- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Ekki voru gerðar athugasemdir við fundarboðið. Lagt var til að tekið yrði inn á dagskrá fundar aðalfundarboð Hitaveitufélags Gnúpverja ehf., aðalfundarboð Vottunarstofunnar Túns og beiðni um skólavist barns í Þjórsárskóla utan lögheimilissveitarfélags. Verða þau mál nr. 16., 17. og 18. á dagskrá. Kjartan H. Ágústsson óskaði eftir því að fá að leggja fram sérstaka bókun í lok fundar. Var það samþykkt samhljóða
1. Endurskoðun samþykkta stjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, síðari umræða
Síðari umræða um breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að það fjölgi úr þremur í fimm nefndarmenn í Loftslags- og umhverfisnefnd og Atvinnu- og samgöngunefnd. Einnig breyting á fundartíma sveitarstjórnar, frá því að vera kl 14 á miðvikudögum í kl 9 á miðvikudögum.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum breytingar á samþykktum stjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og felur sveitarstjóra að gefa þær út til birtingar með viðauka við samþykktir um stjórn.
2. Drög að erindisbréfum nefnda
Erindisbréf fyrir eftirfarandi nefndir lögð fram til samþykktar:
Velferðar- og jafnréttisnefnd
Menningar- og æskulýðsnefnd
Ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Loftslags- og umhverfisnefnd
Atvinnu- og samgöngunefnd
Afréttamálanefnd Gnúpverja
Sveitarstjórn samþykkir öll erindisbréfin með 5 atkvæðum með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
3. Skipan í nefndir
Lagt er til eftirfarandi skipan í Velferðar- og jafnréttisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps:
Aðalmenn |
Varamenn |
Andrea Sif Snæbjörnsdóttir |
Gunnhildur Valgeirsdóttir |
Lilja Össurardóttir |
Bjarni Másson |
Kjartan Ágústsson |
Rakel Þórarinsdóttir |
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum skipan í Velferðar- og jafnréttisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
4. Skólaþing
Umræða um hvað fer fram á skólaþingi og að framundan sé að hefja vinnu við undirbúning skólaþings sem ætlunin er að fari fram í haust/vetur.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
5. Vegur að Stóra-Núpi
Fundargerð lögð fram til kynningar.
6. Hamragerði 9 – skil á lóð
Lóðahafar að Hamragerði 9 hafa óskað eftir að skila lóð sem þeir fengu úthlutaðri fyrr á þessu ári.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ósk um skil á lóðinni Hamragerði 9. Sveitarstjóra falið að auglýsa lóðina aftur til úthlutunar.
7. Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi South Central sf.
Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II–G íbúðir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II–G íbúðir.
8. Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi Ásaskóli
Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II–C minna gistiheimili.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II–C minna gistiheimili.
9. Útleiga Fossá og Rauðá
Núverandi leigusamningur um veiðiréttinn í Fossá og Rauðá rennur út í haust. Núverandi leigutaki hefur óskað eftir framlengingu á leigusamninginum. Að sama skapi hafa fleiri aðilar óskað eftir leigurétti. Skógræktin og Forsætisráðuneytið eru auk þess aðilar að leigu ánna þar sem um þjóðlendu er að ræða.
Sveitarstjóra falið að hefja vinnu við nýtt útboð í veiðirétt Fossár og Rauðár í samráði við Forsætisráðuneytið og Skógræktina.
10. Fyrirspurn um stað vegna safns fyrir ferðaþjónustu
Lagt fram bréf frá Atla Lilliendahl og Öldu Björk Ólafsdóttur þar sem fram kemur að þau eigi stórt safn uppstoppaðra fugla og hausa af íslenskum húsdýrum og stefni að uppbyggingu og opnun safns sem búi yfir öllum fuglategundum á Íslandi. Leitast er eftir því hvort Skeiða- og Gnúpverjahreppur geti boðið fram vel staðsetta lóð með góðu aðgengi fyrir safnið.
Sveitarstjórn tekur vel í verkefnið og myndi telja slíkt safn sóma sér vel í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og kanna mögulegar staðsetningar sem gætu komið til greina.
11. Hestamannafélagið Jökull - Beiðni um styrk
Bragi Gunnarsson og Ólafur Gunnarsson frá Hestamannafélaginu Jökli kynntu starfsemi félagsins fyrir sveitarstjórn. Hestamannafélagið Jökull varð til við sameiningu þriggja hestamannafélaga í uppsveitunum, þ.e. Loga, Smára og Trausta. Félagið leggur mikla áherslu á að efla starf fyrir börn og unglinga svo allir geti lagt stund á hestaíþróttina. Hestamannafélagið Jökull óskar eftir styrk árin 2023- 2026 með árlegu framlagi uppá 1.000.000 kr.
Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Sveitarstjórn fagnar áformum um að efla starf barna og ungmenna á sviði hestaíþrótta. Samþykkt með 4 atkvæðum að styrkja Hestamannafélagið Jökul árin 2023-2026 með árlegu framlagi uppá 1.000.000 kr.
12. Íþróttafélag uppsveita – kynning
Matthías Bjarnason og Sólmundur Magnús Sigurðarson frá Íþróttafélagi uppsveita kynntu starfsemi félagsins fyrir sveitarstjórn og óskuðu í framhaldinu eftir að fá fulltrúa frá sveitarfélaginu á sameiginlegan fund með fulltrúum hinna sveitarfélaganna í uppsveitunum þar sem nánari útfærsla að framtíðarsýn Íþróttafélags uppsveita, auk útfærslu að samstarfi sveitarfélaganna í uppsveitunum, verður kynnt og lögð fram.
Sveitarstjórn tekur vel í áform Íþróttafélags uppsveita um að efla íþróttastarf í uppsveitunum. Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir að höfðu samráði við nágrannasveitarfélög.
13. Persónuvernd - synjun endurupptöku máls
Lagt fram til kynningar.
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson lagði fram eftirfarandi bókun um málið:
Með úrskurði Persónuverndar þann 30. júní 2021, að vinnsla Skeiða- og Gnúpverjahrepps á persónuupplýsingum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem og höfnun Persónuverndar þann 22. júní 2022 um endurupptöku málsins nr. 2020082149, kemur berlega í ljós hversu sveitarstjórnum er mikilvægt að vanda til allrar stjórnsýslu og gæta að meðhöndlun persónuupplýsinga í hverju því máli sem á borð hennar ber.
Það má meðal annars draga fram mikilvægi þess að skrá allt það sem fram fer á fundum í fundargerð sér í lagi ef á honum eru teknar mikilvægar ákvarðanir, eða að þar sé kynnt að ákvörðunar sé að vænta á næstunni, og staðfesta það með undirritun allra aðila á fundinum.
Með bættri stjórnsýslu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi má draga úr líkum á því að íbúar sveitarfélagsins þurfi að standa í málaferlum við stjórnvald sitt.
14. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Fundargerð auka aðalfundar 29.06.2022
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. Nefnd oddvita og sveitarstjóra (NOS). Fundargerð 29.06.2022
Fundargerð lögð fram til kynningar.
16. Hitaveita Gnúpverja – aðalfundarboð
Fundarboð lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri sækir fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
17. Vottunarstofan Tún – aðalfundarboð
Fundarboð lagt fram til kynningar.
18. Þjórsárskóli. Beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili utan Skeiða- og Gnúpverjahrepps fái heimild til að stunda nám í Þjórsárskóla, skólaárið 2022-2023. Lögheimilissveitarfélag hefur samþykkt að greiða til sveitarfélagsins fyrir námsvist barnsins.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina með 5 atkvæðum og fer gjaldtaka eftir við-miðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna nemenda utan lögheimilis-sveitarfélags.
19. Önnur mál löglega fram borin.
Kjartan H. Ágústsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna óformlegs fundar eða kaffispjalls fulltrúa L-listans með forstjóra Landsvirkjunar sem fram fór 8. júlí sl.:
Ég undirritaður tel að eðlilegt hefði verið að gefa öllum hreppsnefndarmönnum tækifæri til að taka þátt í fundinum.
Fyrirhuguð virkjun er mjög umdeild og kemur til með að hafa mikil og langvarandi áhrif á mannlíf og umhverfi. Því er mikilvægt að vanda til verka og hafa allt uppi á borðum.
Ég tel því að fundir sem þessi þurfi að vera formlegri og fundargerð rituð. Annað skapar tortryggni.
Fundi slitið kl. 11.45. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 7. september nk. kl 09.00. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: