- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Fundarsetning
- -
Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 15:33 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var gengið til dagskrár. Á fundinn voru mætt Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Gunnhildur Valgeirsdóttir, Sigríður Björk Marinósdóttir, Anna María Flygenring, Bolette Höeg Koch og Sylvía Karen Heimisdóttir, sveitarstjóri.
Forföll boðuðu: Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Ingvar Hjálmarsson, í hans stað situr fundinn Gunnhildur Valgeirsdóttir.
Fjarverandi voru Elvar Már Svansson og Halla Rún Erlingsdóttir
2. Þjórsárskóli - Fjárhagsáætlun 2025
- -
Sylvía, sveitarstjóri, lagði fram fjárhagsáætlun Þjórsárskóla fyrir árið 2025 og skýrði einstök atriði. Launaliður hækkar vegna fjölgunar nemenda næsta skólaár þegar bætist við 9. bekkjar kennsla. Innri húsaleiga hækkar vegna mikillar endurnýjunar í skólanum. Rekstur skólans hækkar í áætluninni um 13.6% frá áætlun ársins 2024.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina eins og hún er lögð fram og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
3. Þjórsárskóli - Skólapúls, nemendakönnun
- -
Anna Greta kom inn á fundinn kl. 15:51.
Formaður lagði fram niðurstöður Skólapúls, nemendakönnunar, sem lagður var fyrir nemendur í 5. til 8. bekk í október 2024. Skólastjóri fór yfir niðurstöðurnar. Rúm 93% nemenda svaraði könnuninni. Flestir matsþættir eru yfir landsmeðaltali.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna, en óskar eftir því að fá nákvæmari upplýsingar um niðurstöður Skólapúlsins.
4. Þjórsárskóli - Efni um skólaforðun
- -
Ingibjörg Sæunn mætti kl. 16:12
Skólastjóri lagði fram forvarna- og aðgerðaráætlun frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesssýslu (SVÁ) varðandi skólaforðun, þar sem hugtakið er skilgreint og lögð fram viðbragðsáætlun ásamt sjálfsmati skóla til þess að bregðast við vandanum sem fyrst.
Besta leiðin til að draga úr skólaforðun eru forvarnir sem byggja á fræðslu til foreldra og starfsfólks grunnskóla.
Umræður urðu um málið.
5. Þjórsárskóli - Skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla
- -
Helga mætti kl. 16:19
Skólastjóri fór yfir starfið síðasta mánuðinn. Starfið einkennist af hefðbundum nóvember mánuði. Haldið var upp á Hrekkjavökuna með skreytingum og draugahúsi, sem nemendur sáu um. Grænfáninn var afhentur skólanum í 11. sinn, á Degi íslenskrar tungu.
Starfsmaður er að klára ART þjálfaranámskeið og var Olweus áætlunin rifjuð upp með starfsmönnum á starfsdegi. Starfsmenn sátu einnig fyrirlestur um kynferðisofbeldi og kynferðislega hegðun barna og unglinga 12 - 16 ára. Gert er ráð fyrir að reglur um það hvernig mæta á einkennum skólaforðunar taki gildi um næstu áramót.
Umræður urðu um málin.
6. Sameiginlegt - Áætlun um stoðþjónustu
- -
Formaður skólanefndar lagði fram skýrslu um stoðþjónustu í Þjórsárskóla, skólaárið 2024-2025. Höfundur skýrslunnar er Ingibjörg María Guðmundsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Skólastjóri kynnti skýrsluna í fjarveru höfundar.
Stoðþjónustan er unnin í lotum, þannig að þegar einn hópur nemenda hefur lokið tíðum þjálfunarstundum tekur annar við. Fimm þjónustuteymi eru við skólann, þar sem í sitja mismunandi aðilar sem funda mis oft. Snemmtæk íhlutun er í fyrirrúmi til þess að bregðast við þörfum nemenda.
Skólastjóri Leikholts kynnti sérkennsluskýrslu leikskólans sem gefin er út á hverju ári. Starfið er í nokkuð föstum skorðum. Unnið er að SÍ verkefninu og bæst hafa við verkefni vegna farsældar barna. Verkefnum hefur verið skipt á milli starfsmanna. Leikskólinn er mjög vel mannaður af starfsfólki í þessum málum. Helst hefur leikskólinn sótt þjónustu SVÁ varðandi talmeinafræðing en minna í öðrum þáttum. Umræður urðu um málin.
7. Sameiginlegt - Uppfærð skóladagatöl
- -
Lagðar voru fram breytingar á skóladagatölum Þjórsárskóla og Leikholts til samþykktar eftir smávægilegar breytingar á þeim sem áður höfðu verið lagðar fram. Starfsdagar leikskóla og grunnskóla voru samræmdir vegna verkefnisins Snemmtæk íhlutun 19. febrúar 2025.
Skólanefnd staðfestir breytingarnar á skóladagatölum Þjórsárskóla og Leikholts.
8. Sameiginlegt - Þróunarsjóður skólasamfélags, umsóknir
- -
Formaður kynnti umsóknir í Þróunarsjóð, haustið 2024, ásamt reglum um Þróunarsjóðinn sem eru í gildi. Fjórar umsóknir bárust að þessu sinni. Skólanefnd fer yfir umsóknir í lok fundar og staðfestir úthlutun.
Umræður urðu um málið.
9. Sameiginlegt - Skýrsla formanns skólanefndar
- -
Formaður skólanefndar sagði frá verkefnum undanfarinn mánuð. Yngsta stig grunnskólans kom í heimsókn á síðasta sveitarstjórnarfund og færði fundarmönnum kærleikskort. Síðar sama dag var haldin hátíð grunnskólans á Degi íslenskrar tungu. Nemendur skólans eru þegar farin að nýta tæki og tól sem eru í kjallara grunnskólans. Jafnframt er mjög jákvætt að bókasafn skólans er komið inn í skólastofur og hefur aukið lestur barna.
Umræður urðu um málin.
11. Leikholt - Fjárhagsáætlun 2025
- -
Bolette fór af fundi kl. 17:24
Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2025 og skýrði einstök atriði. Launaliður hækkar lítillega vegna breytinga á stöðugildum. Niðurstaða fjárhagsáætlunarinnar er 6% hærri en áætlunin frá fyrra ári.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd staðfestir fjárhagsáætlunina eins og hún liggur fyrir og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
12. Leikholt - Skýrsla skólastjóra Leikholts
- -
Skólastjóri Leikholts lagði fram skýrslu um starfið í leikskólanum síðasta mánuðinn. Leikskólastarfið gengur vel þrátt fyrir veikindi og forföll. Framundan er jólamánuðurinn en þá er fyrst og fremst lögð áhersla á notalegar og rólegar stundir tengdar jólahátíðinni. Eitt nýtt barn hefur bæst í leikskólann. Verkefnið Snemmtæk íhlutun, sem kynnt var á síðasta fundi, er komið af stað. Matthildur sérkennslustjóri heldur utan um það ásamt Helgu deildarstjóra. Leikritið Grýla og jólasveinarnir var sýnt í boði foreldrafélagsins og var 1. og 2. bekk Þjórsárskóla boðið á sýninguna. Það var mikið fjör á sýningunni. Starfið í desembermánuði endar síðan á jólaballi í leikskólanum.
Umræður urðu um málin.
13. Þróunarsjóður - umfjöllun og úthlutun styrkja
- -
Áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn kl.18:00.
Formaður lagði fram umsóknir í Þróunarsjóð, haustið 2024.
Fjórar umsóknir bárust. „Snemmtæk íhlutun alla leið“ og „Bragðlaukar, matur og heilbrigði“ bárust frá Leikholti. „Gönguskíði í skólastarfi“ barst frá Þjórsárskóla og „Kaup á grilli“ barst frá foreldrafélaginu Leiksteini.
Skólanefnd fór yfir umsóknirnar og mat þær eftir fyrirliggjandi matskvarða sem var hafður til hliðsjónar og reglum um Þróunarsjóðinn.
Niðurstaða skólanefndar um úthlutun úr Þróunarsjóði er eftirfarandi
Snemmtæk íhlutun alla leið. Samþykkt
Bragðlaukar, matur og heilbrigði. Samþykkt.
Gönguskíði í skólastarfi. Samþykkt.
Kaup á grilli. Fellt.
14. Fundarslit
- -
Formaður sleit fundi kl. 18:51.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:51.
Þeir fulltrúar sem voru á fundinum staðfesta fundargerðina með rafrænni undirritun.