Skólanefnd

9. fundur 18. maí 2020 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsd
  • Anna María Flygenring
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Einar Bjarnason
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • Ingvar Þrándarson
  • Gestur Einarsson
  • fulltrúi foreldra
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir ritar fundargerð

Árnesi, 18 maí, 2020  Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202005-0004

9. Fundargerð

skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps

Leikholt

1. Leikskóladagatal 2020-2021

Elín Anna fer yfir leikskóladagatalið. Aukastarfsdagur sem settur hafði veri í maí 2020, færist yfir í maí 2021 (námsferð). Lokun í 25 virka daga yfir sumartímann.

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

2. Starfsáætlun 2019-2020

Elín Anna fer yfir starfsáætlun.

Skólanefnd samþykkir starfsáætlun.

3. Aðgerðir í Leikholti vegna samkomubanns í mars og apríl 2020

Elín Anna fer stuttlega yfir aðgerðir vegna samkomubanns. Mjög mikil vinna sem lá í aðgerðum vegna samkomubanns. Opið fyrir öll börn, alla daga.

Skipt upp í 7 hópa sem máttu koma í einu að afhenda og sækja börn.

Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með úrlausnir og dugnað starfsmanna við að halda skólanum opnum á tímum samkomubannsins.

4. Staða í maí og júní - börn og starfsmenn

36 börn vistuð í maí. Ekki hægt að taka við fleiri börnum eins og er, miðað við starfsmannafjölda.

Reiknað er með að í haust verði börnin 32. Að auki geta nemendur sem eru að byrja í grunnskóla, komið í leikskólann þangað grunnskólinn verður settur.

Í janúar 2021 verður fjöldinn orðinn 37.

5. Áætlun fyrir haustið 2020

Ekki þarf að auglýsa eftir starfsmönnum fyrir næsta skólaár. Stöðugildin eru 9,7. Starfsmenn eru 16.

 

6. Framkvæmdir á húsnæði

Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvort farið verði í fyrirhugaðar framkvæmdir á þessu ári.

Elín Anna ítrekar að ljúka þurfi hönnunarferlinu sem fyrst.

Starfsmenn vilja koma ákveðnum hugmyndum á framfæri í hönnunarferlinu og munu funda með sveitarstjóra og fulltrúum sveitarstjórnar á næstunni.

Lyftu þarf að lagfæra hið fyrsta og er komið í ferli.

7. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 17.10.  Næsti fundur ákveðinn í ágúst.