Umræður urðu um málið.
13. Leikholt - Lóðamál leikskólalóðar
Formaður Leiksteins, foreldrafélags Leikholts, sagði frá umræðum á aðalfundi félagsins um teikningu af nýrri skólalóð við leikskólann. Þar voru lagðar fram ábendingar um vöntun á leiktækjum sem þurfa að vera á lóðinni, ásamt öðrum atriðum sem þau bentu á til úrbóta. Leikskólastjóri fór yfir teikningu af breyttri leikskólalóð og útskýrði helstu svæðin sem á henni eru. Einnig var dregið fram að leggja þarf fram áætlun um framkvæmdina, hvort áfangaskipta þurfi verkinu og meta kostnað.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd leggur til að formaður skólanefndar og sveitarstjóri vinni málið áfram í samráði við leikskólastjóra.
14. Leikholt - Málefni sem varða mataræði og næringu leikskólabarna.
Formaður reifaði málið og óskaði eftir áliti frá skólastjórnendum á fyrirkomulagi fæðis fyrir leikskólabörnin. Erindi kom frá Leikholti varðandi hugmynd hvor sveitarfélagið myndi setja sér metnaðarfulla matarstefnu fyrir skólana. Bætt verður úr upplýsingum á matseðli svo hann lýsi betur innihaldi rétta sem verða í boði. Rætt var á aðalfundi Leiksteins um mataræði og nauðsyn þess að það sé hollt og næringarríkt.
Umræður urðu um málið.
Erindinu er frestað og óskað verður eftir nánari upplýsingum og frekari gagnaöflun.
15. Leikholt - beiðni um auka starfsdag í leikskólanum
Gunnlaug Hartmannsdóttir og Matthildur E. Vilhjálmsdóttir segja frá þróunarverkefninu ,,Snemmtæk íhlutun í leikskóla með áherslu á málþroska og læsi" á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að allir starfsmenn leikskólans taki þátt í verkefninu til þess að auðvelda þeim að tileinka sér vinnu við það. Óskað er eftir auka starfsdegi vegna þessa þann 19. febrúar 2025.
Lagt er til að starfsdagur í Leikholti verði færður til svo hægt verði að koma til móts við ósk um starfsdag vegna þessa verkefnis. Athugað verði hvort grunnskólinn geti fært til starfsdag hjá sér til samræmis og til hagræðingar fyrir foreldra.
Umræður urðu um málið.
Gunnlaug fór af fundi kl. 16:57.
Sveitarstjóra verður falið að kanna það hvort hægt verði að færa til starfsdag hjá Þjórsárskóla.
16. Leikholt - skýrsla skólastjóra Leikholts
Skólastjóri lagði fram skýrslu um starfið í Leikholti síðastliðinn mánuð.
Umræður urðu um málið.
17. Fundarslit
- -
Fleira var ekki gert. Formaður skólanefndar sleit fundi kl. 19:26