Sveitarstjórn

17. fundur 20. mars 2019 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

                17. undur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 20. mars 2019  kl. 09:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Landsvirkjun. Georg Pálsson og Olivera Liic frá Búrfellsstöð mættu til fundar og greindu frá verkefnum á Þjórsársvæði Landsvirkjunar. Fastir starfsmenn eru 46 um þessar mundir og hefur fjölgað. Auk þess bætast við sumarstarfsmenn. Búrfell 2 var tekin í notkun á árinu 2018 og gengur vel. Skýrsla unnin um samfélagsleg áhrif virkjana á Þjórsár- og Tungnársvæði. Þau fóru yfir helstu framkvæmdir. Verið er að taka upp allar vélar í Búrfelli 1. Tvær vélar verða teknar upp á þessu ári. Verið er að undirbúa lagningu nýs vegar að Hjálparfossi og færslu á vegi og brú við Sultartangastöð. Lagfæringar girðinga og skógrækt eru meðal verkefna. Fyrirhuguð er framkvæmd á gönguleið um Búrfellsskóg. Endurhönnun Búrfellslundar er í vinnslu.
  2. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Skýrsla Skipulagsstofnunar. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun. Undirritað af Hafdísi Hafliðadóttur og Birnu Árnadóttur. Stofnuninni voru send drög að aðalskipulaginu og hafa þau verið yfirfarin af starfsmönnum stofnunarinnar. Bent er á nokkur atriði sem þörf er á að lagfæra að mati stofnunarinnar. Ekki er gerð athugasemd við að aðalskipulagstillagan veðri auglýst að því tilskyldu að lagfæringar á tilteknum atriðum fari fram.  Samþykkt að fela Gísla Gíslasyni skipulagsráðgjafa að lagfæra tilgreind atriði.
  3. Rekstur Skeiðalaugar. Umsókn aðila um rekstur. Lagt var fram tilboð Eyþórs Brynjólfssonar kt. 151056-2969 um rekstur Skeiðalaugar frá 1. Apríl 2019- 31. desember 2021. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga til Eyþór um rekstur Skeiðalaugar frá 1. Apríl 2019 til 1. Apríl 2020 með möguleika á framlengingu. Í samningnum felst meðal annars að greiddar verða til rekstraraðila 440.000 kr. pr mánuð. Samningur mun ekki hafa áhrif á fjárhagsáætlun. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi og undirrita.
  4. Lóðarleigusamningar við Suðurbraut. Lögð fram drög að lóðaleigusamningum lóðanna Suðurbraut 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10 og 12. Lóðarhafar Björgunarsveitin Sigurgeir, Nesey ehf. Hraunteigur ehf og Gama settið ehf. Samningar samþykktir samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.   
  5. Erindi frá Matthíasi Bjarnasyni. Varðar heimasíðu sveitarfélagsins. Matthías benti á að úrbóta væri þörf á heimasíðu sveitarfélagsins og bæta þurfi þar upplýsingagjöf. Sveitarstjórn samþykkir að skipa rýnihóp vegna heimasíðu sveitarfélagsins. Hópurinn hafi það hlutverk að benda á hvað þurfi betur fara varðandi heimasíðuna.  Samþykkt samhljóða að skipa Mattías Bjarnason, Matthildi Guðmundsdóttur og Pálínu Axelsdóttur. Matthías verði formaður rýnihópsins.
  6. Bréf frá Forsætisráðuneyti. Varðar áform Rauðakambs ehf um framkvæmdir við Reykholt. Bréfið undirritað af Sigurði Erni Guðleifssyni og Regínu Sigurðardóttur. Bréf lagt fram og kynnt.
  7. Skipulagsmál- Brú við Sultartanga. Bréf frá Forsætisráðuneyti, undirritað af Sigurði Erni Guðleifssyni og Regínu Sigurðardóttur. Bréf lagt fram og kynnt.
  8. Skipulagsmál- Vegur að Hjálparfossi. Bréfið undirritað af Sigurði Erni Guðleifssyni og Regínu Sigurðardóttur. Bréf lagt fram og kynnt.

Fundargerðir:

  1. Fundargerð 173. fundar Skipulagsnefndar 13.03.2019. Mál 23. þarfnast staðfestingar.

            Árhraun 3 L213871; Deiliskipulag - 1903006

Efla f.h. landeigenda, leggur fram skipulagslýsingu dags 7.2.2019 vegna deiliskipulags á 16.4ha lóð, Árhrauni 3 L213871 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lýsingin tekur til áforma um uppbyggingu á lóðinni og er ætlunin að byggja þar upp eftirfarandi:

Tvö íbúðarhús. Annað allt að 200 m2 og hitt allt að 100 m2.
Fjórum gestahúsum sem hvert um sig geta verið allt að 60 m2 samtals allt að 240m². Fjöldi gesta getur verið allt að 15.
Tvær geymslur sem hvor getur verið um 80 m2.
Gróðurhús, samtals allt að 300 m2, sambyggð eða stakstæð.
Verkstæði sem verður um 100 m2.
Gripahús (Hesthús / fjárhús ofl.), samtals allt að 200 m2.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar. Oddvita falið að kanna mögulegar útfærslu í vegamálum um fleiru varðandi ofangreint mál.

  1. Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla. 14.03.2019. Fundargerð lögð fram og kynnt.
  2. Fundargerð Ungmennaráðs SKOGN. 9. Fundur . 11.03.2019. Fundargerð lögð fram og  kynnt.

Annað:

  1. Úrgangsmál á Suðurlandi. Lagt fram bréf frá SASS undirritað af Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra. Áhersluverkefnið: úrgangsmál og meðhöndlun úrgangs er hafið. Elísabet Björney hefur verið ráðin til að annast verkefnið. Óskað er eftir upplýsingum varðandi sorpmál í hverju sveitarfélagi, auk þess óskað er eftir tengilið við sveitarfélagið vegna verkefnisins. Samþykkt að sveitarstjóri verði tengiliður vegna verkefnisins.
  2. Samkomulag um samstarf vegna förgunar. Lagt fram undirritað samkomulag um samstarf um förgun úrgangs milli Sorpstöðvar Suðurlands. Sorpurðunar Vesturlands og Norðurár ehf um samstarf vegna förgunar úrgangs árið 2019. Samkomulag lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samkomulagið.
  3. Erindi frá eigendum Miðhúsa. Varðar neysluvatn. Lagt fram bréf frá eigendum Miðhúsa vegna neysluvatns. Sveitarstjóra falið að ræða við eigendur Miðhúsa og þeirra aðila sem hafa nýtt neysluvatn frá Miðhúsum og benda þeim á hentugar leiðir varandi öflun á neysluvatni.
  4.  Boð um þátttöku á samráðsvettvangi um loftlagsmál.
  5. Bréf frá Útlendingastofnun- Varðar þjónustusamninga. Sveitarstjórn tekur vel í erindið en telur æskilegt að mál af þessu tagi sé tekið fyrir á stærri vettvangi.
  6. Lóðarleigusamningur við Þrándarholt sf. Varðar Bugðugerði 9. Þarfnast staðfestingar. Lóðarleigu samningur staðfestur samhljóða.
  1. Fundargerð 60. fundar stjórnar UTU. Fundargerð lögð fram og kynnt. Í fundargerð kemur fram að stjórn UTU samþykki að leggja niður eiginlega starfsemi tæknisviðsins. Sveitarstjórn samþykkir það fyrir sitt leyti.
  1.  Fundargerð 61. fundar stjórnar UTU. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  1. Umsókn um sumarrekstur í Árnesi sumarið 2019. Birgir S. Birgisson og Ólöf Birgisdóttir sækja um að annast rekstur í Árnesi og Nónsteini sem og tjaldsvæði við Árnes. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við ofangreinda aðila.
  1.  Samningur milli Landbótafélags Gnúpverja og sveitarfélagsins. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi milli Landsbótafélagsins og sveitarfélagsins. Samningur gildi til ársloka 2024. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
  1. Fyrirhuguð skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Bókun vegna áforma fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er eftirfarandi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppur mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 2,8 milljarða á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu. 

Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 millj.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 millj.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks.

Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 milljarði króna. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug.

Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.

Sveitarstjórn krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað.

  1. Samgöngunefnd SASS. Lagt fram bréf frá samgöngunefnd SASS. Undirritað af Sæmundi Helgasyni formanni.  Þar er óskað eftir að sveitarfélög svari eftirfarandi spurningum.

1.Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í sveitarfélaginu ykkar?

Helstu þrjú forgangsverkefni innansveitar. 

  1. Breikkun vegar frá Sandlækjarholti að Árnesi.
  2. Lagning nýs vegar frá Ásum að Laxárdal og
  3. Vegur að Búða og brúargerð yfir Þjórsá
  4. Aðkoma að Skeiðháholti.

2. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu ykkar?

Þrjú forgangsverkefni í viðhaldi.

  1. Uppbygging -viðhald Vorsabæjarvegar og að Fjalli
  2. Lagfæring Stóra-Núpsvegar.

3. Ef horft er á Suðurland sem heild, hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarstjórn ykkar setja fremst á blað, aðrar en í ykkar sveitarfélagi?

  1. Ný Ölfusárbrú.
  2. Flóavegur að Bitru.
  3. Tvöföldun brúar á Stóru-Laxá?

4. Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld? Sveitarstjórn telur slíka gjaldtöku varasama ef ekki kemur til breyting á öðrum gjöldum.

5. Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi.  Fyrst þarf að taka ákvörðun um hvort almenningssamgöngur eigi yfir höfuð að vera starfræktar

    Mál til kynningar :

  1. Stjórnarfundur SOS nr. 278. 11.03.19.
  2. 2. Fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu. 20.02.19.
  3. Ársskýrsla Félags eldir borgara í SKOGN.
  4. Átak Vinnumálastofnunar.
  5. Fundargerð Aðalfundar Bergrisans.
  6. Fundargerð samstarfshóps um friðlýsingar.
  7. Þingskjal 1060 um br. Lagaákvæði um fiskeldi.
  8. Þingskjal 1045 um háhraðanet.
  9. Þingskjal 0086 um þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll.
  10. Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga.
  11. Fundur með Lögreglunni á Suðurlandi.
  12. Skipting sveitarfélaga í tónlistanámi hjá TÁ.

    Fundi slitið kl. 12:05. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi. Kl. 09.00.

 

Gögn og fylgiskjöl: