- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Fundur hófst kl 8:30
Árnesi, 4. september, 2019
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201908-0015
27. fundur sveitarstjórnar
Sveitarstjóri lagði fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019. Vegna breytinga á forsendum var ákvörðun frestað.
Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til töku láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga. 40 mkr. til 5 ára. Lánið er tekið til að fjármagna kostnað við gatnagerð, lagna- og veituframkvæmdir sem að mestu er lokið.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 4. september 2019, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 40.000.000.-, til 5 ára.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, lagna- og fráveituframkvæmdum í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristófer A. Tómassyni, sveitarstjóra, kt. 060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjóri kynnti álit varðandi álagningu gatnagerðargjalda í Árnes- og Brautarholtshverfum. Ákvörðun frestað og sveitarstjóra falið að vinna málið frekar.
4. Eignamörk þéttbýlissvæðis í Brautarholti. Oddviti lagði fram skjöl er sýna yfirlýsingar um afmörkun lands er tilheyrir þéttbýli í Brautarholti. Fram til þessa hafa þinglýst skjöl ekki verið til staðar. Oddvita falið að vinna að frágangi skjalanna og undirrita þau fyrir hönd sveitarstjórnar
5. Skipun fulltrúa í atvinnu- og samgöngunefnd sept 2019. Máli frestað til næsta fundar.
6. Skipun fulltrúa í nefnd er fjalli um framtíðarhlutverk Árness. Samþykkt samhljóða að skipa Önnu Kristjönu Ásmundsdóttur, Önnu Björk Hjaltadóttur, Hrönn Jónsdóttur, Eyþór Brynjólfsson og Hannes Einarsson í nefndina. Sveitarstjóra falið að kalla saman fyrsta fund nefndarinnar. Nefndin skiptir með sér verkum.
7. Fulltrúar á aðalfund SASS október 2019. Lagt var fram bréf frá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga um ársþing samtakanna sem haldið verður að Geysi 24. til 25. október nk. undirritað af Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra. Auk þess verður þá haldinn aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands. Skeiða-og Gnúpverjahreppur á rétt á þremur fulltrúum á aðalfund SASS og rétt á einum fulltrúa á aðalfund Sorpstöðvarinnar. Samþykkt að Björgvin Skafti Bjarnason, Matthías Bjarnason, Anna Sigríður Valdimarsdóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi SASS og á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands. Til vara Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson og Anna Kristjana Ásmundsdóttir. Samþykkt að Björgvin Skafti Bjarnason verði fulltrúi á aðalfundi Sorpstöðvarinnar og Matthías Bjarnason til vara.
8. Jafnréttisstefna Skeiða og Gnúpverjahrepps 2019 -2022.
Sveitarstjóri lagði fram drög að jafnréttisstefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019 -2022. Jafnréttisstefnu vísað til umfjöllunar hjá Velferðar – og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins.
9. Tillaga til þingsályktunar, lögþvinguð sameining sv.fél.
Lagt fram erindi frá sveitarstjórn Grýtubakkahrepps undirritað af Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra þar. Erindið var sent á öll þau 39 sveitarfélög með íbúafjölda undir 1.000 manns. Í erindinu er lýsir sveitarstjórn Grýtubakkahrepps andstöðu við tillögu sem fram er komin um lágmarksstærð sveitarfélaga. Tillagan verður til umfjöllunar á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september nk. Í erindinu er hvatt til þess að sveitarfélögin leggist gegn þessum áformum. Talsverðar umræður urðu um málið. Sveitarstjórn lagði fram svohljóðandi bókun : ,,Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps deilir áhyggjum og ámælum Grýtubakkahrepps
um framkomna tillögu um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga auk 1000 íbúa lágmarks.
Hver sem afstaða sveitarstjórnarfólks Skeiða- og Gnúpverjahrepps er til sameiningar almennt,þá telur sveitarstjórnin auk þess að það rask á stjórnskipulagi sem nái til fimm prósents íbúa
landsins til þess eins að fækka sveitarfélögum en ekki að styrkja þau sé ekki ferðarinnar virði. Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókunina.
10. 182. fundur Skipulagsnefndar 28.08.2019 Mál nr. 12 þarfnast afgreiðslu.
Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi, gestahús-1908026. Umsókn Finns B. Harðarsonar um byggingarleyfi fyrir 35m2 gestahús á jörðinni Ásbrekku.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir ofangreint gestahús, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2020, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
11. 6. Fundur Skólanefndar 3. Sept. 2019 Þjórsárskóli. Lögð fram og staðfest.
12. 6. Fundur skólanefndar 3. Sept 2019 Leikskóli. Lögð fram. Í fundargerð er lögð fram tillaga um að núgildandi gjaldskrá umframvistunar í leikskóla verði lækkuð um 50% frá og með 1. október 2019. Tillagan samþykkt samhljóða. Liður nr. 7 í fundargerð, önnur mál. Tekinn til nánari skoðunar. Fundargerð að öðru leyti staðfest.
13. 6. fundargerð Afréttarmálanefndar 29.07.2019. Fundargerð lögð fram og staðfest.
14. 7. fundargerð Afréttarmálanefndar 20.08.2019. Fundargerð lögð fram og staðfest.
15. Fundargerð 8. fundar Bergrisans 26.08.2019. Fundargerð lögð fram og kynnt.
16. 548. fundur stjórnar SASS til kynningar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
Fundi slitið kl. 11:20. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 18. september nk. Kl. 08.30. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: