- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Karen Óskarsdóttir óskaði eftir því að bæta við erindi varðandi fundartíma sveitarstjórnar. Var það samþykkt samhljóða
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
Haraldur Þór Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Var samþykkt með 4 atkvæðum að Vilborg Ástráðsdóttir tæki við við fundarstjórn. Drög að ráðningarsamningi við Harald Þór Jónsson sem oddvita og starfandi sveitarstjóra í 100% starfi lagður fram.
Sveitarstjórn staðfestir með 3 atkvæðum ráðningarsamning oddvita/starfandi sveitarstjóra og er Vilborgu Maríu Ástráðsdóttur falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar. Útbúa skal nánari starfslýsingu um sameiginlegt starf oddvita og sveitarstjóra og verkaskiptingu fyrir skrifstofu sem leggja skal fyrir næsta fund.
Gunnar Örn Marteinsson sat hjá við afgreiðslu málsins og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég tel laun sveitarstjóra almennt í Uppsveitum vera komin upp fyrir það sem eðiliegt getur talist.“
Haralduur Þór Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins og var samþykkt að Vilborg Ástráðsdóttir tæki aftur við fundarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Haraldur Þór Jónsson, kt. 270576-5089, sveitarstjóri fari með prókúru sveitarfélagsins frá og með 15. júní 2022, samanber 45. gr. samþykktar um stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að prókúra Sylvíu Karen Heimisdóttur, kt. 290882-5679, falli niður frá og með 15. júní 2022.
Lögð fram tillaga að launum sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lagt er til að laun nefndarmanna verði hlutfall af þingfarakaupi alþingismanna.
Sveitarstjórn:
Grunnlaun sveitarstjórnarfulltrúa á mánuði verði 8% af þingfarakaupi, auk þess fá sveitarstjórnarfulltrúar greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
Varamenn í sveitarstjórn fá greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
Fyrir sótta fundi og ráðstefnur utan sveitarfélagsins fá sveitarstjórnarfulltrúar 3% af þingfarakaupi fyrir hvern dag auk ferðakostnaðar skv. reikningi. Akstur vegna funda utan sveitarfélagsins skal greiddur eftir kílómetragjaldi skv. ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins og útfylltri akstursdagbók.
Skólanefnd:
Formaður skólanefndar fær greitt 5% af þingfarakaupi fyrir hvern nefndarfund.
Almennir nefndarmenn í skólanefnd fá greitt 2,5% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn nefndarfund.
Aðrar nefndir og ráð:
Formenn nefnda fá greitt 3% af viðmiðunarfjárhæð fyrir hvern setinn nefndarfund.
Almennir fulltrúar nefnda fá greitt 1,5% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn nefndarfund.
Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2022-2026 samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Sveitarstjóra falið að skoða nánar laun kjörstjórnar og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillaga um skipan í stjórnir, nefndir og ráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps, unnin í samvinnu L lista Samvinnulistans, E lista Uppbyggingar og U lista Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar, lögð fram.
Breyting er gerð á skólanefnd Þjórsárskóla frá síðasta fundi. Anna María Flygenring verður aðalmaður í stað Karenar Óskarsdóttur og Kjartan H. Ágústsson varamaður í stað Önnu Maríu Flygenring. Skólanefnd verður því eftirfarandi:
Skólanefnd |
||||
Aðalmaður |
Varamaður |
|||
Vilborg Ástráðsdóttir |
Gunnhildur Valgeirsdóttir |
|||
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
Vilmundur Jónsson |
|||
Ingvar Hjálmarsson |
Helga Jóhanna Úlfarsdóttir |
|||
Anna María Flygenring |
Kjartan H. Ágústsson |
|||
Sigríður Björk Gylfadóttir |
Sigríður Björk Marínósdóttir |
Skólanefnd Flúðaskóla |
||||
Aðalmaður |
Varamaður |
|||
Vilborg Ástráðsdóttir |
Helga Jóhanna Úlfarsdóttir |
|||
Sigríður Björk Marinósdóttir |
Gunnþór Kristján Guðfinnsson |
Stjórn Listasafns Árnesinga: |
|||
Varamaður |
|||
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
Menningar og æskulýðsnefnd: |
||||||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
||||
Sára Annamária Herczeg |
Magnea Guðmundsdóttir |
|
||||
Ástráður Unnar Sigurðsson |
Lilja Össunardóttir |
|
||||
Hrönn Jónsdóttir |
Karen Óskarsdóttir |
|
||||
Kjörstjórn: | |||
Aðalmaður: |
Varamaður: |
||
Helga Kolbeinsdóttir |
Jónas Yngvi Ásgrímsson |
||
Helga Guðlaugsdóttir |
Ingibjörg María Guðmundsdóttir |
||
Eggert Jóhannesson |
Jóhannes Hlynur Sigurðsson |
Atvinnu- og samgöngunefnd: |
||||||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
||||
Árni Már Einarsson |
Bjarki Þór Þorsteinsson |
|
||||
Atli Eggertsson |
Karen Kristjana Ernstdóttir |
|
||||
Axel Á. Njarðvík |
Gerður Stefánsdóttir |
|
||||
Hitaveitufélag Gnúpverja: |
||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
Ingvar Þrándarsson |
Einar Einarsson |
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreindar tillögur um aðal- og varamenn í stjórnir, nefndir og ráð sveitarfélagsins.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var ákveðið að framlengja samning við rekstraraðila Skeiðalaugar, Eyþór Brynjólfsson, um rekstur Skeiðalaugar út árið 2022.
Rekstraraðili hefur lýst yfir miklum áhyggjum af því að ekki næst að manna Skeiðalaug við komandi sumaropnun sem hefði átt að vera 15.júní-18.ágúst, auk þess sem forsendur fyrir sumaropnum séu breyttar frá fyrra ári þar sem tjaldsvæðinu í Brautarholti hefur nú verið lokað, en stór hluti þeirra sem sóttu sundlaugina að sumri til hafa verið gestir tjaldsvæðisins. Reynsla síðustu ára hefur verið sú að íbúar sveitarfélagsins sem nota Skeiðalaug yfir veturinn koma síður í laugina að sumri.
Lagt er til að opnunartími Skeiðalaugar sumarið 2022 verði á mánudögum og fimmtudögum í sumar frá kl. 18-22.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum breyttan opnunartíma Skeiðalaugar sumarið 2022 en telur æskilegt ef hægt væri að auka opnun um einn dag í viku. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá breyttum samningi við rekstraraðila Skeiðalaugar sem gildir til ársloka 2022. Strax eftir sumarfrí verður farið í vinnu við að skapa framtíðarsýn Skeiðalaugar.
Ein umsókn barst í lóðina Nautavað 1, frá Ingva Sigfinnssyni.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að úthluta lóðinni Nautavað 1 til Ingva Sigfinnssonar.
Lagðar fram umsóknir í auglýstar lóðir við Nautavað nr. 1 og nr. 3. Lóðum er úthlutað í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Tvær umsóknir bárust í lóðina Nautavað 3. Umsækjendur eru annars vegar Kristján Sigurður Kristjánsson og Stefán Ágústsson og Hlín Þórhallsdóttur hins vegar. Dregið var úr umsóttum lóðum.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að úthluta Stefáni Ágústssyni og Hlín Þórhallsdóttur lóðinni Nautavað 3 í samræmi við niðurstöðu útdráttar.
Niðurstöður tilhögunar að styttingu vinnutíma kennara í Þjórsárskóla lagðar fram til kynningar.
Sveitarfélagið fékk úthlutað 300.000 kr. út styrkarstjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til uppbyggingar á göngu-, hjóla og reiðstíg við Brautarholt.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram drög að samningi vegna yfirtöku sveitarfélagsins á brúarmannvirki yfir Þjórsá ofan Þjófafoss.
Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er talsvert sérstakt ef samið hefur verið um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur eigi að taka við því mannvirki sem hér um ræðir og taka á sig þann kostnað sem því kann að fylgja í framtíðinni, auk þess verður að ræða um það við Landsvirkjun hvernig á að haga málum þannig að hestaumferð um svæðið geti verið sæmilega greið en eins og staðan er í dag eru þau mál í algjöru óstandi.
Ég legg til að þessu máli verði frestað og sveitarstjórn gefinn tími til að skoða forsögu málsins og skoða samþykktir sem gerðar hafa verið í sveitarstjórn um málið. Auk þess legg ég til að fulltrúar í sveitarstjórn ræði við fulltrúa Landsvirkjunar með hvaða hætti sé hægt að greiða fyrir hestaumferð um svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Erindi frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar um afstöðu sveitarfélagsins í þátttöku við gerð þarfagreiningar um dagdvalarþjónustu fyrir eldri borgara.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að taka þátt í þarfagreiningu fyrir dagdvalarþjónustu fyrir eldri borgara í Uppsveitum.
Lögð fram umsókn fyrir 2 börn um leikskóladvöl í öðrum sveitarfélagi.
Sveitarstjórn hafnar erindinu á þeirri forsendu að þjónusta leikskóla er til staðar í sveitarfélaginu og faglega starf leikskólans Leikholts það gott að hægt er að mæta þörfum barnanna þar.
Erindisbréf fyrir sameiginlegt Öldungaráð Uppsveita og Flóa lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum erindisbréfið.
Heimsókn Íþróttafélags uppsveita frestað til næsta fundar.
Erindi frá Alviðru fræðslusetri um þátttöku sveitarfélagsins í sameiginlegri fjármögnun sveitarfélaga á fjármögnun launakostnaðar við fræðslusetrið.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.
Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Frumvarp til breytinga á kosningalögum nr. 112/2021. Umsagnarfrestur er til 1. júlí nk.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerðir 40. og 41. gr. stjórnar Bergrisans og 153. og 154. fundar þjónusturáðs lagðar fram og kynntar.
Fundargerð 25. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. lögð fram og kynnt.
240 fundargerð:
Skipulagsnefnd UTU telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og að deiliskipulagið taki gildi við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram umsókn frá Magnúsi Sigurði Alfreðssyni er varðar breytingu á
deiliskipulagi að Stóra-Hofi. Gerðar eru breytingar á uppdrætti og greinargerð
skipulagsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði breytt og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
241 fundargerð:
27. Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og Skarð 2; Deiliskipulag - 2202036 |
|
Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð er fram umsókn frá Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árness er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðar Strengs veiðihúss L166685 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að byggja veiðhús allt að 400 m² á einni hæð. Auk þess er heimilt viðhald og stækkun núverandi húss um allt að 30 m². Mænishæð húsa skal ekki yfirstíga 6.0 m frá gólfplötu. Nýtingarhlutfall lóðar verði mest 0.2. Ekki skal byggja nær lóðamörkum en í tveggja metra fjarlægð. Gólfkóti húsa skal taka mið af flóðahættu vegna nálægðar við Stóru-Laxá og skal ákveðinn í samráði við byggingarfulltrúa. Samhliða er unnið að óverulegri breytingu á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atkvæðum að deiliskipulagið verði samþykkt og það auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða gildistöku óverulegrara breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. |
|
|
|
28. Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og 2 við Stóru-Laxá (svæði AF4); Aðalskipulagsbreyting - 2206009 |
|
Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst leiðrétting á skráningu svæðisins AF4 innan greinargerðar aðalskipulags auk þess sem heimilaður fjöldi gistirýma innan svæðisins er aukinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atkvæðum viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi að því tilskyldu að málið verði sent samþykki Skipulagsstofnunar fáist áður en niðurstaða sveitarstjórnar er kynnt. |
|
29. Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting - 2206010 |
|
Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar veiðihús í landi Laxárdals. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags og skipulagsuppdrætti. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
Fundargerð lögð fram og kynnt.
Umræða varð um fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um fundartíma sveitarstjórnar.
Fundi slitið kl. 12.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. ágúst. nk. kl 09.00. í Árnesi
Gögn og fylgiskjöl: