- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
* * *
1. Innra mat Þjórsárskóla
Skólastjóri kynnti innra mat, nemendur voru spurðir um hvernig mætti bæta skólastarf. Almennt voru góðar hugmyndir nemenda í matinu og skólastjóra fannst umræðan jákvæð og góð.
Skólastjóri kynnti skólapúlsinn þar sem nemendur segja frá líðan sinni í skólanum og ýmsa kosti og galla við skólastarf. Ekkert athugavert kom út úr þeirri könnun sem bendir á slæma líðan nemenda.
2. Skýrsla skólastjóra um skólastarf veturinn 2020-2021
Skólastjóri kynnti skýrslu um hvernig skólastarfi var háttað veturinn 2020-2021. Ýmsar breytingar voru gerðar til að bregðast við covid-faraldri.
3. Bréf frá foreldrum
Kynnt var bréf frá foreldrum um kristinfræðikennslu. Málið var rætt og mikil umræða skapaðist. Skólanefnd tekur undir ályktun starfsmannafundar Þjórsárskóla 27. janúar 2021. Nefndin treystir Þjórsárskóla til að kenna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla í kennslu trúarbragðarfræða.
4. Önnur mál
Farið var yfir launakostnað Þjórsárskóla 2015-2020
Fundi slitið kl. 17:00 Næsti fundur ákveðinn 23. mars