Sveitarstjórn

23. fundur 19. júní 2019 kl. 12:10
Nefndarmenn
  •  
  • 23. Fundur Sveitarstjórnar
  •  
  • Mætt til fundar:
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Elvar Már Svansson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Oddviti óskaði eftir að tviemur málum yrði bætt á dagskrá: fundargerð Afréttarmálanefnar og kostnaðaráætlun vegan breytinga á íbúð fyrir fatlaðan einstakling. Samþykkt að bæta málunum við

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

 

1. Heilsuefllandi samfélag

Gunnar Gunnarsson heilsufræðingur kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag. Hann hefur unnið að því í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi á undanförnum misserum. Eitt af megin markmiðum heilsueflandi samfélags er að skapa umhverfi til að gera holla valið að auðvelda valinu. Verkefnið er byrjar með þarfagreiningu og skipulagningu sem lagt er upp með að taki hálft ár og stendur síðan yfirleitt yfir í 4 ár, þar sem hvert ár hefur sitt þema. Til dæmis, hreyfing, útivera, geðrækt og heilbrigðir lifnaðarhættir. Sveitarstjórn samþykkir að vinna að undirbúningi á innleiðingu Heilsueflandi samfélags.
 

2. Hólabraut 5 beiðni um kaup lóðar

Lagt fram kauptilboð Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur kt. 160167- 5219 um kaup á landspildunni Hólabraut 5. Landnr 215759. Landstærð 3,4678 ha. Fjárhæð tilboðs 800.000 kr og greiðist við undirritun og afsal. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá tilheyrandi skjölum.

3. Móholt - Hólabraut 5 beiðni um nafnabreytingu

Lagt fram erindi  í tölvupósti frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur kt. 160167- 5219 þar sem óskað er eftir að nafni landspildunnar Hólabraut 5. Landnr 215759 verði breytt í Móholt. Sveitarstjórn samþykkir nafnbreytinguna samhljóða og felur byggingafulltrúa að annast skráningu.

4. Umsókn Selásbygginga ehf um iðnaðarlóð í Brautarholtshverfi

Lögð fram umsókn frá Selásbyggingum ehf, undirrituð af Hákoni Páli Gunnlaugssyni um Iðnaðarlóð við D-götu við Brautarholt. 1.678 m2 að stærð. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Selásbyggingum ehf lóðinni og felur sveitarstjóra að láta vinna lóðarblað og semja lóðarleigusamning.

5. Skólaakstur. Val á verktaka

1.       Sveitarstjóri greindi frá því að tveir aðilar hefðu sótt um skólaakstur á einni akstursleið sem auglýst var nýverið. Umsækjendur eru: Gunnar Örn Marteinsson kt 020458-3649 Steinsholti og Siggaferðir ehf. Kt. 610911-1020 Hamarskoti Flóahreppi. Sveitarstjóri og skólastjóri hafa tekið samtöl við báða umsækjendur. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Gunnar Örn Marteinsson um skólaakstur á umræddri leið.

6. Þjórsárhátíð beiðni um styrk

Lögð var fram  beiðni frá félagasamtökunum Stelpur rokka, um styrk til tónlistar- og menningarhátíðarinnar Þjórshátíð. Sem haldin verður 22.júní á Flatholti við minni Þjórsárdals. Samþykkt að styrkja hátíðina um 50.000 kr.

7. Miðhálendisþjóðgarður. Beiðni um umsögn

Lögð fram beiðni um umsögn um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Sveitarstjórn hafnar að svo stöddu hugmyndum um stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Að mati sveitarstjórnar er það engan veginn tímabært. Þær hugmyndir sem fram eru komnar varðandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendingu stangast á við hagsmuni Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórn leggur engu að síður mikla áherslu á náttúruvernd og bendir í því samhengi á að unnið er að friðlýsingu svæða í Þjórsárdal um þessar mundir. Elvar Már Svansson sat hjá.
 

8. Kaup sveitarfélagsins á íbúð í Brautarholti

Lagt var fram tilboð Guðna Vilbergs Baldurssonar og Árna Svavarssyni um sölu íbúðar til sveitarfélagsins. Tilboði hafnað.

9. Árhraun 3 Skipulagsmál (afgr. skipulagsn. 173. fundur)

Framhald af fundi sveitarstjórnar 15.05.2019. máli nr. 11. Lögð fram öðru sinni skipulagslýsing að Árhrauni, lóð 3. Unnin af Ásgeiri Jónssyni hjá Eflu. Nýlega hafa erlendir aðilar fest kaup á Árhrauni, lóð 3. Þeir hyggjast hefja þar uppbyggingu. Um er að ræða flóðasvæði án vegtengingar. Það skapar flóknar aðstæður. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ræða við lögmann og hagsmunaaðila um þær aðstæður sem liggja fyrir og leita lausna.  Sveitarstóri greindi frá fundi sem hann átti með Skipulagsfulltrúa og lögmanni um málið. Auk þess lagt fram mótmælaskjal frá íbúum í Ólafsvallahverfi vegna tilheyrandi vegalagningar að lóðinni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

10. Fundargerð 178. fundur skipulagsnefndar 12.06.19

Hagi (L166550); Umsókn um byggingarleyfi; Fjós - 1905059

 

Fyrir liggur umsókn Hagignúpur ehf. dags. 20. maí 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. 

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirhuguð byggingaráform og feli byggingafulltrúa UTU að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirhuguð áform um byggingu fjóss 954,2 m2 og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

 

 

  

Stóra-Hof L 1 (L166601); Stækkun byggingarreits við Þ1; Deiliskipulagsbreyting - 1906002

  

 

 

  

Byggiðn, Félag byggingarmanna leggur fram umsókn dags. 31. maí 2019, og uppdrátt Landform dags 28. maí 2019, þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Stóra-Hofs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin felur í sér að stækka núverandi byggingarreit fyrir þjónustuhús Þ1 við tjaldstæði og auka þar rými fyrir bílastæði.

  

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda tillögu sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa jafnframt að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

 
11. Fundur NOS 21.05.19

Oddviti lagði fram fundargerð frá 21. maí s.l. í fundargerðinni var farið yfir starfsmannamál og greint frá því að samþykkt var að ráða Ragnheiði Hergeirsdóttur í starf forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustunnar.  Bakvaktir félagsþjónustunnar ræddar sem og óskir um aukið stöðugildi sálfræðings í skólaþjónustu.  Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti fundargerðina. Ragnheiður Hergeirsdóttir boðin velkomin til starfa.

12. SASS fundargerð 546 til kynningar

Lögð fram og kynnt

13. Verkfundargerð 20. verkfundur Árnes og Brautarholt gatnagerð.

Fundargerð lögð fram og staðfest.

14. Fundargerð 6. fundar stjórnar Bergrisans.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

15. Fundargerð. Kerlingafjöll – friðlýsing.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

16. Bókun vegan lántöku Brunavarna Árnessýslu

Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð  15.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við skilmála láns af eigin fé með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánð er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri tankbifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.Skeiða- og Gnúpverjahreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni  kt. 060865-5909  veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

17. Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga ósk um aukna tónlistarkennslu

Lögð fram beiðni um aukna tónlistarkennslu sem nemur 1,5 klst í Skeiða- og Gnúpverjahreppi frá hausti 2019.

Innskráning fyrir skólaárið 2019–2020. Þegar eru 23 nemendur úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi skráðir í tónlistarnám næsta vetur. Biðlisti. Nemendur á biðlista eru 3 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 11. júní 2019. (Mögulega bætast fleiri umsóknir við í sumar). Óskað er eftir 1,5 klst. aukningu á kennslukvóta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi frá ágúst 2019.  Þeim stundafjölda getum við annað með núverandi kennaravali.  Hver klukkustund kostar um 607.000 kr. á ári. Samþykkt samhljóða. Gert verður ráð fyrir kostnarðaauka í viðauka við fjárhagsáætlun.

18. Ungmennaráð. Fundargerð – erindisbréf.

Lögð fram drög að erindisbréfi ungmennaráðs sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað.

19. Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands 2019

Lagt fram boð um um aðalfund Eignahaldsfélags Suðurlands 20. júní 2019. Samþykkt að Björgvin Skafti Bjarnason verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

20. Boðun aukaþings Sambands Svf.

Boðun aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2019. Björgvin Skafti Bjarnason er fulltrúi sveitarfélagsins út kjörtímabilið.

21. Miðhús II - Umsókn um sumarhúsalóðir

Lagt fram erindi frá eigendum Miðhúsa. Undirrituð af Bergnýju Marvinsdóttur. Kt. 041256-3979. Kynnt áform um skiptingu lands á Miðhúsum. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

22. Fundargerð Afréttarmálanefndar. Fundur nr. 5 21. Maí 2019

Fundargerð afréttarmálanefndar lögð fram og staðfest. Í fundargerðinni er lögð fram áform um lagfæringar á Skaftholtsréttum. Kostnaður áætlaður 700.000 kr. Fjárveiting til verkefnisins samþykkt samhljóða. Fjárhæð rúmast innan fjárhagsáætlunar og bókast undir atvinnumál

23. Kostnaðaráætlun vegna breytinga á íbúðarhúsi Björnskoti vegna fatlaðs einstaklings

Breyting á íbúðarhúsnæði fyrir fatlaðan einstakling. Lögð fram svör við spurningum sveitarfélagsins varðandi kostnað og umfang verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kostnaðargreina verkefnið.

 

 

 

Fundi slitið kl. 12:35. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  3.júlí nk. kl  09.00. í Árnesi.

 

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Elvar Már svansson   

 ________________________                      _______________________

 Ingvar Hjálmarsson                                                              Matthías Bjarnason

Gögn og fylgiskjöl: