- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
17. skólanefndarfundur
Árnesi, 30.1.2025
Fundanúmer í WorkPoint : F202501-0002
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Fundarsetning
Fundurinn var færður inn á TEAMS vegna veðurs.
Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 15:34 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir um það hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Kvartað var yfir því að ekki hafi allir fundarmenn getað skoðað fundargögn tímanlega þar sem vandræði voru með aðgang að gögnum í gegnum tengil fundarboðsins.
Á fundinn voru mætt Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Gunnhildur Valgeirsdóttir í forföllum Ingvars Hjálmarssonar, Sigríður Björk Marinósdóttir, Anna María Flygenring, Bolette Höeg Koch, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Elvar Már Svansson og Sylvía Karen Heimisdóttir. Forföll boðaði Ingvar Hjálmarsson.
2. Þjórsárskóli - Breytingar á skóladegi yngsta stigs í Þjórsárskóla
- -
Stjórnendateymi Þjórsárskóla lagði fram erindi þar sem óskað er eftir því lengja viðveru yngsta stigs um 5 kennslustundir umfram lágmarksviðmiðunartöflu. Þessar kennslustundir yrðu nýttar til kennslu í félagslegum þáttum.
Rökstuðningur fyrir þessari aukningu er sá að þá væri allur skólaakstur sameiginlegur og hægt yrði að vera með sömu frímínútur og kennslustundir á sama tíma fyrir alla nemendur. Það auðveldar stundatöflugerð og dregur úr þörf á gæslu. Einnig opnast möguleiki á samstarfi skólastiga þvert á kennslustundir.
Þessi breyting gerir skóladagana jafnari og fjölskylduvænni. Hægt er að skipuleggja íþróttir og tómstundir, fyrir akstur heim með skólabíl.
Sambærilegt skipulag má finna í grunnskólum í nágrenni við okkur. Gera þarf ráð fyrir auknum starfsmannakostnaði. Síðdegishressing og skólavistun gæti skilað auknum tekjum.Umræður urðu um málið.
Skólanefnd leggst ekki gegn því að þróa áfram þessa hugmynd þannig að hún gæti tekið gildi næsta haust. Nauðsynlegt er kynna málið vel fyrir foreldrum og fá álit frá þeim fyrir þessari hugmynd.
3. Þjórsárskóli - Skólaakstur og pláss í skólabílum
- -
Skólastjóri upplýsti um það að fjöldi nemenda sem eiga rétt á því að fara heim úr skóla, í lok fimmtudaga kl. 12:40, eru fleiri en komast í skólabílinn sem ekur á þessum tíma.
Þetta hefur ekki komið að sök þar sem margir nemendur eru í skólavistun og fara heim síðar. Nú er sú staða uppi að færri nemendur eru skráðir í skólavistun og því fara fleiri nemendur heim á fimmtudögum kl.12:40 en komast fyrir í skólabílnum. Þessi staða veldur því ef einhver sem er skráður í skólavistun vill fara heim fyrr, kemst ekki með, sem og gestir eða börn sem vilja nota ferðina til að komast í heimsókn á milli bæja.
Skólastjóri óskar eftir því að mega kalla út auka skólabíl þegar þær aðstæður skapast að ekki er pláss fyrir alla nemendur í þá ferð sem þeir eiga rétt á.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd leggst ekki gegn því að aukabíll verði kallaður til þegar þörf krefur. Sveitarstjóra og skólastjóra er falið að kanna betur kostnaðarlið og hvort það rúmist innan fjárhagsáætlunar.
4. Þjórsárskóli - Skýrsla skólastjóra Þjórsárskóla
- -
Skólastjóri fór yfir starfið í skólanum frá síðasta skólanefndarfundi.
Nemendur fóru í skógarferð í desember þar sem 8. bekkur útbjó stöðvar fyrir yngri nemendur. Ferðin tókst vel. Brunaæfing heppnaðist vel. Skólastjórnendur Árnesþings komu í heimsókn og skoðuðu breytingar á skólanum.
Nemendur fóru á skíði þegar bilun kom upp í sundlaugunum og skemmtu sér vel í góðu skíðafæri. Breytt áhersla á bókakosti og bókasafni skólans hefur aukið áhuga nemenda á lestri og hefur myndast biðlisti um sumar bækur. Gunnar Helgason, rithöfundur, kom í heimsókn og kynnti bækur sínar.
Við upphaf skóla í janúar var búið að bæta hljóðvist hjá yngsta stiginu og setja upp nýja snaga í anddyri hússins. Undirbúningur er hafinn að árshátíð skólans undir stjórn Magnúsar J. Magnússonar, leikstjóra.
Undirbúningur fyrir næsta skólaár fer að hefjast. Skólastjóri hefur setið fræðslu um Frigg, nýjan miðlægan gagnagrunn frá Menntamálastofnun, sem mun halda utan um skráningu upplýsinga um nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Skólastjóri hefur einnig setið fræðslu um nýja námsskrá.
Fyrirhugað er að halda opið hús í Þjórsárskóla þann 1. mars næstkomandi þar sem breytingar á skólanum verða kynntar.
5. Sameiginleg málefni - Drög að skóladagatölum
- -
Ingibjörg Sæunn og Anna Greta, mættu á fundinn kl. 16:13. Helga Guðlaugsdóttir mætti kl. 16:15.
Lögð voru fram drög til kynningar að skóladagatali Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2025-2026. Í framhaldi af því voru lagðar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til formanns skólanefndar varðandi það með hvaða hætti er ætlast til að skólanámsskrá og starfsáætlun séu samdar og hver ber ábyrgð á þeirri vinnu.
Leikskólastjóri sagði að vinna væri að hefjast við dagatalið og munu skólastjórar hittast í næstu viku og samræma dagatölin sem best.
Umræður urðu um málið.
6. Sameiginleg málefni - Máltíðir í skólum sveitarfélagsins
- -
Formaður skólanefndar vakti máls á því að nauðsynlegt væri að til væri viðbragðsáætlun í grunn- og leikskóla sem tæki á því hvernig bregðast skuli við ef upp kemur smit eða sýking í matvælum í eldhúsum skólanna. Er það í ljósi frétta af alvarlegri e.coli sýkingu í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu nýlega.
Fulltrúi foreldrafélagsins Leiksteins taldi vert að fara vel yfir alla ferla varðandi vinnslu og meðhöndlun matvæla. Hún taldi æskilegt að þeir sem meðhöndla matvæli fyrir skólabörnin fari á námskeið varðandi það. Það þarf að liggja ljóst fyrir á öllum stigum meðhöndlunar á matvælum hver ber ábyrgð á því að verkferlar séu til og viðbrögð við frávikum séu skráð. Fulltrúi foreldra í grunnskólanum tók undir þetta.
Lögð var fram handbók um matvælaöryggi í leikskólanum Leikholti þar sem dregnar eru fram m.a. leiðir við mótttöku, geymslu og meðhöndlun matvæla ásamt viðbrögðum við frávikum.Vinna þarf að því að sambærilegt ástand og kom upp á höfuðborgarsvæðinu komi ekki upp í skólum í sveitarfélaginu.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd óskar eftir því að skólastjórnendur, sveitarstjóri og rekstaraðili mötuneytisins hittist og fari yfir málið. Upplýsa þarf skólanefnd um það hvernig eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins er háttað.
7. Sameiginleg málefni - Mál og læsisstefna í sveitarfélaginu
- -
Formaður skólanefndar reifaði þá hugmynd hvort vinna ætti að því að mál- og læsisstefna í sveitarfélaginu tæki til beggja skólastiganna. Grunnskólinn hefur lagt fram drög að læssitefnu sem unnin er af tveimur kennurum þar. Leikskólinn er að vinna verkefni með Menntamálastofnun sem er í svipuðum takti.
Grunnskólinn og leikskólin horfa jákvætt til þess að vinna saman að málinu þegar vinnu í hvorum skóla fyrir sig er lokið.
Fram kom hjá sveitarstjóra að sveitarfélagið þarf að setja sér málstefnu og að læsisstefnur gætu verið hluti að henni.
Umræður urðu um málið.
8. Sameiginleg málefni -úttekt á starfi Þjórsárskóla og Leikholts
- -
Formaður skólanefndar lagði fram fundargerð samráðsfundar milli stjórnendateymis Þjórsárskóla, formanns skólanefndar og sveitarstjóra sem haldinn var 27. janúar síðastliðinn. Rædd var staða innleiðingarinnar og stöðuna eins og hún var lögð fram í október.
Fram kom að úttekt á innleiðingunni væri ekki tímabær á þessum tímapunkti, en það væri æskilegt að slík vinna færi fram síðar.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd er ánægð með stöðu skólanna varðandi innleiðingu skólastefnunnar og þá vinnu sem kennarar hafa lagt til hennar. Horfa þarf til þess að úttekt, stöðumat eða kennsluráðgjöf sem gagnast skólunum og styrki starfið geti farið fram á haustdögum.
9. Sameiginleg málefni - skýrsla formanns skólanefndar
- -
Formaður skólanefndar lagði fram til kynningar drög að erindisbréfi skólanefndar sem sveitarstjóra og formanni skólanefndar var falið að vinna áfram, samkvæmt afgreiðslu sveitarstjórnar þann 22. janúar.
Umræður urðu um málið.
10. Mál til kynningar - Orðsporið
- -
Formaður lagi fram til kynningar upplýsingar um ósk eftir tilnefningum til Orðsporsins 2025. Orðsporið eru hvatningarverðlaun leikskólans sem að standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.
Verðlaunin eru veitt árlega á Degi leikskólans, 6. febrúar, fyrir framúrskarandi skólastarf eða umbætur og þróun í menntamálum eða í kennsluháttum á leikskólastiginu.
Frestur til tilnefningar til Orðsporsins rennur út þann 31. janúar næstkomandi.
11. Mál til kynningar - Menntaverðlaun Suðurlands 2024
- -
Formaður lagði fram til kynningar upplýsingar um tilnefningu til Menntaverðlauna Suðurlands 2024, sem eru veitt á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS.
Verðlaunin verða veitt í 17. sinn þann 12. febrúar næstkomandi. Þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum hætti geta hlotið verðlaunin. Þar má telja leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, símenntunarstöðvar, háskólastofnanir, kennara, einstaklinga eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélag/skólanefndir og foreldafélög.
Tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands 2024 skulu berast SASS fyrir miðnætti sunnudagsins 2. febrúar 2025.
12. Leikholt - Leikskólalóð
- -
Bolette , Ingibjörg María og Elvar Már fóru af fundi kl. 17:43.
Leikskólastjóri lagði fram til kynningar fundargerð vegna endurnýjunar á útisvæði við Leikholt. Búið er að skipta verkefninu upp í verkþætti og áætla lok þeirra.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd vísar erindinu til efnislegrar staðfestingar í sveitarstjórn.
13. Leikholt - gjaldskrá
- -
Leikskólastjóri lagði fram gjaldskrá Leikholts 2025 ásamt gjaldskrárreglum leikskólans sem hafa verið staðfestar af sveitarstjórn.
Rætt var um ýmsar leiðir til þess að koma til móts við forelda sem þurfa frekari stuðning og samanburður á leikskólagjöldum í nágrannasveitarfélögum skoðaður. Í þeim samanburði kemur leikskólinn okkar ágætlega út og þjónustan er mjög góð.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd leggur til að tekið verði upp einhvers konar afsláttarfyrirkomulag og óskar eftir því að sveitarstjóra verði falið að koma með tillögur að því.
14. Leikholt - Viðbragðsáætlanir
- -
Fulltrúi foreldrafélagsins Leiksteins vakti athygli á því að skort hefði upplýsingar frá leikskólanum vegna öryggisbrests sem varð nýlega.
Leikskólastjóri sagði að brugðist hefði verið við því, en baðst afsökunar á upplýsingaskortinum. Hún lagði fram viðbragðsáætlanir og EKKO stefnu leikskólans Leikholts vegna þessa.
Nálgast má þessar áætlanir á vefsíðu leikskólans, www.leikholt.info.
Umræður urðu um málið.
15. Leikholt - Skýrsla skólastjóra Leikholts
- -
Leikskólastjóri lagði fram mánaðarskýrslu í janúar 2025. Mikil áhersla hefur verið lögð á stóra læsisverkefnið í samvinnu við aðra leikskóla í nágrannasveitarfélögum. Unnið er að gerð handbókar sem verður hluti af nýrri skólanámsskrá leikskólans.
Vel hefur gengið að fara á skíði í desember og janúar og starfsfólk hefur fengið leiðbeiningu um skíðakennslu fyrir börn. Heilsueflandi kennsla er í boði í formi sundkennslu og skíðakennslu. Fyrirhugað er að taka upp léttar fimleikaæfingar.
Breytingar eru á starfsmannahaldi á næstunni og nýtt barn mun bætast við í leikskólann í febrúar. Leikskólastjóri hefur áhyggjur af skólaþjónustu sveitarfélagsins, hvað varðar stjórnun, skilvirkni og skipulag hennar í heild. Þjónusta talmeinafræðings hefur þó verið mjög vönduð og góð. Þar sem ekki er starfandi kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustunni er íhugað að sækja kennsluráðgjöf frá utanaðkomandi aðilum.
Upp kom öryggisbrestur í desember þegar börn sluppu út af leikskólalóðinni. Í kjölfarið voru verkferlar yfirfarnir og gripið til bráðaaðgerða til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Börn verða héðan í frá í vestum sem auka á sýnileika þeirra.
16. Fundarslit
- -
Formaður sleit fundi kl. 18:50.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.
Þeir fulltrúar sem voru á fundinum staðfesta fundargerðina með rafrænni undirritun.