- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Árnesi, 22. janúar, 2020
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202001-0014
35. fundur sveitarstjórnar
1. Jafnlaunavottun - vinnsla. Samningur. Sveitarstjóri greindi frá vinnu við undirbúning við öflun jafnlaunavottunar fyrir sveitarfélagið. Lögð voru einnig fram drög að samningi við ICert ehf um vottun á jafnalaunakerfi. Öll sveitarfélög í uppsveitum ásamt Flóahreppi hafa aðild að samningnum. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
2. Árnes og nágrenni. Búsetulóðir og frístundalóðir. Tillögur að deiliskipulagi lagðar fram um búsetu- og frístundalóðir á Flötum ofan Árneshverfis. Tillögurnar gera ráð fyrir talsverða fjölgun sumarhúsalóða á svæðinu auk búsetulóða. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagðar tillögur og samþykkir samhljóða að vísa þeim til afgreiðslu Skipulagsnefndar.
3. Heilsueflandi samfélag - skipan í stýrihóp -áætlun. Sveitarstjóri greindi frá undirbúningi við verkefnið Heilsueflandi samfélag. Næstu skref eru að skipa fimm fulltrúa í stýrihóp fyrir verkefnið og halda innan skamms fundi með nefndum og fulltrúum nefnda og félaga í sveitarfélaginu. Nokkru síðar verði haldinn opinn íbúafundur af þessu tilefni. Sveitarstjórn tekur jákvætt í verkefnið. Skipun fulltrúa í stýrihóp frestað til næsta fundar. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun.
4. Frumvarp um hálendisþjóðgarð umsögn. Lagt var fram til umsagnar, frumvarp til alþingis um hálendisþjóðgarð. Miklar umræður urðu um frumvarpið. Lögð var fram fundargerð frá Afréttarmálafélagi Gnúpverja frá 20. janúar 2020.
Bókun nefndarinnar er svohljóðandi:
Afréttarmálanefnd Gnúpverja skorar á sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að gera athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Með þessu frumvarpi er verið að skerða verulega, að okkar mati, skipulagsvald sveitarfélaga innan þjóðgarðs og teljum við að sveitarstjórn eigi að passa upp á réttindi sveitarfélagsins. Í gegnum tíðina hefur afréttinum verið sinnt að miklu leyti af heimafólki í sjálfboðavinnu. Þar hefur m.a. verið unnið að uppgræðslu afréttarins, byggingu og viðhaldi húsa auk annarra mannvirkja. Við teljum að frumvarpið dragi úr áhuga fólks og löngun á að sinna þessum verkum þegar ákvarðanir eru teknar utan sveitarfélagsins eða í einhverjum ráðum úti í bæ. Við teljum að best sé að fela heimamönnum eftirlit og ákvarðanir í málefnum afréttarins enda hefur hér verið unnið að friðun og stýrðri umgengni á viðkvæmum og vinsælum svæðum í samráði við ýmsar stofnanir en jafnframt unnið að nýtingu þeirra auðlinda sem á svæðinu eru.
Björgvin Skafti Bjarnason lagði fram svohljóðandi bókun:
Í frumvörpum um Þjóðgarðastofnun og hálendisþjóðgarð er enn og aftur verið að breyta hverjir fara með skipulagsmál landsins. Það er óheppilegt að svæðisráð og stjórn þjóðgarðs sem jafnframt eru rekstraraðilar garðsins fari með skipulagsvaldið. Eðlilegra er að það komi tillögur frá þeim sem síðan eru samþykktar af sveitarstjórnum. Það eru engin rök fyrir því að það sé einn rekstraraðili innan sveitarfélags sem geti sjálfur skipulagt, án nokkurs eftirlits, sínar athafnir. Draumurinn um hálendisþjóðgarð er vissulega fallegur og á fullan rétt á sér. Draumurinn er líka tímabær því að samhliða minni þörf fyrir fjárbeit á afréttum og afgerandi meiri áhuga bænda á landgræðslu eru nýjar ógnanir við náttúru hálendisins.
En þrátt fyrir það að tímabært sé að undirbúa stofnun þjóðgarðs þarf að vanda til verka. Það eru ekki eingöngu sjónarmið sauðfjárbænda sem taka þarf tillit til.
Huga þarf vel að stjórnsýslu í tengslum við garðinn. Þó að það skipulag sem lagt er upp með henti að einhverju leyti Vatnajökulsþjóðgarði er óvíst að það henti stærri garði með töluvert fleiri sveitarfélögum og flóknari hagsmunum heldur en sést hefur áður.
Skipulagslög eru ramminn utan um skipulag sveitarfélaga. Eins og nú háttar til hefur ekkert sveitarfélag skipulagsrétt innan annars sveitarfélags. Til eru byggðasamlög um skipulags– og byggingarmál þar sem tvö eða fleiri sveitarfélög reka saman embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Þrátt fyrir samreksturinn hefur hver sveitarstjórn skipulagsvald innan sinna marka. Eins og hálendisfrumvapið er hugsað er stjórnskipunin þannig að skipuð verði sex svæðisráð. Þessi sex svæðisráð útbúi stjórnunar og verndaráætlun fyrir sitt svæði. Ekki er víst að allar sveitarstjórnir eigi fulltrúa í svæðisráði. Þessi stjórnunar- og verndaráætlun verði tekin inn í skipulagsáætlanir sveitarfélaga.
Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps styður áform um hálendisþjóðgarð en telur einn þjóðgarð ekki tímabæran. Eins telur meirihlutinn að ekki sé tímabært að leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð. Um er að ræða stærsta þjóðgarð Evrópu á svæði sem þekur rúmlega þriðjung Íslands. Svæðið sem um ræðir er ólíkt innbyrðis og ýmsir hagsmunir geta valdið því að ekki náist samstaða um málið.
Umfang verkefnisins er líka af þeirri stærðargráðu að óvíst er hvort sómi verði af framkvæmdinni. Gera verður kröfu til framkvæmdaaðila um að hann sýni fram á það með rökum að svo verði. Þó að þeirri aðferð hafi verið beitt að ákveða fyrst stærð og legu þjóðgarðs eins og Vatnajökulsþjóðgarðs og semja síðan stjórnunar- og verndaráætlun er verið að byrja á vitlausum enda.
Skilgreina þarf betur stjórnunar- og verndaráætlun og aðskilja þær áætlanir skipulagsáætlunum. Öll mannvirki hvort sem eru á miðhálendinu eða annars staðar þurfa að fara í gegn um aðal og deiliskipulagsmeðferð viðkomandi sveitarfélags. Landnotkun þarf líka að fara í gegnum aðalskipulagsferli og eðlilegt er að þjóðgarðar fari í umhverfismat.
Einar Bjarnason og Matthías Bjarnason tóku undir ofangreinda bókun.
Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég styð frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs, enda samrýmist stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands ágætlega stefnu Gróskulistans í náttúruverndarmálum. Þar sem ég þekki til hefur reynsla þeirra bænda og ferðaþjónustuaðila innan Vatnajökulsþjóðgarðs verið jákvæð. Enn fremur tel ég stofnun slíks þjóðgarðs framfaraskref í þróun náttúruverndar en jafnframt muni innan hans rúmast vel þær atvinnugreinar sem sveitarfélagið byggir helst á, þó á forsendum sjálfbærrar landnýtingar.
Ingvar Hjálmarsson lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég leggst alfarið gegn þeim hugmyndum umhverfisráðherra sem boðaðar eru í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Það land sem um ræðir er allt innan Þjóðlendu svo hér er um algjöran óþarfa að ræða, einungis sýndarmennsku. Sem sveitarstjórnarmaður á ég erfitt með að sætta mig við að sú skipulagsskylda sem hvílir hjá sveitarfélögunum verði skert til mikilla muna. Að það skuli vera forgangsmál umhverfisráðherra og ríkisstjórnar Íslands að ráðast með þessum hætti á hálendi Íslands og okkur íbúa þessa lands er afar ósmekklegt. Vegasamgöngur, heilbrigðismál og raforku öryggi landsmanna hlýtur að eiga að vera í forgangi frekar en eitthvert gæluverkefni fárra aðila sem ætla með valdnýðslu að skerða aðgengi fólks að hálendi Íslands. Ég fæ ekki annað séð en að ef þetta frumvarp Umhverfisráðherra verði samþykkt á Alþingi okkar Íslendinga, verði hér innan fárra ára á miðhálendi Íslands ein stærsta eyðmörk í Evrópu. Því með þessari framkomu verður nú ekki auðvelt fyrir ríkisvaldið að fá fólk í sjálfboðavinnu á hálendinu. Á því hefur það byggst og mun gera áfram.
5. Sorpmál reglugerðir og gjöld. Lögð fram drög að breytingum á lögum um meðhöndlum úrgangs og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Lagt fram og vísað til umhverfisnefndar. Bjarni Jónsson forstöðumaður þjónustustöðvar mætti til fundarins og fór yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu. Fyrirkomulag gjaldtöku og umfang þjónustunnar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að starfsmaður sveitarfélagsins heimsæki íbúa og ráðleggi þeim um flokkun sorps, auk þess að yfirfara sorpílát.
6. Strætókort fyrir námsmenn. Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum sem samþykktar voru á síðasta ári lagðar fram. Samþykkt að reglur um þátttökukostnað frá síðasta ári verði endurnýjaðar og upphæðir uppfærðar í samræmi við gjaldskrá Strætó BS. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
7. Beiðni um endurnýjun samnings um styrk til reiðvega. Máli frestað til næsta fundar.
8. 189. fundur Skipulagsnefndar Mál nr. 8, 9 og 10 þarfnast afgreiðslu.
Skeiðháholt, Borgarkot, Kílhraun, Kálfhóll; Endurnýjun hitaveitulagna; Áfangi 2 og 3; Framkvæmdaleyfi - 1912043
Lögð er fram umsókn Bjarna H. Ásbjörnssonar dags. 12. desember 2019, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagna, áfanga 2 og 3, fyrir hönd Hitaveitu Suður Skeiða. Gert er ráð fyrir uþb. 1.600m nýrri stofnlögn, tengd við núverandi lögn í landi Blesastaða í átt að Borgarkoti og Hraunbrún. Þá er gert ráð fyrir heimtaugum frá stofnlögn að Borgarkoti, 580m, Hraunbrún, 670m og Kálfholti, 960m.
Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki framkvæmdina og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 og fyrirliggjandi gögn umsækjanda. Forsenda fyrir leyfisveitingunni er að samkomulag hafi verið gert við alla þá landeigendur sem hugsanlega hafa aðkomu eða hagsmuni vegna lagnaleiða hitaveitulagna.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda framkvæmd í samræmi við reglugerð nr. 772./2012 og fyrirliggjandi gögn.
Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 - breyting á notkun - 1910041
Í framhaldi af grenndarkynningu dags. 18. nóvember 2019 með athugasemdafrest til 18. desember 2019. Fyrir liggur umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15. október 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottahús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Athugasemdir bárust.
Afgreiðsla Skipulagsnefnar: Skipulagsnefnd UTU telur rétt að vísa málinu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til nánari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir að framkvæmdaaðili leggi fram skýr áform um fyrirhugaðar framkvæmdir
Holtabraut 1-3; Endurskoðun bílastæðalausnar; Deiliskipulagsbreyting - 1904011
Tekin til umræðu ný tillaga hönnuða Landform f.h. Landstólpa ehf, vegna útfærslu á aðkomu og fyrirkomulagi bílastæða við Holtabraut 1-3 í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillagan er lögð fram sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi Brautarholts á Skeiðum.
Skilmálar áður gildandi skipulags haldast að öðru leyti óbreyttir.
Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. sömu laga.
Sveitarstjórn samþykkir samkvæmt ofangreindu, óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. sömu laga.
9. Árnes félagsheimili og Nónsteinn samningur. Staðfesting. Undirritaðir samningar við Þórð Ingvason fyrir hönd Árnes Íslandi ehf lagður fram og staðfestur.
10. Fréttabréf samningur. Staðfesting. Undirritaður samningur við Amenic ehf lagður fram og staðfestur. Matthías Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
11. Vallarbraut 9 Hó ehf - Tré og Straumur ehf kaupsamningur. Staðfesting. Samningur við Hó ehf um kaup sveitarfélagsins á fasteigninni Vallarbraut 9, undirritaður lagður fram og staðfestur.
12. Almannavarnarfundur 13.11.19. Fundargerð lögð fram og kynnt
13. Framlög til stjórnmálaflokka- ályktun sambands. Lagt fram og kynnt.
14. Pistill sveitarstjóra janúar 2020.
Fundi slitið kl. 18:25. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 5. febrúaar. kl 16.00. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: