Nr. 8
Árnesi, 20 febrúar, 2020
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202002-0005
Skólanefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps. Leikholt.
Fundargerð: * * *
1. Fáliðunaráætlun fyrir leikskólann.
Bætt verður inn ákvæði :Leikskólastjóri ákveður í samráði við deildarstjóra eftir hvaða fyrirkomulagi er farið hverju sinni ef senda þarf börn heim. Foreldrar eru eindregið hvattir til að láta vita sem fyrst fyrir hvern dag, ef um veikindi eða forföll barna er að ræða.
2. Þriðja deild við leikskólann Leikholt.
Elín Anna lagði fram skjal með rökstuðningi um þörf á þriðju deildinni. Skólanefnd tekur undir þörf fyrir 3. deildinni og að málið verði lagt fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
3. Börn og starfsfólk.
Elín Anna birti töflur um fjölda barna, kynjaskiptingu o.fl. í febr. 2020. Nýr leikskólakennari kemur til starfa í 100 % starf 2.mars.
4. Áfallaáætlun.
Elín Anna kynnti áætlunina, sem hefur verið betrumbætt. Samþykkt.
5. Eineltisáætlun.
Sú áætlun er í gildi, bæði fyrir börn og starfsfólk. Samþykkt.
6. Rýmingaráætlun.
Samþykkt eftir skoðun á teikningum.
7. Önnur mál
Fundi slitið kl. 17.10 Næsti fundur ákveðinn 16.apríl kl. 16.30.