- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, Anna Sigríður gerði athugasemd við að hluti fundargagna hefði borist of seint
Oddviti óskaði eftir að tveimur málum yrði bætt við. Harmoinum orgel og þjónustusamningur við Loftmyndir ehf auk þess óskaði Anna Sigríður eftir að bætt yrði máli á dagskrá. Var það samþykkt
Árnesi, 18 september, 2019
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201909-0005
28. Sveitarstjórnarfundur
1. Reykholt baðlón samningur sept. 2019
Máli frestað þar sem endanleg drög lágu ekki fyrir.
2. Gatnagerðargjöld
Sveitarstjóri lagði fram gögn varðandi álagningu gatnagerðargjalda í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Fyrir liggur álit frá Lögmönnum Suðurlandi þess efnis að handhöfum lóðarleigusamninga sem gerðir voru fyrir gildistöku gjaldskrár gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu beri ekki lagaleg skylda til að greiða gatangerðargjöld verði þau lögð á. Hins vegar beri handhöfum lóðarleigusamninga sem gerðir voru eftir gildistöku gjaldskrárinnar að greiða þau gatnagerðargjöld sem lögð verða á í samræmi við skilmála tilheyrandi lóðarleigusamninga. Sveitarstjóri lagði fram drög að bréfum til hlutaðeigandi aðila. Um er að ræða tvær útgáfur. Önnur snýr að þeim sem eru handhafar lóðarleigusamninga fyrir umrædda gildistöku og hins vegar til þeirra sem sem eru handhafar samninga eftir gildistökuna. Sveitarstjórn samþykkir að leggja gatnagerðargjöld á handhafa lóðarleigusamninga sem gerðir voru fyrir gildistökuna og mælast til þess að aðrir greiði sem nemur 50 % af þeim gjöldum sem gjaldagrunnur gerir ráð fyrir. Sveitarstjóra falið að útfæra áðurnefnd bréf endanlega og leggja þau fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
3. Fjárhagsmál: Viðauki við fjárhagsáætlun 18. Sept 19
Sveitarstjóri lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun. Þar er gert ráð fyrir 7.5 mkr hækkun á útgjöldum til málaflokks 08. Hreinlætismál, sorpþjónustu og 30 mkr hækkun á fjárfestingu vegna viðbótar gatnagerðar í Brautarholts- og Árneshverfis.
Í viðauka var einnig gert ráð fyrir hækkun á útgjöldum félagsþjónustu um 12 mkr. vegna endurbóta á húsnæði fyrir fatlaðan einstakling. Ákvörðun um þann lið frestað þar til ákvörðun liggur fyrir um hvort farið verður í verkefnið.
Útgjaldaaukningu mætt með lækkun á handbæru fé og lántöku að hluta. Viðauki samþykktur samhljóða með ofangreindri breytingu.
Sveitarstjóri laðgi fram ósk um framlengingu á yfirdrætti á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins 25 mkr til 31.12.2019.
Samþykkt samhljóða.
4. Áshildarmýri br Aðalskipulag sept. 2019.
Lagt fram og kynnt.
5. Björnskot breyting á íbúð
Eyrún Stefánsdóttir arkitekt og Guðmundur Hjaltason tæknifræðingur mættu til fundarins. Þau fóru yfir kostnaðaráætlun að breytingum sem fyrirhugaðar eru á íbúðarhúsi í Björnskoti til að uppfylla þarfir fatlaðs einstaklings.
Ákvörðun um framhald verkefnisins frestað. Leitað verður nánari upplýsinga til sérfróðra aðila um málefni fatlaðra og stefnt að vinnufundi sem fyrst.
6. Þjórsárstofa Samningur
Lagt fram bréf frá Landsvirkjun. Undirritað af Herði Arnarsyni forstjóra. Þar sem fram kemur að samningi milli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um rekstur Þjórsárstofu ljúki um næstu áramót. Tilkynnt er jafnframt að ekki verði um framlengingu samnings að ræða. Lagt fram og kynnt.
7. Samningur um fornleifaskráningu
Lögð fram drög að samningi frá Fornleifastofnun um fornleifskráningu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samningurinn fjallar um áframhald vinnu við skráningu fornminja í sveitarfélaginu. Samningur samþykktur samhljóða. Kostnaður við verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar.
8. Fréttabréf
RS. útgáfan ehf sem annast hefur útgáfu fréttabréfsins hefur hætt störfum. Tilheyrandi samningur er útrunninn. Annar aðstandenda Rs útgáfunnar Stefán Þorleifsson hefur boðist til að annast útgáfu fréttabréfsins til næstu áramóta. Framlögð drög að samningi samþykkt samhljóða með fyrirvara um lagfæringar. Samþykkt að auglýsa eftir útgáfuaðila frá og með næstu áramótum.
9. 183. fundur skipulagsnefndar 11.09.2019
Mál 11.
Rauðukambar Þjórsárdal; Rannsóknarholur og kaldavatnsholur; Framkvæmdaleyfi - 1908075
Magnús Orri Schram f.h. Rauðukamba ehf, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarborhola við Rauðukamba í Þjórsárdal. Áætlað er að bora 2-3 rannsóknarholur allt að 150m djúpar til að styðja við vinnsluborholu í von um að ná 30-40l/s af um 80 gráðu heitu vatni. Borholurnar verða boraðar í nálægð við Reykholtslaug/Rauðukambalaug. Einnig er ætlunin að kanna með tveimur grunnum rannsóknarholum (50-70m, á melunum vestan við Fossá að fá kalt neysluvatn fyrir svæðið. Tilgangur borana er að fá nægilegt vatn til að þjónusta fyrirhugaða gisti og ferðamannastarfssemi. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða mun sjá um framkvæmdina.
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykki að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar. nr. 772/2012 með fyrirvara um að samningar við Rauðukamba náist. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.
10. Fundargerðir oddvitanefndar
Fundur oddvitanefndar UTU haldinn 2. september 2019.
Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 4 er fjallar um ráðningu starfsmanns.
Fundargerð lögð fram.
Liður 4, ráðning starfsmanns til að sinna umsýslu vegna söfnunar á seyru o.fl. Sveitarstjórn frestar að samþykkja fyrir sitt leyti að ráðinn verði starfsmaður til verkefnisins og til að sinna verkefnum tengdum seyrumálum þar til lagðar verði fram skýrar upplýsingar um áætlaðan kostnað, ásamt þarfagreiningu og rökum fyrir ráðningunni.
11. Fundargerð skólanefndar Flúðaskóla 5. Sept 2019
Fundargerð lögð fram og staðfest
12. Vefnefnd fundargerð 10.09.19
Fundargerð lögð fram og staðfest.
13. Kvörtun vegna ágangs sauðfjár Hekluskógar
Lagt fram erindi frá Þorvaldi Erni Árnasyni, formanni Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd. Þar er fjallað um ágang sauðfjár á trjágróður í Þjórsárdal.
Sveitarstjóra og oddvita falið að afla betri upplýsingar um hvað sendandi erindisins á við með innihaldi þess og óska eftir fundi ef þurfa þykir.
14. Skólaakstur verksamningar 2019-2020, 2020-2021
Lagðir fram og staðfestir undirritaðir samningar um skólaakstur milli sveitarfélagsins og verktaka er annast aksturinn.
15. Skipun i Atvinnumála- og samgöngunefnd
Samþykkt samhljóða að skipa Karen Kristjönu Ernstsdóttur í Atvinnumála- og samgöngunefnd í stað Önnu Kristjönu Ásmundsdóttur sem óskaði eftir lausn frá setu í nefndinni.
16. Úttekt Persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa.
Lagt fram og kynnt.
17. Skoðunarskýrsla brunavarna Hólaskógur.
Lagt fram og kynnt.
18. Fundargerð 873. Fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram og kynnt
19. 10. Fundur Stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Lagt fram og kynnt
20. 4. Fundur bygginganefndar Byggðasafns Árnesinga
Lagt fram og kynnt.
21. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga
Lagt fram og kynnt
22. Skýrsla Sveitarstjóra Sept 2019
Lagt fram og kynnt.
23. Þjónustusamningur um viðhald á landfræðilegum gögnum.
Lögð fram drög að þjónustusamning frá Loftmyndum ehf um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita.
24. Önnur mál
Anna Sigíður Valdimarsdóttir lagði fram svohljóðandi:
Fyrirspurn til umhverfisnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepp:
Fulltrúi Gróskulistans í umhverfisnefnd benti á að bókað hefði verið í fundargerð um að gera athugasemd við mörk friðlands í friðlýsingaferli um Þjórsárdal. Mig langar að spyrjast fyrir um til umhverfisnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps af hverju ákveðið var að senda ekki umsögn sem var tilbúin og byggði á téðri bókun, sem og á hvaða grundvelli og við hvaða aðstæður sú ákvörðun var tekin. Máli vísað til umhverfisnefndar
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að færa Harmonium orgel sem staðsett er í leikskólanum, Vilmundi Jónssyni Skeiðháholti að gjöf. Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11:45 Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 2. október nk. kl. 08:30. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: